Hvað gerðist eiginlega í leik Wigan og Hull? Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 15:30 Ótrúleg úrslit. getty/Martin Rickett Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira