Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. apríl 2020 10:00 Mynd/Eva Laufey Kjaran Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka. Næsta dag bakaði hún svo í beinni á Instagram og fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt á eigin heimili. Leyniuppskriftin reyndist vera ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur. Eva Laufey segir að hún hafi fengið yfir 60 myndir sendar af afrakstri annarra bakara. Það gladdi hana alveg sérstaklega mikið hvað hún fékk margar myndir af börnum að baka kökurnar. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan en áhugasamir geta skoðað aðferðina á Instagram síðu Evu. Myndir/Eva Laufey Kjaran Súkkulaðibitakökur Hráefnin: 140 g púðursykur 200 g sykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk vanilludropar eða sykur 375 g hveiti 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi salt á hnífsoddi 150 g rjómasúkkulaðidropar 150 g suðusúkkulaðidropar Mynd/Eva Laufey Kjaran Aðferð: Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna) Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C í 12 mínútur. Kökurnar eru fremur mjúkar eftir þann tíma og því gott að leyfa þeim að kólna á plötunni í rólegheitum. Berið strax fram og njótið! Það er frábært að skipta deiginu í helminga, baka helminginn og frysta hinn! Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er og því gott að eiga kökudeig í frystinum. Eva Laufey segir að það sé frábært að skipta deiginu í helminga, baka helminginn og frysta hinn! Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er og því gott að eiga kökudeig í frystinum. Eva Laufey Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur tekið saman nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. 6. apríl 2020 16:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka. Næsta dag bakaði hún svo í beinni á Instagram og fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt á eigin heimili. Leyniuppskriftin reyndist vera ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur. Eva Laufey segir að hún hafi fengið yfir 60 myndir sendar af afrakstri annarra bakara. Það gladdi hana alveg sérstaklega mikið hvað hún fékk margar myndir af börnum að baka kökurnar. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan en áhugasamir geta skoðað aðferðina á Instagram síðu Evu. Myndir/Eva Laufey Kjaran Súkkulaðibitakökur Hráefnin: 140 g púðursykur 200 g sykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk vanilludropar eða sykur 375 g hveiti 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi salt á hnífsoddi 150 g rjómasúkkulaðidropar 150 g suðusúkkulaðidropar Mynd/Eva Laufey Kjaran Aðferð: Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna) Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C í 12 mínútur. Kökurnar eru fremur mjúkar eftir þann tíma og því gott að leyfa þeim að kólna á plötunni í rólegheitum. Berið strax fram og njótið! Það er frábært að skipta deiginu í helminga, baka helminginn og frysta hinn! Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er og því gott að eiga kökudeig í frystinum. Eva Laufey segir að það sé frábært að skipta deiginu í helminga, baka helminginn og frysta hinn! Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er og því gott að eiga kökudeig í frystinum.
Eva Laufey Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur tekið saman nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. 6. apríl 2020 16:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur tekið saman nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. 6. apríl 2020 16:30