Ýmislegt sem við eldri strákarnir kunnum sem ungu Fylkisstrákarnir vita ekkert um Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 16:00 Magnús Árni Magnússon og Einar Ragnarsson eru klárir í slaginn um helgina. Vísir/FH FH er kannski komið óvænt alla leið í úrslit en leikmennirnir, Einar Ragnarsson og Magnús Árni Magnússon, hafa hins vegar mikla reynslu af því að keppa í Counter-strike á Íslandi. Einar Ragnarsson hefur sjö sinnum spilað til úrslita í CS:GO en mætir nú aftur í úrslitaleik eftir nokkra ára fjarveru. „Ég byrjaði að spila þennan leik fyrir fimmtán árum og mér finnst bara vera miklu meiri alvara í þessu núna með tilkomu íþróttafélaganna. Þú sérð ekki jafn mikið Mountain Dew gæjann sem spilar í kjallaranum hjá foreldrum sínum í 24 tíma á dag. Deildin í dag er líka orðin svo alvöru, umgjörðin kallar fram það besta í leikmönnum og það hafa sjaldan verið jafn margir flottir leikmenn í senunni,“ sagði Einar Ragnarsson hann upplifir það að sé meiri alvarleiki yfir allri tölvuleikjasenunni á Íslandi og lönin ekki jafn subbuleg og þau voru. „Það hefur svo mikið að segja að vera að spila fyrir hefðbundið íþróttalið, við höfum lært svo mikið um hvernig á að iðka þetta sport rétt,“ sagði Einar en hann segist hafa fengið stuðning frá foreldrum sínum. Var ekkert vinsæll unglingur að garga um miðjar nætur „Þá var auðveldara að eiga samtalið um það að maður ætti kannski að spila minna, því þau voru ekkert að reyna að fá mig bara til að hætta, bara hugsa um strákinn sinn. Ég var samt ekkert vinsæll unglingur að garga um miðjar nætur vekjandi alla,“ sagði Einar léttur. Magnús byrjaði að spila þegar hann var ellefu og tólf ára og þá með eldri frænda sínum. „Hérna áður fyrr þá var enginn til að kenna manni hvernig var best að æfa rafíþróttir, svo maður spilaði bara og spilaði. Allt of mikið örugglega oft á tíðum. En senan hefur þroskast svo mikið á stuttum tíma. Núna snýst þetta fyrst og fremst um að þegar þú ert að spila, þá ertu að spila til að bæta þig. Ég er alveg sammála Einari að með tilkomu félaganna hefur landslagið breyst rosalega í rafíþróttum,“ sagði Magnús og hann vill sjá unga spilara venja sig strax á réttu vinnubrögðin. Mamma og pabbi eru að komast inn í þetta „Nú er hægt að grípa unga spilara strax og kenna þeim að áhrifaríkasta leiðin til að bæta sig er ekki bara að spila endalaust heldur er það að hugsa um líkamann sinn og æfa sig rétt,“ sagði Magnús og það verður partý heima hjá bróður hans í kringum úrslitaleikinn. „Mamma og pabbi eru að komast inn í þetta og farin að horfa á Esport rásina. Það gefur manni rosa „boost“. Stóri bróðir minn ætlar líka að hafa partí heima hjá sér um helgina, grill og úrslitaleik,“ sagði Magnús. FH-liðið vann óvænt lið Dusty sem eru núverandi deildar- og bikarmeistarar. Þetta kom mörgum á óvörum en KR, Dusty og Fylkir hafa verið sterkustu liðin. Var það undirbúningurinn gegn Dusty sem gerði gæfumuninn? Þetta var ekki heppni „Við vissum að við erum orðnir mjög góðir en sigurinn á móti Dusty var bara staðfesting á okkar tilfinningu að við séum rosalega góðir. Þetta var ekki heppni eða svona „one-off“ viðburður. Við vorum bara betra liðið á servernum, þeir voru bara ekki betri en við og við sýndum það. Það er það versta sem gerist að efast um sjálfan sig áður en þú mætir til leiks,“ sagði Magnús. Á pappírnum eru stærri nöfn í Fylki og nokkrir stjörnuspilarar en hvernig líta FH-ingar á mótherjana í úrslitaleiknum. „Ég hef bara alltaf verið hræddastur við Aron Ólafsson, fyrrum formann Rafíþróttadeildarinnar en núna þegar hann er farinn að starfa fyrir RÍSÍ þá er ég ekki smeykur við neinn þarna í Árbænum,“ sagði Einar. „Fyrsta sem ég hugsaði var Leó Zogu sem var andlegi þjálfarinn þeirra í síðasta úrslitaleik á sviði. Þeir unnu líklega út af honum. Við erum ekkert smeykir við þessa leikmenn, bara baklandið þeirra. Nei en svona annars þá vitum við að þeir eru með leikmenn sem geta valdið okkur vandræðum en við trúum á það sem við höfum verið að gera og treystum hvorum öðrum. Það er ýmislegt við eldri strákarnir kunnum sem ungu Fylkisstrákarnir vita ekkert um,“ sagði Magnús. Úrslitaleikur FH á móti Fylki verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Esport klukkan 17.00 á sunnudaginn. Rafíþróttir FH Tengdar fréttir Formaður aðalstjórnar FH um ótrúlegan sigur á Dusty: „Einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi“ FH pakkaði Dusty saman í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Formaður FH er mjög ánægður með uppgang rafíþróttadeildar félagsins. 4. júní 2020 12:45 Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti
FH er kannski komið óvænt alla leið í úrslit en leikmennirnir, Einar Ragnarsson og Magnús Árni Magnússon, hafa hins vegar mikla reynslu af því að keppa í Counter-strike á Íslandi. Einar Ragnarsson hefur sjö sinnum spilað til úrslita í CS:GO en mætir nú aftur í úrslitaleik eftir nokkra ára fjarveru. „Ég byrjaði að spila þennan leik fyrir fimmtán árum og mér finnst bara vera miklu meiri alvara í þessu núna með tilkomu íþróttafélaganna. Þú sérð ekki jafn mikið Mountain Dew gæjann sem spilar í kjallaranum hjá foreldrum sínum í 24 tíma á dag. Deildin í dag er líka orðin svo alvöru, umgjörðin kallar fram það besta í leikmönnum og það hafa sjaldan verið jafn margir flottir leikmenn í senunni,“ sagði Einar Ragnarsson hann upplifir það að sé meiri alvarleiki yfir allri tölvuleikjasenunni á Íslandi og lönin ekki jafn subbuleg og þau voru. „Það hefur svo mikið að segja að vera að spila fyrir hefðbundið íþróttalið, við höfum lært svo mikið um hvernig á að iðka þetta sport rétt,“ sagði Einar en hann segist hafa fengið stuðning frá foreldrum sínum. Var ekkert vinsæll unglingur að garga um miðjar nætur „Þá var auðveldara að eiga samtalið um það að maður ætti kannski að spila minna, því þau voru ekkert að reyna að fá mig bara til að hætta, bara hugsa um strákinn sinn. Ég var samt ekkert vinsæll unglingur að garga um miðjar nætur vekjandi alla,“ sagði Einar léttur. Magnús byrjaði að spila þegar hann var ellefu og tólf ára og þá með eldri frænda sínum. „Hérna áður fyrr þá var enginn til að kenna manni hvernig var best að æfa rafíþróttir, svo maður spilaði bara og spilaði. Allt of mikið örugglega oft á tíðum. En senan hefur þroskast svo mikið á stuttum tíma. Núna snýst þetta fyrst og fremst um að þegar þú ert að spila, þá ertu að spila til að bæta þig. Ég er alveg sammála Einari að með tilkomu félaganna hefur landslagið breyst rosalega í rafíþróttum,“ sagði Magnús og hann vill sjá unga spilara venja sig strax á réttu vinnubrögðin. Mamma og pabbi eru að komast inn í þetta „Nú er hægt að grípa unga spilara strax og kenna þeim að áhrifaríkasta leiðin til að bæta sig er ekki bara að spila endalaust heldur er það að hugsa um líkamann sinn og æfa sig rétt,“ sagði Magnús og það verður partý heima hjá bróður hans í kringum úrslitaleikinn. „Mamma og pabbi eru að komast inn í þetta og farin að horfa á Esport rásina. Það gefur manni rosa „boost“. Stóri bróðir minn ætlar líka að hafa partí heima hjá sér um helgina, grill og úrslitaleik,“ sagði Magnús. FH-liðið vann óvænt lið Dusty sem eru núverandi deildar- og bikarmeistarar. Þetta kom mörgum á óvörum en KR, Dusty og Fylkir hafa verið sterkustu liðin. Var það undirbúningurinn gegn Dusty sem gerði gæfumuninn? Þetta var ekki heppni „Við vissum að við erum orðnir mjög góðir en sigurinn á móti Dusty var bara staðfesting á okkar tilfinningu að við séum rosalega góðir. Þetta var ekki heppni eða svona „one-off“ viðburður. Við vorum bara betra liðið á servernum, þeir voru bara ekki betri en við og við sýndum það. Það er það versta sem gerist að efast um sjálfan sig áður en þú mætir til leiks,“ sagði Magnús. Á pappírnum eru stærri nöfn í Fylki og nokkrir stjörnuspilarar en hvernig líta FH-ingar á mótherjana í úrslitaleiknum. „Ég hef bara alltaf verið hræddastur við Aron Ólafsson, fyrrum formann Rafíþróttadeildarinnar en núna þegar hann er farinn að starfa fyrir RÍSÍ þá er ég ekki smeykur við neinn þarna í Árbænum,“ sagði Einar. „Fyrsta sem ég hugsaði var Leó Zogu sem var andlegi þjálfarinn þeirra í síðasta úrslitaleik á sviði. Þeir unnu líklega út af honum. Við erum ekkert smeykir við þessa leikmenn, bara baklandið þeirra. Nei en svona annars þá vitum við að þeir eru með leikmenn sem geta valdið okkur vandræðum en við trúum á það sem við höfum verið að gera og treystum hvorum öðrum. Það er ýmislegt við eldri strákarnir kunnum sem ungu Fylkisstrákarnir vita ekkert um,“ sagði Magnús. Úrslitaleikur FH á móti Fylki verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Esport klukkan 17.00 á sunnudaginn.
Rafíþróttir FH Tengdar fréttir Formaður aðalstjórnar FH um ótrúlegan sigur á Dusty: „Einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi“ FH pakkaði Dusty saman í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Formaður FH er mjög ánægður með uppgang rafíþróttadeildar félagsins. 4. júní 2020 12:45 Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti
Formaður aðalstjórnar FH um ótrúlegan sigur á Dusty: „Einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi“ FH pakkaði Dusty saman í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Formaður FH er mjög ánægður með uppgang rafíþróttadeildar félagsins. 4. júní 2020 12:45
Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10