Veiði hafin í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2020 09:47 Veiði hófst í Veiðivötnum í morgun Mynd: Atli Bergman Veiði hófst í Veiðivötnum í morgun en vatnasvæðið er án efa eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og því margir sem bíða spenntir eftir fréttum þaðan. Við erum búin að fylgjast með Facebook fyllast af myndum frá veiðimönnum sem eru við vötnin í dag og það virðist vera fín veiði ef tekið er mið af þeim fjölda fiska sem eru á myndunum. Við erum búin að heyra af veiði í helstu vötnum eins og Litla Sjó, Hrauvötnum, Fossvötnum og Snjóölduvatni en veiðimaður sem er þar á ferð var þegar kominn með nokkrar bleikjur í morgun og í tvígang með tvær á í einu en þá er veitt á flugu með dropper. Veðrið hefur verið meðágætum við vötnin í dag en spáin um helgina segir að það fari að blása aðeins. Það er ekkert verra því þegar það fer að blása til dæmis við Litlasjó er oft best að kasta upp í vindinn því urriðinn kemur þá gjarnan mjög nálægt landi og er að elta hornsíli. Við þessar aðstæður virkar Black Ghost á Intermediate línu til dæmis oft mjög vel. Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði
Veiði hófst í Veiðivötnum í morgun en vatnasvæðið er án efa eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og því margir sem bíða spenntir eftir fréttum þaðan. Við erum búin að fylgjast með Facebook fyllast af myndum frá veiðimönnum sem eru við vötnin í dag og það virðist vera fín veiði ef tekið er mið af þeim fjölda fiska sem eru á myndunum. Við erum búin að heyra af veiði í helstu vötnum eins og Litla Sjó, Hrauvötnum, Fossvötnum og Snjóölduvatni en veiðimaður sem er þar á ferð var þegar kominn með nokkrar bleikjur í morgun og í tvígang með tvær á í einu en þá er veitt á flugu með dropper. Veðrið hefur verið meðágætum við vötnin í dag en spáin um helgina segir að það fari að blása aðeins. Það er ekkert verra því þegar það fer að blása til dæmis við Litlasjó er oft best að kasta upp í vindinn því urriðinn kemur þá gjarnan mjög nálægt landi og er að elta hornsíli. Við þessar aðstæður virkar Black Ghost á Intermediate línu til dæmis oft mjög vel.
Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði