Loksins lét Neville aftur sjá sig og óskaði Liverpool til hamingju Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 08:30 Gary Neville lét loksins sjá sig í gær. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið. Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar. Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær. „Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi. "I had to watch the video a few times to realise how many of you lot work in this company!" We've found @GNev2! Here are his thoughts on #LFC's Premier League title win... pic.twitter.com/sSiYHQ0AQK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“ „Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“ „Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“ „Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville. "He has turned £30m players into £130m players" @GNev2 pays tribute to Liverpool and Jurgen Klopp after their Premier League triumph More: https://t.co/2cECRDZngk pic.twitter.com/pdXZFvZ7bP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið. Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar. Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær. „Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi. "I had to watch the video a few times to realise how many of you lot work in this company!" We've found @GNev2! Here are his thoughts on #LFC's Premier League title win... pic.twitter.com/sSiYHQ0AQK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“ „Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“ „Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“ „Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville. "He has turned £30m players into £130m players" @GNev2 pays tribute to Liverpool and Jurgen Klopp after their Premier League triumph More: https://t.co/2cECRDZngk pic.twitter.com/pdXZFvZ7bP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira