Hyperion XP-1 vetnis-ofurbíll verður frumsýndur í ágúst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. júlí 2020 07:00 Útlínur Hyperion XP-1 Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum. Vistvænir bílar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent
Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum.
Vistvænir bílar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent