Loksins lét Neville aftur sjá sig og óskaði Liverpool til hamingju Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 08:30 Gary Neville lét loksins sjá sig í gær. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið. Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar. Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær. „Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi. "I had to watch the video a few times to realise how many of you lot work in this company!" We've found @GNev2! Here are his thoughts on #LFC's Premier League title win... pic.twitter.com/sSiYHQ0AQK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“ „Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“ „Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“ „Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville. "He has turned £30m players into £130m players" @GNev2 pays tribute to Liverpool and Jurgen Klopp after their Premier League triumph More: https://t.co/2cECRDZngk pic.twitter.com/pdXZFvZ7bP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið. Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar. Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær. „Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi. "I had to watch the video a few times to realise how many of you lot work in this company!" We've found @GNev2! Here are his thoughts on #LFC's Premier League title win... pic.twitter.com/sSiYHQ0AQK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“ „Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“ „Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“ „Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville. "He has turned £30m players into £130m players" @GNev2 pays tribute to Liverpool and Jurgen Klopp after their Premier League triumph More: https://t.co/2cECRDZngk pic.twitter.com/pdXZFvZ7bP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sjá meira