McLaren smíðar bíl sem gengur fyrir manngerðu eldsneyti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. apríl 2020 07:00 McLaren Elva er ekki með framrúðu en McLaren er búið að hanna sig í kringum það. Vísir/McLaren Breski bílaframleiðandinn McLaren ætlar að halda áfram að þróa tilraunabíl sem á að ganga fyrir eldsneyti útbúnu á tailraunastofu. Með því vill McLaren lækka umhverfsáhrif aksturs niður fyrir það sem gengur og gerist við akstur hreinna rafbíla. Þróunarbíllinn er enn á teikniborðinu en Jens Ludmann rekstrarstjóri McLaren segir að eldsneyti sem framleidd væru af mönnum gætu verið á pari við þá losun koltvísýrings sem á sér stað á líftíma rafbíla, ef framleiðsla rafhlaðna er tekin með í reikninginn. Myndband af McLaren GT. „Tæknin í kringum manngert eldsneyti er ennþá í þróun, en ef þú tekur með í reikninginn að hægt er að nota sólarorku til að búa til orkuna og gera hana dælanlega á bíla eins og við þekkjum í dag, þá er mögulegur ávinningur í sambandi við mengun og notagildi eitthvað sem mig langar gjarnan að skoða,“ sagði Ludmann í samtali við Autocar. „Vélar dagsins í dag þyrftu einungis smávægilegar breytingar til að ganga fyrir manngerðu eldsneyti og því væri ég glaður að sjá þessa tækni fá meiri umfjöllun,“ bætti Ludmann við. „Það er of erfitt að segja hversu langt við erum frá því að geta framleitt manngert eldsneyti. Á meðan rafhlöðurnar eru aftur á móti þegar komnar í notkun. Það væri auðvitað hægt að nýta manngert eldsneyti í tvinnbíla, sem myndi gera þá enn vistvænni. Ég er ekki að halda þessu framt til að draga úr rafhlöðutækni heldur frekar til að benda á að það geti verið aðrir valkostir sem eru þess virði að kanna nánar,“ sagði Ludmann að lokum. Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Breski bílaframleiðandinn McLaren ætlar að halda áfram að þróa tilraunabíl sem á að ganga fyrir eldsneyti útbúnu á tailraunastofu. Með því vill McLaren lækka umhverfsáhrif aksturs niður fyrir það sem gengur og gerist við akstur hreinna rafbíla. Þróunarbíllinn er enn á teikniborðinu en Jens Ludmann rekstrarstjóri McLaren segir að eldsneyti sem framleidd væru af mönnum gætu verið á pari við þá losun koltvísýrings sem á sér stað á líftíma rafbíla, ef framleiðsla rafhlaðna er tekin með í reikninginn. Myndband af McLaren GT. „Tæknin í kringum manngert eldsneyti er ennþá í þróun, en ef þú tekur með í reikninginn að hægt er að nota sólarorku til að búa til orkuna og gera hana dælanlega á bíla eins og við þekkjum í dag, þá er mögulegur ávinningur í sambandi við mengun og notagildi eitthvað sem mig langar gjarnan að skoða,“ sagði Ludmann í samtali við Autocar. „Vélar dagsins í dag þyrftu einungis smávægilegar breytingar til að ganga fyrir manngerðu eldsneyti og því væri ég glaður að sjá þessa tækni fá meiri umfjöllun,“ bætti Ludmann við. „Það er of erfitt að segja hversu langt við erum frá því að geta framleitt manngert eldsneyti. Á meðan rafhlöðurnar eru aftur á móti þegar komnar í notkun. Það væri auðvitað hægt að nýta manngert eldsneyti í tvinnbíla, sem myndi gera þá enn vistvænni. Ég er ekki að halda þessu framt til að draga úr rafhlöðutækni heldur frekar til að benda á að það geti verið aðrir valkostir sem eru þess virði að kanna nánar,“ sagði Ludmann að lokum.
Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent