Liverpool vonast enn eftir Werner sem vill koma Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 12:45 Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig á leiktíðinni. vísir/getty Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sjá meira
Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sjá meira
Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30
Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30
Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30