„Pommodoro“ tæknin, golfsveifla í tómu tjóni og öðruvísi sumar Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júní 2020 10:00 Magnús Sigurbjörnsson. Vísir/Vilhelm Það líður ekki sú vika að systir hans birtist ekki í fréttum en annað er upp á teningnum hjá Magnúsi Sigurbjörnssyni, bróður Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra, sem færri þekkja til, að minnsta kosti úr fjölmiðlum. Magnús starfar sem stafrænn ráðgjafi og viðurkennir í kaffispjalli helgarinnar að sveiflan hans í golfi er í tómi tjóni. Hann ætlar að ferðast eitthvað innanlands í sumar en bendir líka á að ekki megi vanmeta hvað það sé margt sem hægt er að gera á góðum sumardegi í borginni. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég hef verið að vinna með áttuna undanfarið. Allavega aldrei nógu snemma til að fara í ræktina.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Eiginlega eina venjan sem ég hef haft á morgnana síðan ég var lítill er að fara í sturtu. Ég mæti líklega frekar seint á fund en að klikka á sturtunni. Ég borða nánast aldrei morgunmat en finnst þó gott að fá mér einn sterkan espresso eða LGG+ svona aðeins til að stilla mig af, ef ég hef tíma. Annars er ég yfirleitt rokinn út og tel mig aldrei hafa tíma fyrir neitt. Ég á því langt í land til að komast í landslið morgunhana.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu þínu? „Það var nú sagt við mig um daginn að ég yrði hvað líklegastur af vinunum til að fara í frí erlendis svo það er spurning hvort ég taki það á kassann og kanni aðstæður. En það er ekki planið, planið er að taka smá túr um landið í lok júlí. Kíkja aðeins betur á Austurlandið og skoða mig betur um þar. Ég á talsvert inni þarna alveg austast og hef verið duglegri við að ferðast erlendis heldur en innanlands síðustu ár. Ég fékk smá uppfærslu á golfsettið í afmælisgjöf svo ég hugsa að ég spili aðeins meira golf. Sveiflan er ennþá í tómu tjóni en það er langtímamarkmið að laga hana. Svo má ekki vanmeta að taka smá ferðalag um Reykjavík. Ég ætla hiklaust að njóta veðurblíðunnar í Reykjavík, sem ég veit að verður góð, labba þessar líka ágætu göngugötur og kynnast veitingastöðum borgarinnar upp á nýtt. Þó þetta verði öðruvísi sumar fyrir flesta að þá hef ég litlar áhyggjur af því, þetta verður öðruvísi gott sumar.“ Um þessar mundir er Magnús að vinna að verkefni fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga sem snýst um stafræna þróun. Magnús er líka í meistaranámi í HR.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að vinna í tímabundnu verkefni núna fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga sem snýst að stafrænni þróun þeirra. Sveitarfélögin eru að átta sig betur og betur á því að það eru mörg verkefni framundan sem tengjast stafrænni þróun þeirra. Í þessari vegferð erum við að hvetja sveitarfélögin til aukins samstarfs því þau geta unnið betur saman að þessum verkefnum sem bæði sparar bæði vinnu og fjármuni til framtíðar. Ásamt því er ég í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík og sinni ráðgjöf í stafrænni markaðsetningu. Samfélagsmiðlarnir eru aðeins að metta sig eftir að hafa verið til í stöðugum vexti í rúmlega áratug. Þó að flestir séu alltaf á Facebook þá eru nýir miðlar að festa sig í sessi hjá yngstu kynslóðinni og þau forðast Facebook. Fyrirtæki þurfa að vera á tánum á svo mörgum vígstöðum í dag ef þau vilja ná til allra þannig að það borgar sig að vera skipulagður og að vera á þeim miðlum sem að fyrirtækin vita að þau geti sinnt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar „deadline”-drifinn og ég skipulegg mig í kringum hvernig dagurinn byggist upp. Ég reyni að ramma verkefnin mín inn eftir því hversu löng þau eru og tækla þau í skrefum. Mér finnst gott að nota „pommodoro” tæknina stundum, það er að ákveða að hverju þú ætlar að vinna að, vinnur í 25 mínútur að því verkefni og tekur svo smá hlé. Það gefur manni góða einbeitingu sérstaklega þegar áreitnin í dag eru orðin svo mikil að maður er byrjaður að nota Do Not Disturb á símanum til að fá þessa tækni til að virka sem skildi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er varla slökkt á mér fyrr en um eitt. Ég held ég þurfi eitthvað að fara að endurskoða það til þess að ég geti átt meiri tíma á morgnana.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og þessa helgina segir Dögg Hjaltalín bókaútgefandi okkur frá uppáhalds laxveiðiánnum sínum, helstu verkefnunum og fleira. 13. júní 2020 10:00 Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni. 6. júní 2020 10:00 Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það líður ekki sú vika að systir hans birtist ekki í fréttum en annað er upp á teningnum hjá Magnúsi Sigurbjörnssyni, bróður Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra, sem færri þekkja til, að minnsta kosti úr fjölmiðlum. Magnús starfar sem stafrænn ráðgjafi og viðurkennir í kaffispjalli helgarinnar að sveiflan hans í golfi er í tómi tjóni. Hann ætlar að ferðast eitthvað innanlands í sumar en bendir líka á að ekki megi vanmeta hvað það sé margt sem hægt er að gera á góðum sumardegi í borginni. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég hef verið að vinna með áttuna undanfarið. Allavega aldrei nógu snemma til að fara í ræktina.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Eiginlega eina venjan sem ég hef haft á morgnana síðan ég var lítill er að fara í sturtu. Ég mæti líklega frekar seint á fund en að klikka á sturtunni. Ég borða nánast aldrei morgunmat en finnst þó gott að fá mér einn sterkan espresso eða LGG+ svona aðeins til að stilla mig af, ef ég hef tíma. Annars er ég yfirleitt rokinn út og tel mig aldrei hafa tíma fyrir neitt. Ég á því langt í land til að komast í landslið morgunhana.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu þínu? „Það var nú sagt við mig um daginn að ég yrði hvað líklegastur af vinunum til að fara í frí erlendis svo það er spurning hvort ég taki það á kassann og kanni aðstæður. En það er ekki planið, planið er að taka smá túr um landið í lok júlí. Kíkja aðeins betur á Austurlandið og skoða mig betur um þar. Ég á talsvert inni þarna alveg austast og hef verið duglegri við að ferðast erlendis heldur en innanlands síðustu ár. Ég fékk smá uppfærslu á golfsettið í afmælisgjöf svo ég hugsa að ég spili aðeins meira golf. Sveiflan er ennþá í tómu tjóni en það er langtímamarkmið að laga hana. Svo má ekki vanmeta að taka smá ferðalag um Reykjavík. Ég ætla hiklaust að njóta veðurblíðunnar í Reykjavík, sem ég veit að verður góð, labba þessar líka ágætu göngugötur og kynnast veitingastöðum borgarinnar upp á nýtt. Þó þetta verði öðruvísi sumar fyrir flesta að þá hef ég litlar áhyggjur af því, þetta verður öðruvísi gott sumar.“ Um þessar mundir er Magnús að vinna að verkefni fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga sem snýst um stafræna þróun. Magnús er líka í meistaranámi í HR.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að vinna í tímabundnu verkefni núna fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga sem snýst að stafrænni þróun þeirra. Sveitarfélögin eru að átta sig betur og betur á því að það eru mörg verkefni framundan sem tengjast stafrænni þróun þeirra. Í þessari vegferð erum við að hvetja sveitarfélögin til aukins samstarfs því þau geta unnið betur saman að þessum verkefnum sem bæði sparar bæði vinnu og fjármuni til framtíðar. Ásamt því er ég í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík og sinni ráðgjöf í stafrænni markaðsetningu. Samfélagsmiðlarnir eru aðeins að metta sig eftir að hafa verið til í stöðugum vexti í rúmlega áratug. Þó að flestir séu alltaf á Facebook þá eru nýir miðlar að festa sig í sessi hjá yngstu kynslóðinni og þau forðast Facebook. Fyrirtæki þurfa að vera á tánum á svo mörgum vígstöðum í dag ef þau vilja ná til allra þannig að það borgar sig að vera skipulagður og að vera á þeim miðlum sem að fyrirtækin vita að þau geti sinnt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar „deadline”-drifinn og ég skipulegg mig í kringum hvernig dagurinn byggist upp. Ég reyni að ramma verkefnin mín inn eftir því hversu löng þau eru og tækla þau í skrefum. Mér finnst gott að nota „pommodoro” tæknina stundum, það er að ákveða að hverju þú ætlar að vinna að, vinnur í 25 mínútur að því verkefni og tekur svo smá hlé. Það gefur manni góða einbeitingu sérstaklega þegar áreitnin í dag eru orðin svo mikil að maður er byrjaður að nota Do Not Disturb á símanum til að fá þessa tækni til að virka sem skildi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er varla slökkt á mér fyrr en um eitt. Ég held ég þurfi eitthvað að fara að endurskoða það til þess að ég geti átt meiri tíma á morgnana.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og þessa helgina segir Dögg Hjaltalín bókaútgefandi okkur frá uppáhalds laxveiðiánnum sínum, helstu verkefnunum og fleira. 13. júní 2020 10:00 Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni. 6. júní 2020 10:00 Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og þessa helgina segir Dögg Hjaltalín bókaútgefandi okkur frá uppáhalds laxveiðiánnum sínum, helstu verkefnunum og fleira. 13. júní 2020 10:00
Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni. 6. júní 2020 10:00
Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00
Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00