Steindi Jr. streymir Warzone í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 10. apríl 2020 16:30 Steindi kallar útsendinguna Rauðvín og klakar og byrjar klukkan tíu í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Þetta er fyrir fullorðna. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. „Óli er afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Digital Cusz er sköllóttur frá Sauðárkróki og frændi Audda Blö. MVPete er starfsmaður hjá Freyju. Við drekkum síðan flösku á mann og verðum verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allar seríurnar og svæfa krakkana.“ Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan. Rafíþróttir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
„Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Þetta er fyrir fullorðna. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. „Óli er afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Digital Cusz er sköllóttur frá Sauðárkróki og frændi Audda Blö. MVPete er starfsmaður hjá Freyju. Við drekkum síðan flösku á mann og verðum verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allar seríurnar og svæfa krakkana.“ Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira