Núna gefa smáflugurnar Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2020 10:37 Haugur er mikið notuð í laxveiðiánum enda veiðin fluga með eindæmum. Þetta er skemmtilegur tími við árnar því göngurnar eru að ná mestum krafti en þá er líka gott að vanda valið á flugunum til að árangurinn verði sem bestur. Í veiði er það flugan sem skiptir miklu máli og valið á flugunni fer stundum eftir aðstæðum, stundum eftir geðþótta veiðimanns og stundum eftir ráðleggingum þeirra sem þekkja ánna vel. Það er eitt sem þarf að hafa í huga þegar fluga er valin og það er stærðin. Það hefur oft verið rætt um "smáfluguáróður" leiðsögumanna og það eru ekki allir jafn hrifnir af því að setja agnarsmáar flugur á línunna sem er í raun óskiljanlegt því sá sem er næstur í röðinni um þá óskm að þér gangi vel er leiðsögumaðurinn þinn. Ástæðan fyrir því að velja litlar flugur getur verið margþætt. Ef þetta er viðkvæmur veiðistaður fer lítil fluga betur með hann, ef þetta er grunnur veiðistaður þá veiðir lítil fluga hann betur og síðast en ekki síst ef það fer að vera lítið vatn í ánni er lítil fluga málið. Vinæl fluga á þessum árstíma er til dæmis hin margrómaða Haugur. Þetta er mögnuð fluga í lax á göngu og er hún til í boxum greinarhöfundar í ýmsum útfærslum, sem hitch, longtail smáfluga, venjuleg smáfluga, tvíkrækja og litir á krókum silfur, gull og rauður. Einn samnefnari er þó í þessari upptalningu á Haug í mínum boxum. Það er engin stærri en 14# og á þessum árstíma í flottu júlí vatni er engin sett undir stærri en 16#. Ástæðan er einföld. Ég vill veiða vel. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Þetta er skemmtilegur tími við árnar því göngurnar eru að ná mestum krafti en þá er líka gott að vanda valið á flugunum til að árangurinn verði sem bestur. Í veiði er það flugan sem skiptir miklu máli og valið á flugunni fer stundum eftir aðstæðum, stundum eftir geðþótta veiðimanns og stundum eftir ráðleggingum þeirra sem þekkja ánna vel. Það er eitt sem þarf að hafa í huga þegar fluga er valin og það er stærðin. Það hefur oft verið rætt um "smáfluguáróður" leiðsögumanna og það eru ekki allir jafn hrifnir af því að setja agnarsmáar flugur á línunna sem er í raun óskiljanlegt því sá sem er næstur í röðinni um þá óskm að þér gangi vel er leiðsögumaðurinn þinn. Ástæðan fyrir því að velja litlar flugur getur verið margþætt. Ef þetta er viðkvæmur veiðistaður fer lítil fluga betur með hann, ef þetta er grunnur veiðistaður þá veiðir lítil fluga hann betur og síðast en ekki síst ef það fer að vera lítið vatn í ánni er lítil fluga málið. Vinæl fluga á þessum árstíma er til dæmis hin margrómaða Haugur. Þetta er mögnuð fluga í lax á göngu og er hún til í boxum greinarhöfundar í ýmsum útfærslum, sem hitch, longtail smáfluga, venjuleg smáfluga, tvíkrækja og litir á krókum silfur, gull og rauður. Einn samnefnari er þó í þessari upptalningu á Haug í mínum boxum. Það er engin stærri en 14# og á þessum árstíma í flottu júlí vatni er engin sett undir stærri en 16#. Ástæðan er einföld. Ég vill veiða vel.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði