Fer með hlutverk „viðurstyggilegs“ íslensks seðlabankastjóra í Eurovision-myndinni Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:03 Mikael Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í fjölmörgum kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Getty Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. Sænskir fjölmiðlar visa í tilkynningu frá Persbrandt í morgun þar sem segir að hann muni fara með hlutverk Victor Karlsson seðlabankastjóra. „Það er með mikilli ánægju að hafa fengið að ganga til liðs við hið stórkostlega leikaralið til að leika hinn viðurstyggilega Victor Karlsson í þessari sögu um hinn stórkostlega Eurovision-heim,“ segir Persbrandt í yfirlýsingu. Þekktur úr Beck-myndunum Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Hann hefur einnig farið með hlutverk í myndunum In a Better World og Hobbitanum. Sömuleiðis fer hann með hlutverk í Netflix-þáttunum Sex Education. Í Eurovision-myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku söngvaranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem hafa það að markmiði að landa langþráðum sigri í Eurovision fyrir Íslands hönd. watch on YouTube Bond-leikarinn Pierce Brosnan og Dan Stevens úr Downton Abbey fara einnig með hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er David Dobkin sem hefur það meðal annars á ferilskránni að hafa leikstýrt myndunum Wedding Crashers og Shanghai Knights. Fjöldi íslenskra leikara Að auki fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Tómas Lemerquis og Björn Hlynur Haraldsson. Persbrandt er ekki einni Svíinn sem kemur við sögu við gerð myndarinnar en í síðasta mánuði var sagt frá því að sænska söngkonan Molly Sandén væri sú sem syngi rödd persónu Rachel McAdams í framlagi Íslendinga í myndinni – laginu Volcano Man. Myndin verður frumsýnd 26. júní. Eurovision-mynd Will Ferrell Seðlabankinn Tengdar fréttir Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31 Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sænski stórleikarinn Mikael Persbrandt mun fara með hlutverk íslenska seðlabankastjórans í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem frumsýnd verður eftir rúmar tvær vikur. Sænskir fjölmiðlar visa í tilkynningu frá Persbrandt í morgun þar sem segir að hann muni fara með hlutverk Victor Karlsson seðlabankastjóra. „Það er með mikilli ánægju að hafa fengið að ganga til liðs við hið stórkostlega leikaralið til að leika hinn viðurstyggilega Victor Karlsson í þessari sögu um hinn stórkostlega Eurovision-heim,“ segir Persbrandt í yfirlýsingu. Þekktur úr Beck-myndunum Persbrandt ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugur en hann hefur farið með hlutverk Gunvald Larsson í kvikmyndunum um sænska lögreglumanninn Beck. Hann hefur einnig farið með hlutverk í myndunum In a Better World og Hobbitanum. Sömuleiðis fer hann með hlutverk í Netflix-þáttunum Sex Education. Í Eurovision-myndinni fara þau Will Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku söngvaranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem hafa það að markmiði að landa langþráðum sigri í Eurovision fyrir Íslands hönd. watch on YouTube Bond-leikarinn Pierce Brosnan og Dan Stevens úr Downton Abbey fara einnig með hlutverk í myndinni en leikstjóri hennar er David Dobkin sem hefur það meðal annars á ferilskránni að hafa leikstýrt myndunum Wedding Crashers og Shanghai Knights. Fjöldi íslenskra leikara Að auki fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Tómas Lemerquis og Björn Hlynur Haraldsson. Persbrandt er ekki einni Svíinn sem kemur við sögu við gerð myndarinnar en í síðasta mánuði var sagt frá því að sænska söngkonan Molly Sandén væri sú sem syngi rödd persónu Rachel McAdams í framlagi Íslendinga í myndinni – laginu Volcano Man. Myndin verður frumsýnd 26. júní.
Eurovision-mynd Will Ferrell Seðlabankinn Tengdar fréttir Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19 Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31 Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Syngur fyrir persónu Rachel McAdams í Volcano Man Huldukonan „My Marianne“ á engin önnur lög á steymisveitum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hvaða söngkona ætti kvenröddina í laginu Volcano Man. 25. maí 2020 12:19
Þetta eru Íslendingarnir sem leika í Eurovision myndinni Í lok júní verður nýjasta kvikmynd Will Ferrell, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, frumsýnd á Netflix. Myndin fjallar um þátttöku Íslands í keppninni. 19. maí 2020 13:31
Margur einlægur Eurovision-aðdáandinn sármóðgaður vegna myndbands Ferrells Formaður FÁSES segir fólki brugðið enda verið að gera grín að því allra heilagasta. 18. maí 2020 13:54