Beastie Boys-myndin kitlar nostalgíutaugarnar Heiðar Sumarliðason skrifar 26. maí 2020 14:30 Beastie Boys Story er nú komin á Apple TV+. Rapphljómsveitin Beastie Boys varð til í New York árið 1981, upp úr hardcore-pönkhljómsveitinni Young Aboriginies. Hún var skipuð þeim Adam Yauch (MCA), Adam Horovitz (Ad-Rock) og Michael Louis Diamond (Mike D). Árið 2012 lést Yauch, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Við það var hljómsveitin í raun sjálfhætt, því Beastie Boys án eins meðlims, átti sér aldrei neina framtíð sem starfandi band, slík var tengingin á milli þeirra. Þrátt fyrir að vera hættir að starfa undir merkjum Beastie Boys komu Horovitz og Diamond nýverið fram á sviði í New York og sögðu sögu hljómsveitarinnar. Apple TV+ sýnir nú afraksturinn, sem kallast Beastie Boys Story, en leikstjóri er Spike Jonze. Það er erfitt að flokka Beastie Boys Story. Imdb.com kallar hana heimildarmynd, en hún er mjög óhefðbundin sem slík. Hún er æfður fyrirlestur/heimildarleiksýning, með innskotum frá ferli hjómsveitarinnar. Einskonar lo-fi-útgáfa af „Behind the music“ heimildarþáttaröð VH-1. Það er vel við hæfi að ferill vinanna þriggja frá New York sé gerður upp á þann máta að erfitt sé að flokka hann, enda hefur hljómsveitin sjálf ávallt verið fyrirbæri sem erfitt er að henda reiður á. Þeir voru upprunalega hardcore-pönkband, sem óvart urðu einhverskonar rappfígúrur, og enduðu sem alvarlegir og metnaðarfullir tónlistarmenn. Ad-Rock, MCA og Mike D árið 1986. Andi MCA svífur yfir vötnum Horovitz og Diamond eru auðvitað sjóaðir í sviðsframkomu og flutningurinn þeim léttur og löðurmannlegur. Það sem hefur helst áhrif á mann er þessi fallega vinátta þremenninganna og þó Adam Yauch sé látinn, svífur andi hans yfir vötnum alla myndina og er hún að mörgu leyti óður til fallins félaga. Það sem kemur mest á óvart er leið drengjanna á toppinn. Ég taldi mig ágætlega að mér í sögu Beastie Boys, en þegar á hólminn var komið vissi ég ekki svo mikið. Ég áttaði mig á því að ég var meira svona greatest hits-aðdáandi og vissi hreinlega ekkert um bandið. Í tónlist Beastie Boys úir og grúir saman hinum ýmsu tónlistarstefnum, svo mikið að heilu plöturnar þeirra innhalda það marga stíla að ekki er hægt að flokka þær. Lagið hér að neðan er dæmi um eitthvað sem fæstir mundu giska á að væri með Beastie Boys. Spotify kirfilega fast á Beastie Boys Öll eldumst við. Mike D og Ad-Rock eru engin undantekning. Spotify-reikningurinn minn hefur verið kirfilega stilltur á tónlist Beastie Boys síðan ég horfði á myndina, hún hefur bara þannig áhrif á mann. Bæði er tónlistin þeirra frábær og svo er ekki annað hægt en að hrífast með þessum léttu og skemmtilegu mönnum. Áhorfið dýpkaði að sjálfsögðu skilning minn á bandinu og mér leið eins og ég þekkti þá þegar upp var staðið. Það er hreinlega eins og maður hafi sest niður og fengið sér kaffi með þeim, svo afslappað og persónulegt er þetta. Ef þú horfir á myndina og varst ekki aðdáandi fyrir, þá eru miklar líkur á að þú verðir aðdáandi í kjölfarið. Ef það er ekki merki um vel heppnaða „Behind the music“-heimildarmynd, þá veit ég ekki hvað. Fyrir mann eins og mig sem hlustaði töluvert á Beastie Boys á unglingsárunum er þessi mynd algjört gull sem kitlar nostalgíutaugarnar. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Beastie Boys Story er skemmtileg nálgun á „Behind the music“-formið og fallegur virðingarvottur um fallinn félaga. Hún er fullkomlega í karakter við allt sem Beastie Boys hafa gert í sinni listsköpun og látið það ekki koma ykkur á óvart ef þið verðið með Beastie Boys í eyrunum næstu daga eftir áhorfið. Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Rapphljómsveitin Beastie Boys varð til í New York árið 1981, upp úr hardcore-pönkhljómsveitinni Young Aboriginies. Hún var skipuð þeim Adam Yauch (MCA), Adam Horovitz (Ad-Rock) og Michael Louis Diamond (Mike D). Árið 2012 lést Yauch, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Við það var hljómsveitin í raun sjálfhætt, því Beastie Boys án eins meðlims, átti sér aldrei neina framtíð sem starfandi band, slík var tengingin á milli þeirra. Þrátt fyrir að vera hættir að starfa undir merkjum Beastie Boys komu Horovitz og Diamond nýverið fram á sviði í New York og sögðu sögu hljómsveitarinnar. Apple TV+ sýnir nú afraksturinn, sem kallast Beastie Boys Story, en leikstjóri er Spike Jonze. Það er erfitt að flokka Beastie Boys Story. Imdb.com kallar hana heimildarmynd, en hún er mjög óhefðbundin sem slík. Hún er æfður fyrirlestur/heimildarleiksýning, með innskotum frá ferli hjómsveitarinnar. Einskonar lo-fi-útgáfa af „Behind the music“ heimildarþáttaröð VH-1. Það er vel við hæfi að ferill vinanna þriggja frá New York sé gerður upp á þann máta að erfitt sé að flokka hann, enda hefur hljómsveitin sjálf ávallt verið fyrirbæri sem erfitt er að henda reiður á. Þeir voru upprunalega hardcore-pönkband, sem óvart urðu einhverskonar rappfígúrur, og enduðu sem alvarlegir og metnaðarfullir tónlistarmenn. Ad-Rock, MCA og Mike D árið 1986. Andi MCA svífur yfir vötnum Horovitz og Diamond eru auðvitað sjóaðir í sviðsframkomu og flutningurinn þeim léttur og löðurmannlegur. Það sem hefur helst áhrif á mann er þessi fallega vinátta þremenninganna og þó Adam Yauch sé látinn, svífur andi hans yfir vötnum alla myndina og er hún að mörgu leyti óður til fallins félaga. Það sem kemur mest á óvart er leið drengjanna á toppinn. Ég taldi mig ágætlega að mér í sögu Beastie Boys, en þegar á hólminn var komið vissi ég ekki svo mikið. Ég áttaði mig á því að ég var meira svona greatest hits-aðdáandi og vissi hreinlega ekkert um bandið. Í tónlist Beastie Boys úir og grúir saman hinum ýmsu tónlistarstefnum, svo mikið að heilu plöturnar þeirra innhalda það marga stíla að ekki er hægt að flokka þær. Lagið hér að neðan er dæmi um eitthvað sem fæstir mundu giska á að væri með Beastie Boys. Spotify kirfilega fast á Beastie Boys Öll eldumst við. Mike D og Ad-Rock eru engin undantekning. Spotify-reikningurinn minn hefur verið kirfilega stilltur á tónlist Beastie Boys síðan ég horfði á myndina, hún hefur bara þannig áhrif á mann. Bæði er tónlistin þeirra frábær og svo er ekki annað hægt en að hrífast með þessum léttu og skemmtilegu mönnum. Áhorfið dýpkaði að sjálfsögðu skilning minn á bandinu og mér leið eins og ég þekkti þá þegar upp var staðið. Það er hreinlega eins og maður hafi sest niður og fengið sér kaffi með þeim, svo afslappað og persónulegt er þetta. Ef þú horfir á myndina og varst ekki aðdáandi fyrir, þá eru miklar líkur á að þú verðir aðdáandi í kjölfarið. Ef það er ekki merki um vel heppnaða „Behind the music“-heimildarmynd, þá veit ég ekki hvað. Fyrir mann eins og mig sem hlustaði töluvert á Beastie Boys á unglingsárunum er þessi mynd algjört gull sem kitlar nostalgíutaugarnar. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Beastie Boys Story er skemmtileg nálgun á „Behind the music“-formið og fallegur virðingarvottur um fallinn félaga. Hún er fullkomlega í karakter við allt sem Beastie Boys hafa gert í sinni listsköpun og látið það ekki koma ykkur á óvart ef þið verðið með Beastie Boys í eyrunum næstu daga eftir áhorfið.
Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira