Óttast aukinn barnadauða vegna áhrifa farsóttarinnar á heilbrigðisþjónustu Heimsljós 15. júní 2020 12:39 UNICEF/ Huwais „Aukist vannæring meðal barna og dragist yfirstandandi truflanir á lífsnauðsynlegri heilbrigðis- og næringarþjónustu á langinn áætlum við að 51 þúsund börn undir fimm ára aldri gætu látið lífið fyrir árslok 2020,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem felur í sér svarta spá um grunnheilbrigðisþjónustu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. „Heimsfaraldur COVID-19 er að setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfi á svæðinu. Grunnheilbrigðisþjónusta hefur dregist saman eða raskast verulega í fjölmörgum löndum,“ segja Ted Chaiban yfirmaður UNICEF í Miðausturlöndum og N-Afríku og Dr. Ahmed Al-Mandhari svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í þessum heimshluta í yfirlýsingu sem birtist í morgun. Þeir segja að þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg tilfelli af COVID-19 í börnum á svæðinu sé augljóst mál að heimsfaraldurinn hafi veruleg bein áhrif á börn í þessum heimshluta. Fyrir spár gerðu ráð fyrir að 133 þúsund börn undir fimm ára aldri létust á svæðinu á næstu sex mánuðum. Með þessari aukningu gætu dauðsföllin því orðið alls 184 þúsund og þýða gríðarlega afturför í þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn barnadauða á svæðinu síðustu tvo áratugi. UNICEF segir í frétt að nokkrir samverkandi þættir geti leitt til þessarar skelfilegu niðurstöðu, að mati Chaiban og Mandhari, þar á meðal mannekla, gríðarlegt álag á heilbrigðisstarfsmönnum og skortur á gögnum, tækjum og tólum. Lokanir, ferðatakmarkanir og efnahagshömlur dragi einnig úr aðgengi íbúa að heilsugæslu. Ótti við smit sem geri það að verkum að mæður og börn eigi á hættu að verða af mikilvægri þjónustu á borð við bólusetningar, meðhöndlun á sýkingum í nýburum og ýmsum barnasjúkdómum, meðgönguvernd, sængurleguþjónustu og næringaraðstoð. „En við getum afstýrt þessari skelfilegu sviðsmynd og hjálpað tugþúsundum barna að fagna fimm ára afmæli sínu með ástvinum og fjölskyldu,“ segir í fréttinni þar sem birtur er aðgerðalisti um breytingar sem WHO og UNICEF kalla eftir: Bólusetningar- og næringarverkefni verði örugglega komið á að fullu með tilheyrandi varúðarráðstöfunum gagnvart smithættu og viðeigandi sóttvörnum. Forgangsraða og hafa milligöngu um aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn, sérstaklega þau sem verst standa og eru berskjölduð. Til þess þarf mannskap og hjálpargögn. Útvega þarf neyðarteymum í það minnsta lágmarksbúnað til smitvarna, eins og hlífðarfatnað og hreinlætisvörur. Fjárfesta þarf í skilvirkri opinberri upplýsingagjöf til samfélaganna til að auka traust á heilbrigðiskerfið og hvetja fjölskyldur til að leita sér aðstoðar ef eitthvað kemur upp á. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent
„Aukist vannæring meðal barna og dragist yfirstandandi truflanir á lífsnauðsynlegri heilbrigðis- og næringarþjónustu á langinn áætlum við að 51 þúsund börn undir fimm ára aldri gætu látið lífið fyrir árslok 2020,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem felur í sér svarta spá um grunnheilbrigðisþjónustu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. „Heimsfaraldur COVID-19 er að setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfi á svæðinu. Grunnheilbrigðisþjónusta hefur dregist saman eða raskast verulega í fjölmörgum löndum,“ segja Ted Chaiban yfirmaður UNICEF í Miðausturlöndum og N-Afríku og Dr. Ahmed Al-Mandhari svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í þessum heimshluta í yfirlýsingu sem birtist í morgun. Þeir segja að þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg tilfelli af COVID-19 í börnum á svæðinu sé augljóst mál að heimsfaraldurinn hafi veruleg bein áhrif á börn í þessum heimshluta. Fyrir spár gerðu ráð fyrir að 133 þúsund börn undir fimm ára aldri létust á svæðinu á næstu sex mánuðum. Með þessari aukningu gætu dauðsföllin því orðið alls 184 þúsund og þýða gríðarlega afturför í þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn barnadauða á svæðinu síðustu tvo áratugi. UNICEF segir í frétt að nokkrir samverkandi þættir geti leitt til þessarar skelfilegu niðurstöðu, að mati Chaiban og Mandhari, þar á meðal mannekla, gríðarlegt álag á heilbrigðisstarfsmönnum og skortur á gögnum, tækjum og tólum. Lokanir, ferðatakmarkanir og efnahagshömlur dragi einnig úr aðgengi íbúa að heilsugæslu. Ótti við smit sem geri það að verkum að mæður og börn eigi á hættu að verða af mikilvægri þjónustu á borð við bólusetningar, meðhöndlun á sýkingum í nýburum og ýmsum barnasjúkdómum, meðgönguvernd, sængurleguþjónustu og næringaraðstoð. „En við getum afstýrt þessari skelfilegu sviðsmynd og hjálpað tugþúsundum barna að fagna fimm ára afmæli sínu með ástvinum og fjölskyldu,“ segir í fréttinni þar sem birtur er aðgerðalisti um breytingar sem WHO og UNICEF kalla eftir: Bólusetningar- og næringarverkefni verði örugglega komið á að fullu með tilheyrandi varúðarráðstöfunum gagnvart smithættu og viðeigandi sóttvörnum. Forgangsraða og hafa milligöngu um aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn, sérstaklega þau sem verst standa og eru berskjölduð. Til þess þarf mannskap og hjálpargögn. Útvega þarf neyðarteymum í það minnsta lágmarksbúnað til smitvarna, eins og hlífðarfatnað og hreinlætisvörur. Fjárfesta þarf í skilvirkri opinberri upplýsingagjöf til samfélaganna til að auka traust á heilbrigðiskerfið og hvetja fjölskyldur til að leita sér aðstoðar ef eitthvað kemur upp á. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent