Tesla Model S mun komast yfir 640 kílómetra á einni hleðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. júní 2020 07:00 Tesla Model S fyrir utan Tesla-verksmiðjuna í Kaliforníu. Vísir/AP Frelsið sem felst í að komast hvert sem er er stór hluti af hugsjón Tesla. Frá 15. júní munu allir Model S Long Range seldir í Norður-Ameríku hafa yfir 640 km drægni. Það er nærri því 20% aukning frá því sem áður var. Frá því Tesla kynnti Model S sem komst yfir 420 km, árið 2012 hefur hverjum einasta steini verið velt við til að reyna að skapa besta mögulega götubílinn segir í fréttatilkynningu frá Tesla. Léttari Massi er óvinur skilvirkninnar og frammistöðunnar. Léttari bíll mun skila meiri drægni og betri frammistöðu. Tesla hefur gengið langt í að létta íhluti bílsins. Þá nýtur Model S nú góðs af lærdómum Tesla við smíði á Model 3 og Model X. Nýjar felgur Nýjar felgur með betri loftflæðishönnun ásamt nýju sérhönnuðu dekki skila samtals um 2% aukningu í drægni á hraðbrautum. Aukin endurhleðsla við hemlun HOLD, sem er nýjasta akstursstillingin hjá Tesla, hægir á bílnum þegar inngjöfinni er sleppt. Endurheimt í gegnum hemlun virkar nú á lægri hraða en áður. Vistvænir bílar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent
Frelsið sem felst í að komast hvert sem er er stór hluti af hugsjón Tesla. Frá 15. júní munu allir Model S Long Range seldir í Norður-Ameríku hafa yfir 640 km drægni. Það er nærri því 20% aukning frá því sem áður var. Frá því Tesla kynnti Model S sem komst yfir 420 km, árið 2012 hefur hverjum einasta steini verið velt við til að reyna að skapa besta mögulega götubílinn segir í fréttatilkynningu frá Tesla. Léttari Massi er óvinur skilvirkninnar og frammistöðunnar. Léttari bíll mun skila meiri drægni og betri frammistöðu. Tesla hefur gengið langt í að létta íhluti bílsins. Þá nýtur Model S nú góðs af lærdómum Tesla við smíði á Model 3 og Model X. Nýjar felgur Nýjar felgur með betri loftflæðishönnun ásamt nýju sérhönnuðu dekki skila samtals um 2% aukningu í drægni á hraðbrautum. Aukin endurhleðsla við hemlun HOLD, sem er nýjasta akstursstillingin hjá Tesla, hægir á bílnum þegar inngjöfinni er sleppt. Endurheimt í gegnum hemlun virkar nú á lægri hraða en áður.
Vistvænir bílar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent