Bein útsending: Plötusnúðar spila á meðan Perlan snýst í hringi Tinni Sveinsson skrifar 12. apríl 2020 21:00 Danstónlistin verður sett á fóninn undir glerhjúpnum á Perlunni í kvöld. Vísir/Hanna Viðburðafyrirtækið Volume hefur tekið höndum saman með Perlunni og streymir tónlist plötusnúða þrjú kvöld í röð um páskahelgina. Í kvöld er komið að plötusnúðnum Benna og ætlar hann að koma sér fyrir undir glerhjúpnum á Perlunni spila fyrir dansþyrsta á meðan gólfið hringsnýst og borgin nýtur sín fyrir utan. Fjörið í galtómri Perlunni hefst klukkan 22 og stendur til klukkan 23.30. Hægt verður að horfa á útsendinguna í spilara hér fyrir neðan. Plötusnúðurinn Benni er einnig í tvíeykinu Mogesen og hefur síðasta áratug þeytt skífum á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík og fundið sér sess innan hústónlistarsenunnar. Hann sækir innblástur úr klassísku diskó og funktónlist. Viðburðafyrirtækið Volume einbeitir sér að upplifun þar sem fólk kemur saman í gegnum tónlist. Vegna veirufaralds og samkomubanns er áhersla fyrirtækisins nú á beinar útsendingar þar sem plötusnúðar þeyta skífum sínum á ýmsum framandi stöðum. Volume tileinkar útsendingar helgarinnar þeim starfsmönnum sem eru í víglínunni á hverjum degi og er fólk hvatt til að fara á vef Landspítalans láta fé af hendi rakna til Styrktarsjóðs bráðasviðs. Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Danstónlist úr íshellinum í Perlunni Plötusnúðurinn TTT ætlar að spila fyrir dansþyrsta úr íshellinum í Perlunni í kvöld. 11. apríl 2020 21:00 Bein útsending: DJ Carla Rose í Perlunni DJ Carla Rose spilar tónlist í stóra stjörnusalnum í Perlunni. 10. apríl 2020 20:25 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Viðburðafyrirtækið Volume hefur tekið höndum saman með Perlunni og streymir tónlist plötusnúða þrjú kvöld í röð um páskahelgina. Í kvöld er komið að plötusnúðnum Benna og ætlar hann að koma sér fyrir undir glerhjúpnum á Perlunni spila fyrir dansþyrsta á meðan gólfið hringsnýst og borgin nýtur sín fyrir utan. Fjörið í galtómri Perlunni hefst klukkan 22 og stendur til klukkan 23.30. Hægt verður að horfa á útsendinguna í spilara hér fyrir neðan. Plötusnúðurinn Benni er einnig í tvíeykinu Mogesen og hefur síðasta áratug þeytt skífum á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík og fundið sér sess innan hústónlistarsenunnar. Hann sækir innblástur úr klassísku diskó og funktónlist. Viðburðafyrirtækið Volume einbeitir sér að upplifun þar sem fólk kemur saman í gegnum tónlist. Vegna veirufaralds og samkomubanns er áhersla fyrirtækisins nú á beinar útsendingar þar sem plötusnúðar þeyta skífum sínum á ýmsum framandi stöðum. Volume tileinkar útsendingar helgarinnar þeim starfsmönnum sem eru í víglínunni á hverjum degi og er fólk hvatt til að fara á vef Landspítalans láta fé af hendi rakna til Styrktarsjóðs bráðasviðs.
Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Danstónlist úr íshellinum í Perlunni Plötusnúðurinn TTT ætlar að spila fyrir dansþyrsta úr íshellinum í Perlunni í kvöld. 11. apríl 2020 21:00 Bein útsending: DJ Carla Rose í Perlunni DJ Carla Rose spilar tónlist í stóra stjörnusalnum í Perlunni. 10. apríl 2020 20:25 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bein útsending: Danstónlist úr íshellinum í Perlunni Plötusnúðurinn TTT ætlar að spila fyrir dansþyrsta úr íshellinum í Perlunni í kvöld. 11. apríl 2020 21:00
Bein útsending: DJ Carla Rose í Perlunni DJ Carla Rose spilar tónlist í stóra stjörnusalnum í Perlunni. 10. apríl 2020 20:25