Mánudagsstreymi GameTíví er á sínum stað í kvöld. Liðið er fullskipað og stefna strákarnir á sigur í kvöld. Eins og fyrr verður það Warzone sem fær að kenna á leikni þeirra GameTíví bræðra í kvöld og má því búast við mikilli skemmtun.
Þá stendur HyperX fyrir gjafaleik, og einhverjir áhorfendur koma því til með að detta í lukkupottinn.
Útsendingin hefst klukkan 20:00 og verður í beinni á Stöð 2 eSport sem og á Twitch. Einnig má sjá streymi hér að neðan.