Laxveiðin góð í öllum landshlutum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2020 08:14 Flottur lax úr Stóru Laxá Mynd: Árni Baldursson Þegar á heildina er litið virðist þetta tíambil fara mjög vel af stað og veiðin í sumum ánum minnir á metsumarið 2015. Það stendur klárlega upp úr sú magnaða veið sem á sér stað í Urriðafossi en þar er talan að nálgast 600 laxa. Í Eystri Rangá er síðan meiri veiði en hefur þekkst áður á þessum tíma en í fyrradag veiddust 55 laxar í ánni og það er ekkert lát á veiðum þar. Það eina sem gæti mögulega hamlað stighækkandi veiðitölum þar er ef hún færi í lit. Ytri Rangá er að sama skapi að koma inn núna með 20-30 laxa daga og þar verða menn varir við sterkari göngur síðustu daga. Stóra Laxá opnaði síðan með stæl og hefur opnunin þar sjaldan eða aldrei verið jafn góð. Á vesturlandi virðist vera góður stígandi í veiðinni í vel flestum ánum, Langá, Norðurá og meira að segja Hítará eru að fá góðar göngur. Laxá í Dölum er að sama skapi að fá góðar göngur og veiðin þar verið fín frá fyrsta degi. Á norðvesturlandi eru Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará á góðu róli það er það sama á norðausturlandi þar sem til dæmis opnun Hofsár var frábær og Sandá, Hafralónsá, Svalbarðsá og Jökla bara svo nokkrar séu nefndar hafa farið mjög vel af stað. Nú er stóri júlístraumurinn 9. júlí og það verður spennandi að sjá hverju hann skilar í árnar. Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Þegar á heildina er litið virðist þetta tíambil fara mjög vel af stað og veiðin í sumum ánum minnir á metsumarið 2015. Það stendur klárlega upp úr sú magnaða veið sem á sér stað í Urriðafossi en þar er talan að nálgast 600 laxa. Í Eystri Rangá er síðan meiri veiði en hefur þekkst áður á þessum tíma en í fyrradag veiddust 55 laxar í ánni og það er ekkert lát á veiðum þar. Það eina sem gæti mögulega hamlað stighækkandi veiðitölum þar er ef hún færi í lit. Ytri Rangá er að sama skapi að koma inn núna með 20-30 laxa daga og þar verða menn varir við sterkari göngur síðustu daga. Stóra Laxá opnaði síðan með stæl og hefur opnunin þar sjaldan eða aldrei verið jafn góð. Á vesturlandi virðist vera góður stígandi í veiðinni í vel flestum ánum, Langá, Norðurá og meira að segja Hítará eru að fá góðar göngur. Laxá í Dölum er að sama skapi að fá góðar göngur og veiðin þar verið fín frá fyrsta degi. Á norðvesturlandi eru Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Víðidalsá og Miðfjarðará á góðu róli það er það sama á norðausturlandi þar sem til dæmis opnun Hofsár var frábær og Sandá, Hafralónsá, Svalbarðsá og Jökla bara svo nokkrar séu nefndar hafa farið mjög vel af stað. Nú er stóri júlístraumurinn 9. júlí og það verður spennandi að sjá hverju hann skilar í árnar.
Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði