Lifnar yfir Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2020 09:41 Tveir laxar þreyttir á sama tíma í Djúpós í Ytri Rangá Ytri Rangá er samkvæmt okkar fréttum að komast á flug líka eins og systur áin en það er sama sagan í Ytri að síðustu tvær dagar hafa verið mjög fínir. Í gærmorgun komu 17 á land á morgunvaktinni og 18 laxar sem sluppu. Töluvert hefur verið að sjást af laxi síðustu tvo dagana á neðri svæðunum og greinilegt að það er mikil ferð á fiskinum. Aðstæður hafa verið góðar en eins og þeir sem þekkja Ytri Rangá vita er blíðskaparveður í þessa á oft besta veiðiveðrið. Þeir sem eiga leið í Ytri Rangá á næstunni ættu að prófa eitt. Það hefur nefnilega lengi loðað við ánna að nota sömu verkfæri og í Eystri, þ.e.a.s. sökkenda og mjög litríkar túpur. Aðstæður í ánum gætu þó ekki verið frábrugðnari þar sem Ytri er tær og fiskurinn sér flugurnar mjög vel. Ef þú átt leið í Ytri ætti þú að prófa eitt til dæmis í Rangárvaði, Djúpós, Tjarnarbrekkuflóti, Klöpp, já og meira að segja á breiðunni fyrir neðan Árbæjarfoss. Notaðu bara flotlínu, minnkaðu aðeins flugurnar og að síðustu farðu yfir veiðistaðinn með meðalstærð af Sunray á stuttu hröðu strippi. Með þessu færðu yfirborðstökur og það er varla nokkuð skemmtilegra í laxveiði en að horfa á hann rjúfa yfirborðið til að ráðast á fluguna. Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði
Ytri Rangá er samkvæmt okkar fréttum að komast á flug líka eins og systur áin en það er sama sagan í Ytri að síðustu tvær dagar hafa verið mjög fínir. Í gærmorgun komu 17 á land á morgunvaktinni og 18 laxar sem sluppu. Töluvert hefur verið að sjást af laxi síðustu tvo dagana á neðri svæðunum og greinilegt að það er mikil ferð á fiskinum. Aðstæður hafa verið góðar en eins og þeir sem þekkja Ytri Rangá vita er blíðskaparveður í þessa á oft besta veiðiveðrið. Þeir sem eiga leið í Ytri Rangá á næstunni ættu að prófa eitt. Það hefur nefnilega lengi loðað við ánna að nota sömu verkfæri og í Eystri, þ.e.a.s. sökkenda og mjög litríkar túpur. Aðstæður í ánum gætu þó ekki verið frábrugðnari þar sem Ytri er tær og fiskurinn sér flugurnar mjög vel. Ef þú átt leið í Ytri ætti þú að prófa eitt til dæmis í Rangárvaði, Djúpós, Tjarnarbrekkuflóti, Klöpp, já og meira að segja á breiðunni fyrir neðan Árbæjarfoss. Notaðu bara flotlínu, minnkaðu aðeins flugurnar og að síðustu farðu yfir veiðistaðinn með meðalstærð af Sunray á stuttu hröðu strippi. Með þessu færðu yfirborðstökur og það er varla nokkuð skemmtilegra í laxveiði en að horfa á hann rjúfa yfirborðið til að ráðast á fluguna.
Stangveiði Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði