Dusty hefja leika á Norður-Evrópu mótinu í League of Legends og verða í beinni á BBC Anton Ingi Leifsson skrifar 17. júní 2020 13:30 Dusty hefur leik í alvöru stórmóti í kvöld. vísir Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum). Rafíþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt rafíþróttalið keppir á erlendri grundu í jafn stóru móti og um ræðir og er því viðeigandi að það skref sé stigið á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Fyrsti leikur Dusty á mótinu er í dag kl 18:00 á íslenskum tíma gegn danska stórliðinu Tricked og er hann sýndur á BBC sport. En einnig er hægt að horfa á hann í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni (www.twitch.tv/nlclol). Páll Legions fyrsti leikmaður landsins til að vera á atvinnumannasamning hjá íslensku liði er mjög spenntur fyrir þessu tímabili. „Þetta er auðvitað bara geggjað að íslenskt lið sé komið í svona stóra deild og rosaleg viðurkenning fyrir Dusty að fá boð í svona stóra deild, ég hugsa að það sé bara erfitt að átta sig á stærðinni á þessu, BBC Sport er að sýna frá leikjunum okkar. En það er mikil spenna í hópnum en okkur hlakkar til að takast á við stærstu liðin í Evrópu,“ sagði Páll. Dusty tryggði sér þátttöku í mótinu eftir að hafa vakið eftirtektir í smærri mótum síðastliðna árið og fékk boð um að taka þátt. Í mótinu má finna tólf af stærstu rafíþróttaliðum Norðurlandanna og Bretlandseyja, mótið er það næst stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Aðeins League of Legends European Champinship mótið er stærra, en í það mót er einungis hægt að komast með því að fjárfesta í svokölluðum í sérleyfi. En til gamans má geta að slík sérleyfi kosta rúmlega milljarð íslenskra króna. Allar upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu NLC á nlc.gg. Einnig má finna ýmsar tilkynningar og skemmtilegt efni á miðlum Dusty (@dustyiceland á öllum samfélagsmiðlum).
Rafíþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti