Vali á bíl ársins seinkað fram á vor Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júní 2020 07:00 Jaguar I-Pace hlaut nafnbótina bíll ársins 2020. BÍBB/HAG Stjórn Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðun að gera breytingar á tilhögun varðandi val á bíl ársins á Íslandi. Valið verður fært til vormánaða, eins og áður var venja. Undanfarin ár hefur valið farið fram á haustmánuðum hvert ár. Áður en það varð venja var valið á vormánuðum og því er hverið að hverfa aftur til fortíðar með nýrri tímasetningu. Tilkynnt verður um val á bíl ársins í maí hér eftir. „Framleiðendur kynna jafnan nýjar gerðir á haustmánuðum sem koma oft á markað í október og nóvember. Af því leiðir að fjölmargar nýjar gerðir hafa ekki komist inn í forval né lokaval á Bíl ársins á Íslandi. Með því að færa lokavalið til frambúðar til vors telur stjórn BÍBB að valið endurspegli betur það úrval nýrra bíla sem í boði eru á Íslandi hverju sinni,“ segir í frétt á vef BÍBB um málið. Þá segir enn frekar að þrátt fyrir breytinguna geti umboðsaðilar tilnefnt bíla sem nú þegar eru komnir til landsins og ljóst er að verði komnir fyrir mánaðamótin mars/apríl ár hvert. Bíll ársins Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent
Stjórn Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðun að gera breytingar á tilhögun varðandi val á bíl ársins á Íslandi. Valið verður fært til vormánaða, eins og áður var venja. Undanfarin ár hefur valið farið fram á haustmánuðum hvert ár. Áður en það varð venja var valið á vormánuðum og því er hverið að hverfa aftur til fortíðar með nýrri tímasetningu. Tilkynnt verður um val á bíl ársins í maí hér eftir. „Framleiðendur kynna jafnan nýjar gerðir á haustmánuðum sem koma oft á markað í október og nóvember. Af því leiðir að fjölmargar nýjar gerðir hafa ekki komist inn í forval né lokaval á Bíl ársins á Íslandi. Með því að færa lokavalið til frambúðar til vors telur stjórn BÍBB að valið endurspegli betur það úrval nýrra bíla sem í boði eru á Íslandi hverju sinni,“ segir í frétt á vef BÍBB um málið. Þá segir enn frekar að þrátt fyrir breytinguna geti umboðsaðilar tilnefnt bíla sem nú þegar eru komnir til landsins og ljóst er að verði komnir fyrir mánaðamótin mars/apríl ár hvert.
Bíll ársins Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent