Lifnar yfir Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2020 07:37 Mynd: KL Veiðin í Soginu í gegnum tíðina hefur verið misjöfn í gegnum síðustu ár en miðað við fréttir úr ánni síðustu daga en vonandi rísandi veiði í ánni. Ásgarður sem dæmi hefur verið að skila ágætri veiði og þar hafa bleikjurnar ekki gert neitt nema stækka eftir að veiðimenn við Ásgarð fóru að sleppa þeim. Það hefur verið veiði upp á fimm til tíu laxa á dag suma daga og það er vel ásættanlegt. Bíldsfell kemur aðeins seinna inn en þar hafa veiðimenn sem þekkja ánna engu að síður verið að sjá laxaog það er helst í Skkarhólma og á Breiðunni sem laxinn hefur verið að sýna sig. Bíldsfellið er dæmi um svæði sem kemur inn síðsumars en þessi tvö svæði, Ásgarður og Bíldsfell hafa verið mjög vinsæl í gegnum árin en þegar veiði dalaði minnkaði áhugi veiðimanna. Það er því vonandi að breytast með betri veiði. Alviðra virðist síðan vera að koma aftur inn en veiðimenn hafa bæði verið að gera fína veiði á þessu svæði og gestir við Þrastalund notið þess að horfa á laxa stökkva á þessum fornfræga stað. Tilmælum um að öllum laxi í Soginu skuli vera sleppt hefur verið vel tekið og það er að hluta ástæðan fyrir því að um viðsnúning á laxgengd er að ræða. Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Veiðin í Soginu í gegnum tíðina hefur verið misjöfn í gegnum síðustu ár en miðað við fréttir úr ánni síðustu daga en vonandi rísandi veiði í ánni. Ásgarður sem dæmi hefur verið að skila ágætri veiði og þar hafa bleikjurnar ekki gert neitt nema stækka eftir að veiðimenn við Ásgarð fóru að sleppa þeim. Það hefur verið veiði upp á fimm til tíu laxa á dag suma daga og það er vel ásættanlegt. Bíldsfell kemur aðeins seinna inn en þar hafa veiðimenn sem þekkja ánna engu að síður verið að sjá laxaog það er helst í Skkarhólma og á Breiðunni sem laxinn hefur verið að sýna sig. Bíldsfellið er dæmi um svæði sem kemur inn síðsumars en þessi tvö svæði, Ásgarður og Bíldsfell hafa verið mjög vinsæl í gegnum árin en þegar veiði dalaði minnkaði áhugi veiðimanna. Það er því vonandi að breytast með betri veiði. Alviðra virðist síðan vera að koma aftur inn en veiðimenn hafa bæði verið að gera fína veiði á þessu svæði og gestir við Þrastalund notið þess að horfa á laxa stökkva á þessum fornfræga stað. Tilmælum um að öllum laxi í Soginu skuli vera sleppt hefur verið vel tekið og það er að hluta ástæðan fyrir því að um viðsnúning á laxgengd er að ræða.
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði