Allar helstu stiklur PS5 kynningarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 11:38 Sony kynnti í gær nýja leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 5, sem kemur á markað seinna á þessu ári. Þar að auki kynnti fyrirtækið fjölda leikja sem verða gefnir út fyrir leikjatölvuna og þar af margir sem verða eingöngu gefnir út fyrir PS5. Hér að neðan má sjá það helsta sem kom fram á kynningarfundinum í gær. (Ég hætti að nenna að skrifa um hverja stiklu fyrir sig þegar á leið við gerð þessarar samantektar. Þið fyrirgefið mér það vonandi.) Byrjum á leikjatölvunni sjálfri. Hún verður gefin út í tveimur útgáfum til að byrja með og verður önnur útgáfan ekki með geisladrifi. Vert er að ítreka að hægt er að leggja tölvuna á hliðina. Sjá einnig: PlayStation 5 kemur á markað í ár Ekkert hefur verið gefið upp varðandi verð tölvanna eða fylgihlutanna. Grand Theft Auto 5 Sony byrjaði á því að kynna að Rockstar Games væru að vinna að því að breyta Grand Theft Auto 5 fyrir PS5. Það er nokkuð merkilegt þar sem GTA5 kom fyrst út árið árið 2015 og á PS3. Hann hefur þegar verið endurgerður fyrir bæði PS4 og PC. GTA5 er dýrasti tölvuleikur sem hefur verið framleiddur en hann varð arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar árið 2018 og er hann enn að seljast vel. Til að mynda var hann boðinn ókeypis í leikjaveitu Epic Games á dögunum. Svo margir reyndu að nýta sér tilboðið að leikjaveitan hrundi um tíma. Nú á sem sagt að endurgera leikinn enn á ný. Forsvarsmenn Rockstar heita því að leikurinn verði „útvíkkaður og endurbættur“ með betri grafík og spilun. Þá stendur einnig til að gefa sérstaklega út fjölspilunarhluta leiksins seinna á næsta ári. Horizon Forbidden West Horizon Forbidden West er framhald leiksins Horizon Zero Dawn, sem naut mikilla vinsælda þegar hann kom út árið 2017. Sögu Aloy verður haldið þar áfram þar sem hún þarf að berjast gegn risaeðluvélmennum á nýjan leik, að þessu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna. Fregnir hafa borist af því að Sony hafi gert samning við Guerrilla Games að gera þríleik úr þessum söguheimi og þar að auki verður Zero Dawn gefinn út fyrir PC tölvur í sumar. Marvel's Spider-Man: Miles Morales Sony kynnti einnig aukapakka við hinn vinsæla, og einkar góða, Marvel's Spider-Man frá 2018. Sá leikur verður uppfærður fyrir PS5 og honum mun fylgja aukapakki um Miles Morales. Í fyrstu eftir að stiklan var sýnd í gær héldu margir að um nýjan leik væri að ræða en Sony leiðrétti það þó. Ratchet & Clank: Rift Apart Hið geysivinsæla tvíeyki Ratchet og Clank snúa aftur. Að þessu sinni virðast þeir þurfa að bjarga fjölmörgum víddum frá eyðingu en fyrsti leikurinn um þá kom út árið 2002 fyrir PS2. Í kjölfarið hafa fjölmargir leikir verið framleiddir en sá síðasti var endurgerð á þeim upprunalega og kom hann út árið 2016. Gran Turismo 7 Kappakstursserían Gran Turismo er orðin mjög langlíf en fyrsti leikurinn kom út árið 1997. Nú er komið að sjöunda leiknum og sýndi Sony í gær hvernig hann mun líta út. Hitman 3 Sjö, fjörutíu og sjö, snýr aftur í þriðja leiknum eftir að serían um launmorðingjan vinsæla var endurræst. Sony sýndi í gær stutta stiklu frá IO Interactive þar sem sjá má 47 eiga smá „bráðin verður rándýrið“ móment í skógi og svo var önnur stikla sýnd þar sem launmorðinginn vinnur að því að drepa einhvern í Dubai. Resident Evil 8 Capcom vinnur nú að gerð nýs leikjar í Resident Evil seríunni og að þessu sinni ber leikurinn heitið Resident Evil 8 og er hann framhald af RE7, eðli málsins samkvæmt. Um fyrstu persónuleik er að ræða, eins og RE7, og á hann að koma út á næsta ári. Demon Souls Starfsmenn From Software vinna nú að því að endurgera fyrsts Souls leikinn fyrir PS5. Stutt stikla var sýnd í gær sem virðist þó ekki sýna neina spilun. Deathloop Sony sýndi einnig áhugaverða stiklu úr leiknum Deathloop, sem er frá sömu aðilum og gerðu Dishonored og Prey. Í stuttu máli sagt, þá setja spilarar sig í spor launmorðingjans Colt. Hann er fastur í tímalykkju á dularfrullri eyju og eina leið hans til að rjúfa lykkjuna er að drepa átta skotmörk á einum degi. Útlit leikjarins svipar mjög til Dishonored leikjanna, sem er ekki slæmt. Godfall Project Athia Returnal Sackboy: A Big Adventure GhostWire: Tokyo Destruction Allstars Stray Kena: Bridge Of Spirits Oddworld Soulstorm NBA 2K21 Bugsnax Astro's Playroom Little Devil Inside Solar Ash Leikjavísir Sony Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Sony kynnti í gær nýja leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 5, sem kemur á markað seinna á þessu ári. Þar að auki kynnti fyrirtækið fjölda leikja sem verða gefnir út fyrir leikjatölvuna og þar af margir sem verða eingöngu gefnir út fyrir PS5. Hér að neðan má sjá það helsta sem kom fram á kynningarfundinum í gær. (Ég hætti að nenna að skrifa um hverja stiklu fyrir sig þegar á leið við gerð þessarar samantektar. Þið fyrirgefið mér það vonandi.) Byrjum á leikjatölvunni sjálfri. Hún verður gefin út í tveimur útgáfum til að byrja með og verður önnur útgáfan ekki með geisladrifi. Vert er að ítreka að hægt er að leggja tölvuna á hliðina. Sjá einnig: PlayStation 5 kemur á markað í ár Ekkert hefur verið gefið upp varðandi verð tölvanna eða fylgihlutanna. Grand Theft Auto 5 Sony byrjaði á því að kynna að Rockstar Games væru að vinna að því að breyta Grand Theft Auto 5 fyrir PS5. Það er nokkuð merkilegt þar sem GTA5 kom fyrst út árið árið 2015 og á PS3. Hann hefur þegar verið endurgerður fyrir bæði PS4 og PC. GTA5 er dýrasti tölvuleikur sem hefur verið framleiddur en hann varð arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar árið 2018 og er hann enn að seljast vel. Til að mynda var hann boðinn ókeypis í leikjaveitu Epic Games á dögunum. Svo margir reyndu að nýta sér tilboðið að leikjaveitan hrundi um tíma. Nú á sem sagt að endurgera leikinn enn á ný. Forsvarsmenn Rockstar heita því að leikurinn verði „útvíkkaður og endurbættur“ með betri grafík og spilun. Þá stendur einnig til að gefa sérstaklega út fjölspilunarhluta leiksins seinna á næsta ári. Horizon Forbidden West Horizon Forbidden West er framhald leiksins Horizon Zero Dawn, sem naut mikilla vinsælda þegar hann kom út árið 2017. Sögu Aloy verður haldið þar áfram þar sem hún þarf að berjast gegn risaeðluvélmennum á nýjan leik, að þessu sinni á vesturströnd Bandaríkjanna. Fregnir hafa borist af því að Sony hafi gert samning við Guerrilla Games að gera þríleik úr þessum söguheimi og þar að auki verður Zero Dawn gefinn út fyrir PC tölvur í sumar. Marvel's Spider-Man: Miles Morales Sony kynnti einnig aukapakka við hinn vinsæla, og einkar góða, Marvel's Spider-Man frá 2018. Sá leikur verður uppfærður fyrir PS5 og honum mun fylgja aukapakki um Miles Morales. Í fyrstu eftir að stiklan var sýnd í gær héldu margir að um nýjan leik væri að ræða en Sony leiðrétti það þó. Ratchet & Clank: Rift Apart Hið geysivinsæla tvíeyki Ratchet og Clank snúa aftur. Að þessu sinni virðast þeir þurfa að bjarga fjölmörgum víddum frá eyðingu en fyrsti leikurinn um þá kom út árið 2002 fyrir PS2. Í kjölfarið hafa fjölmargir leikir verið framleiddir en sá síðasti var endurgerð á þeim upprunalega og kom hann út árið 2016. Gran Turismo 7 Kappakstursserían Gran Turismo er orðin mjög langlíf en fyrsti leikurinn kom út árið 1997. Nú er komið að sjöunda leiknum og sýndi Sony í gær hvernig hann mun líta út. Hitman 3 Sjö, fjörutíu og sjö, snýr aftur í þriðja leiknum eftir að serían um launmorðingjan vinsæla var endurræst. Sony sýndi í gær stutta stiklu frá IO Interactive þar sem sjá má 47 eiga smá „bráðin verður rándýrið“ móment í skógi og svo var önnur stikla sýnd þar sem launmorðinginn vinnur að því að drepa einhvern í Dubai. Resident Evil 8 Capcom vinnur nú að gerð nýs leikjar í Resident Evil seríunni og að þessu sinni ber leikurinn heitið Resident Evil 8 og er hann framhald af RE7, eðli málsins samkvæmt. Um fyrstu persónuleik er að ræða, eins og RE7, og á hann að koma út á næsta ári. Demon Souls Starfsmenn From Software vinna nú að því að endurgera fyrsts Souls leikinn fyrir PS5. Stutt stikla var sýnd í gær sem virðist þó ekki sýna neina spilun. Deathloop Sony sýndi einnig áhugaverða stiklu úr leiknum Deathloop, sem er frá sömu aðilum og gerðu Dishonored og Prey. Í stuttu máli sagt, þá setja spilarar sig í spor launmorðingjans Colt. Hann er fastur í tímalykkju á dularfrullri eyju og eina leið hans til að rjúfa lykkjuna er að drepa átta skotmörk á einum degi. Útlit leikjarins svipar mjög til Dishonored leikjanna, sem er ekki slæmt. Godfall Project Athia Returnal Sackboy: A Big Adventure GhostWire: Tokyo Destruction Allstars Stray Kena: Bridge Of Spirits Oddworld Soulstorm NBA 2K21 Bugsnax Astro's Playroom Little Devil Inside Solar Ash
Leikjavísir Sony Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira