Einn mikilvægasti bíll Aston Martin kominn í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. júlí 2020 07:00 Fyrsti fullkláraði Aston Martin DBX, að sjálfsögðu í hinum goðsagnakennda græna lit. Framleiðsla á fyrsta Aston Martin DBX kláraðist í gær og mun afhending á fyrstu eintökunum hefjast seinna í júlí. Bíllinn er einn mikilvægasti bíll í sögu Aston Martin og miklar vonir eru bundnar við sölu á DBX. Aston Martin var bjargað frá nærri vísu gjaldþroti af hópi fjárfesta, fyrir hópnum fer kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll. Stroll er nú stjórnarformaður Aston Martin. Vonir eru bundnar við að DBX geti snúið rekstri Aston Martin við. Eftir að aukin fjárfesting barst hefur Aston Martin breytt framtíðarplönum síum og mun draga úr framleiðslu á sprt bílum og auka áherslu á söluvænlegri bíla. Ný verksmiðja í St Athan í Wales var reist til þess eins að framleiða DBX. Framkvæmdir við verksmiðjuna tóku fjögur ár og hún opnaði í desember á síðasta ári. Sjá má innviði verksmiðjunnar í myndbandinu hér að ofan. Áætlanir gera ráð fyrir því að helmingur sölu Aston Martin á næstu árum verði DBX bílar. Aston Martin hefur gefið út að þegar hafi borist 2000 pantanir sem þýðir að framleiðsla verður hið minnsta fram á næsta ár. Verksmiðjan í St Athan getur framleitt um 4000 bíla á ári. Yfirbygging Aston Martin DBX. DBX hefur verið í þróun síðan árið 2015 og sagði yfirhönnuður Aston Martin, Marek Reichman að DBX væri „afskaplega mikilvægur áfangi“ og „afrakstur fimm ára erfiðisvinnu allra innan fyrirtækisins“. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Framleiðsla á fyrsta Aston Martin DBX kláraðist í gær og mun afhending á fyrstu eintökunum hefjast seinna í júlí. Bíllinn er einn mikilvægasti bíll í sögu Aston Martin og miklar vonir eru bundnar við sölu á DBX. Aston Martin var bjargað frá nærri vísu gjaldþroti af hópi fjárfesta, fyrir hópnum fer kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll. Stroll er nú stjórnarformaður Aston Martin. Vonir eru bundnar við að DBX geti snúið rekstri Aston Martin við. Eftir að aukin fjárfesting barst hefur Aston Martin breytt framtíðarplönum síum og mun draga úr framleiðslu á sprt bílum og auka áherslu á söluvænlegri bíla. Ný verksmiðja í St Athan í Wales var reist til þess eins að framleiða DBX. Framkvæmdir við verksmiðjuna tóku fjögur ár og hún opnaði í desember á síðasta ári. Sjá má innviði verksmiðjunnar í myndbandinu hér að ofan. Áætlanir gera ráð fyrir því að helmingur sölu Aston Martin á næstu árum verði DBX bílar. Aston Martin hefur gefið út að þegar hafi borist 2000 pantanir sem þýðir að framleiðsla verður hið minnsta fram á næsta ár. Verksmiðjan í St Athan getur framleitt um 4000 bíla á ári. Yfirbygging Aston Martin DBX. DBX hefur verið í þróun síðan árið 2015 og sagði yfirhönnuður Aston Martin, Marek Reichman að DBX væri „afskaplega mikilvægur áfangi“ og „afrakstur fimm ára erfiðisvinnu allra innan fyrirtækisins“.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent