Mikið líf í Hítarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2020 08:15 Tekið á fiski í Hítarvatni. Mynd: Veiðikortið Veðrið um helgina skapaði þau skilyrði í mörgum vötnum að silungurinn kom upp á grynnra vatn í torfum til að éta og þá ber vel í veiði. Eitt af þeim mörgu vötnum sem lifnar ansi vel yfir þegar það er heitt í veðri er Hítarvatn og þeir sem þekkja vatnið vel fara ekki einu sinni þangað nema skilyrðin séu nákvæmlega þannig. Það þarf að hafa verið nokkuð hlýtt í alla vega fjóra fimm daga til að veiðin verði það góð að eftir því sé tekið. Þetta gerðist hjá nokkrum veiðimönnum um helgina. Vatnsstaðan í Hítarvatni er búin að vera nokkuð há og það þurfti þess vegna smá tíma til að komast um vatnið en þegar það lægði var nokkuð augljóst hvar fiskurinn var að safnast saman. Það sást mjög vel í fjölda vaka á vatninu þegar silungurinn var að taka flugur á yfirborðinu og ef þú sérð þetta þá er bara um að gera að elta torfuna. Við höfum heyrt af einum í það minnsta sem var með hátt í fimmtíu fiska eftir sunnudaginn og það voru fleiri með mjög góða veiði upp á tíu til tuttugu fiska eftir daginn. Það er langsamlega best að veiða á flugu í vatninu eða litla spinnera og það þarf oft ekkert að kasta mjög langt því silungurinn er oftar en ekki frekar nálægt landi. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Veðrið um helgina skapaði þau skilyrði í mörgum vötnum að silungurinn kom upp á grynnra vatn í torfum til að éta og þá ber vel í veiði. Eitt af þeim mörgu vötnum sem lifnar ansi vel yfir þegar það er heitt í veðri er Hítarvatn og þeir sem þekkja vatnið vel fara ekki einu sinni þangað nema skilyrðin séu nákvæmlega þannig. Það þarf að hafa verið nokkuð hlýtt í alla vega fjóra fimm daga til að veiðin verði það góð að eftir því sé tekið. Þetta gerðist hjá nokkrum veiðimönnum um helgina. Vatnsstaðan í Hítarvatni er búin að vera nokkuð há og það þurfti þess vegna smá tíma til að komast um vatnið en þegar það lægði var nokkuð augljóst hvar fiskurinn var að safnast saman. Það sást mjög vel í fjölda vaka á vatninu þegar silungurinn var að taka flugur á yfirborðinu og ef þú sérð þetta þá er bara um að gera að elta torfuna. Við höfum heyrt af einum í það minnsta sem var með hátt í fimmtíu fiska eftir sunnudaginn og það voru fleiri með mjög góða veiði upp á tíu til tuttugu fiska eftir daginn. Það er langsamlega best að veiða á flugu í vatninu eða litla spinnera og það þarf oft ekkert að kasta mjög langt því silungurinn er oftar en ekki frekar nálægt landi.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði