Lyfjafræðingurinn sem leiðir lið FH í Vodafone-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 17:00 Auðunn Rúnar Gissurarson er fyrirliði FH sem mætir Þór Akureyri í átta liða úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar á laugardaginn. mynd/vodafone-deildin Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar í CS:GO fer fram um næstu helgi. Þar mæta fjögur sterkustu lið landsins fjórum áskorendum. Átta liða og undanúrslitin fara fram um helgina en úrslitin ráðast svo um þarnæstu helgi. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport um helgina og hefst bein útsending klukkan 18:00 á föstudag, laugardag og sunnudag. Auðunn Rúnar Gissurarson, sem keppir undir nafninu Auddzh, er þaulreyndur Counter-Strike spilari sem er fyrirliði FH. Í átta liða úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar mæta Auðunn og félagar hans í FH Þór frá Akureyri. Þórsarar fóru taplausir í gegnum Áskorendamót Vodafone-deildarinnar sem lauk um helgina. Auk þeirra tryggðu XY.Esport, Tindastóll og Bad Company sér sæti á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar. Þekkja hvort annað mjög vel FH vann Þór í hörkuleik í vetur, 2-1, og Auðunn á von á spennandi viðureign á laugardaginn. „Þetta leggst mjög vel í okkur FH-inga. Við erum mjög spenntir fyrir þessu móti og búnir að æfa stíft og vel,“ sagði Auðunn í samtali við Vísi í dag. „Við mættum Þór í deildinni og vitum alveg við hverju má búast.“ Fyrirfram eru FH-ingar taldir sigurstranglegri aðilinn í leiknum. „Jú, kannski aðeins. En ég held að pressan sé alveg jafn mikil,“ sagði Auðunn. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og vita við hverju má búast. Þetta verður spurning um hvort liðið er betur undirbúið og hvort verður í betra formi á keppnisdegi.“ Rafíþróttir munu bara stækka Rafíþróttum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin misseri. Rafíþróttir eru komnar með sér sjónvarpsstöð, Stöð 2 eSport, og búið er að stofna rafíþróttadeildir innan margra íþróttafélaga. Auðunn hefur verið lengi að og segir breytingarnar miklar. „Þetta hefur verið frábært, umfjöllunin og umgjörðin. Það er frábært að fá þetta í sjónvarpið. Þetta fer vaxandi með hverjum deginum. Núna eru sex átta liða deildir bara í Counter-Strike,“ sagði Auðunn. „Íþróttafélögin eru komin með keppnislið og yngri flokka. Ég held að rafíþróttir séu komnar til að vera og muni bara stækka.“ Vilja gera og geta meira Öfugt við flestar aðrar íþróttir hefur keppni í rafíþróttum ekki legið niðri eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Því hafa margir svalað íþróttaþorstanum með að horfa á rafíþróttir síðustu vikurnar. „Það er ekki hægt að finna betri tíma til að koma svona á laggirnar. Maður hefur fundið að vinir og fjölskylda eru byrjuð að fylgjast með leikjum í beinni í sjónvarpinu. Það ýtir enn meira undir áhuga hjá spilurum að gera og geta meira. Maður vill ekki vera með allt niðrum sig í sjónvarpinu,“ sagði Auðunn. Metnaður fyrir rafíþróttum í FH Hann keppti fyrir Dusty áður en hann gekk í raðir FH. Auðunn segist kunna vel við sig hjá Fimleikafélaginu. „Það er hálft ár eða svo síðan ég fór í FH. Það er frábært að vera kominn í stórt og mikið íþróttafélag. Þeir eru að leggja mikið í barna- og unglingastarf í rafíþróttum,“ sagði Auðunn. „En Dusty er líka frábært fyrirtæki sem leggur mikið púður í rafíþróttir.“ Reynslan mikilvæg Auðunn segir ekki útilokað að hann muni miðla af reynslu sinni til yngri iðkenda þegar hann leggur músina á hilluna. „Þá fer maður kannski að þjálfa. Í rafíþróttum skiptir reynsla miklu máli og það er mikilvægt að miðla af þekkingu sinni til yngri iðkenda,“ sagði Auðunn sem er lyfjafræðingur að mennt. „Ég kláraði meistaranám í lyfjafræði 2017 og vinn í lyfjafyrirtæki í Garðabænum,“ sagði Auðunn sem segir vinnuna fara vel saman með rafíþróttunum. „Þetta fer ágætlega saman. Þetta er tímafrekt sport og getur tekið sinn toll. En maður lætur þetta virka.“ Rafíþróttir Vodafone-deildin FH Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn
Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar í CS:GO fer fram um næstu helgi. Þar mæta fjögur sterkustu lið landsins fjórum áskorendum. Átta liða og undanúrslitin fara fram um helgina en úrslitin ráðast svo um þarnæstu helgi. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport um helgina og hefst bein útsending klukkan 18:00 á föstudag, laugardag og sunnudag. Auðunn Rúnar Gissurarson, sem keppir undir nafninu Auddzh, er þaulreyndur Counter-Strike spilari sem er fyrirliði FH. Í átta liða úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar mæta Auðunn og félagar hans í FH Þór frá Akureyri. Þórsarar fóru taplausir í gegnum Áskorendamót Vodafone-deildarinnar sem lauk um helgina. Auk þeirra tryggðu XY.Esport, Tindastóll og Bad Company sér sæti á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar. Þekkja hvort annað mjög vel FH vann Þór í hörkuleik í vetur, 2-1, og Auðunn á von á spennandi viðureign á laugardaginn. „Þetta leggst mjög vel í okkur FH-inga. Við erum mjög spenntir fyrir þessu móti og búnir að æfa stíft og vel,“ sagði Auðunn í samtali við Vísi í dag. „Við mættum Þór í deildinni og vitum alveg við hverju má búast.“ Fyrirfram eru FH-ingar taldir sigurstranglegri aðilinn í leiknum. „Jú, kannski aðeins. En ég held að pressan sé alveg jafn mikil,“ sagði Auðunn. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og vita við hverju má búast. Þetta verður spurning um hvort liðið er betur undirbúið og hvort verður í betra formi á keppnisdegi.“ Rafíþróttir munu bara stækka Rafíþróttum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin misseri. Rafíþróttir eru komnar með sér sjónvarpsstöð, Stöð 2 eSport, og búið er að stofna rafíþróttadeildir innan margra íþróttafélaga. Auðunn hefur verið lengi að og segir breytingarnar miklar. „Þetta hefur verið frábært, umfjöllunin og umgjörðin. Það er frábært að fá þetta í sjónvarpið. Þetta fer vaxandi með hverjum deginum. Núna eru sex átta liða deildir bara í Counter-Strike,“ sagði Auðunn. „Íþróttafélögin eru komin með keppnislið og yngri flokka. Ég held að rafíþróttir séu komnar til að vera og muni bara stækka.“ Vilja gera og geta meira Öfugt við flestar aðrar íþróttir hefur keppni í rafíþróttum ekki legið niðri eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Því hafa margir svalað íþróttaþorstanum með að horfa á rafíþróttir síðustu vikurnar. „Það er ekki hægt að finna betri tíma til að koma svona á laggirnar. Maður hefur fundið að vinir og fjölskylda eru byrjuð að fylgjast með leikjum í beinni í sjónvarpinu. Það ýtir enn meira undir áhuga hjá spilurum að gera og geta meira. Maður vill ekki vera með allt niðrum sig í sjónvarpinu,“ sagði Auðunn. Metnaður fyrir rafíþróttum í FH Hann keppti fyrir Dusty áður en hann gekk í raðir FH. Auðunn segist kunna vel við sig hjá Fimleikafélaginu. „Það er hálft ár eða svo síðan ég fór í FH. Það er frábært að vera kominn í stórt og mikið íþróttafélag. Þeir eru að leggja mikið í barna- og unglingastarf í rafíþróttum,“ sagði Auðunn. „En Dusty er líka frábært fyrirtæki sem leggur mikið púður í rafíþróttir.“ Reynslan mikilvæg Auðunn segir ekki útilokað að hann muni miðla af reynslu sinni til yngri iðkenda þegar hann leggur músina á hilluna. „Þá fer maður kannski að þjálfa. Í rafíþróttum skiptir reynsla miklu máli og það er mikilvægt að miðla af þekkingu sinni til yngri iðkenda,“ sagði Auðunn sem er lyfjafræðingur að mennt. „Ég kláraði meistaranám í lyfjafræði 2017 og vinn í lyfjafyrirtæki í Garðabænum,“ sagði Auðunn sem segir vinnuna fara vel saman með rafíþróttunum. „Þetta fer ágætlega saman. Þetta er tímafrekt sport og getur tekið sinn toll. En maður lætur þetta virka.“
Rafíþróttir Vodafone-deildin FH Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn