Opinbera leikara í Kötlu-þáttum Baltasars Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 08:22 Björn Thors, Íris Tanja Flygenring, Guðrún Ýr Eyfjörð, Baltasar Kormákur, Aliette Opheim, Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Breki Samper. Netflix/Lilja Jónsdóttir Búið er að tilkynna um þá leikara sem munu fara með aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Kötlu í leikstjórn Baltasars Kormáks. Í tilkynningu segir að í hópnum verður að finna Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Írisi Tönju Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Sólveigu Arnarsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka Samper, Björn Thors, auk Svíanna Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Draugabærinn Vík Í tilkynningu segir um söguþráð þáttanna að einu ári eftir gos í Kötlu hafi líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðst til að yfirgefa bæinn þar sem jökullinn nálægt eldfjallinu hafi byrjað að bráðna. „Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Sýnd á Netflix um allan heim Í leikarahópnum er einnig að finna Harald Ara Stefánsson, Birgittu Birgisdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Björn Ingi Hilmarsson, Aldísi Amah Hamilton og hinn níu ára Hlyn Atla Harðarson. Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður kynntur síðar. Netflix Mýrdalshreppur Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Búið er að tilkynna um þá leikara sem munu fara með aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Kötlu í leikstjórn Baltasars Kormáks. Í tilkynningu segir að í hópnum verður að finna Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Írisi Tönju Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Sólveigu Arnarsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka Samper, Björn Thors, auk Svíanna Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Draugabærinn Vík Í tilkynningu segir um söguþráð þáttanna að einu ári eftir gos í Kötlu hafi líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðst til að yfirgefa bæinn þar sem jökullinn nálægt eldfjallinu hafi byrjað að bráðna. „Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Sýnd á Netflix um allan heim Í leikarahópnum er einnig að finna Harald Ara Stefánsson, Birgittu Birgisdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Björn Ingi Hilmarsson, Aldísi Amah Hamilton og hinn níu ára Hlyn Atla Harðarson. Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður kynntur síðar.
Netflix Mýrdalshreppur Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira