Önnur umferð Vodafone-deildarinnar gerð upp Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson skrifar 7. apríl 2020 13:00 Tindastóll og Turboapes voru meðal þeirra liða sem mættust í annarri umferð. Önnur umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends fór fram í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá uppgjör á öllum viðureignum ásamt völdum hápunktum. Dusty Academy vs FH eSports Í síðustu deild var það fyllilega á hreinu að Dusty og FH væru tvö bestu lið landsins þó það væri mikill munur á liðunum. Í dag hefur ýmislegt breyst - Dusty hefur brotnað upp í tvö lið, Dusty sem inniheldur Hoiz og Legions frá fyrri deildum ásamt erlendum spilurum og svo Dusty Academy sem inniheldur áfram Nipplu, Sósu og Zarzator. Inn í Academy liðið koma Kristut og Sausi sem eru báðir gríðarlega góðir spilarar en þetta eru stórir skór að fylla. Að missa tvo bestu spilara landsins ætti að gera eitthvað til að jafna leikinn en eins og var nefnt síðast þá eru FH-ingar líka með nýja spilara og róteringar hjá sér. Við heyrðum í cutress, fyrrum ADC og glænýjum jungler FH í síðustu viku og hann var ekki spenntur fyrir að fara svona snemma gegn Dusty Academy þar sem hann hefði viljað meiri tíma fyrir liðið sitt að læra á nýjar stöður og hvern annan. Dusty Academy vs FH eSports. Leikur 1 Í leik eitt spiluðu báðir junglerarnir í kringum top side þar sem að það var mikilvægt fyrir bæði Nipplu og Kainzor að ná yfirhöndinni snemma. Cutress var fyrri til en Nippla vék sér snyrtilega frá gankinu og Sósa mætti svo á hárréttum tíma til að koma first bloodinu yfir á Nipplu. Minion wave-ið steinlá svo fyrir Nipplu sem gat fryst það undir turninum og komið sér í 20 minion forskot. Kristut og Zarzator voru að gera mjög góða hluti þrátt fyrir öflug picks hjá FH-ingunum og þar sem að Nippla var að standa sig svo vel gat Sósa spilað í kringum neðri helminginn af kortinu og hjálpað sínum mönnum. Það fór þannig að drápin röðuðust á Kristut sem nældi sér líka í gott minion forskot. Dusty strákarnir gerðu heiðarlega tilraun til að henda leiknum frá sér með gráðugri tilraun í dreka á tíundu mínútu sem endaði með að þeir misstu tvo meðlimi ásamt drekann sjálfan. Það skipti samt sem áður engu máli þar sem að Dusty náðu að grípa FH-ingana með buxurnar á hælunum á 16. mínútu og fengu ace-ið. Eftir það var hver einasti meðlimur Dusty orðinn fáránlega sterkur og þeir fóru létt með að klára leikinn á 24 mínútum. Leikur 2 Þessi byrjaði með blóðugu bot lane. wHyz og Kiddi reyndu skemmtilega hluti pikkunum til að refsa Sett pikkinu hjá Zarzator. Cutress spilaði líka töluvert í kringum bot side aftur. Það þýddi hinsvegar að það var litla hjálp að fá á top side þar sem að Kainzor missti wave-ið sitt yfir til Nipplu snemma í leiknum sem frysti það aftur. Þá fór Kainzor í könnunarleiðangur þar sem hann rakst á Sósu og rétt slapp í burtu. Hann haltraði aftur á lane til að hanga undir turni meðan Nippla var að freeza og missti þannig af heil miklu gulli og xp-i. Hann náði samt aðeins að svara fyrir sig með hreinu 1v1 sigri en hélt samt áfram að detta aftur úr farmi og Nippla tók hann svo í næsta 1v1 sem þeir fóru í. Eftir það var top lane algjörlega ónýtt. Á sama tíma var Desúlol lagður í einelti á miðjunni og Kled pikkið hans fékk ekkert að njóta sín. Sausi varð risastór á Rumble og hann tryggði sína menn í gegnum teamfight eftir teamfight. Dusty tóku svo örlítið klassískt Dusty move í lokin þar sem þeir slökktu á heilunum og fóru að leika sér en Sósa náði samt á endanum að laumast í gegnum baklínuna og brjóta nexusinn niður. MVP: Zarzator, support Dusty Academy Fékk að spila sinn mann Sett í báðum leikjunum og var algjörlega geggjaður í fyrri leiknum. Seinni helmingur seinni leiks var örlítið grunsamlegri en góð byrjun tryggði samt MVP titilinn. XY.esports vs Fylkir Esports Leikur 1 Gott gank frá Tartalausum tryggði first blood fyrir Leiftur McQueen á top lane. Það var eina drápið sem að Fylkir fengu í bráð hinsvegar þar sem að gríðarlega gott teleport frá Veggnum snéri ganki við á bot lane og endaði með að bæði Veggurinn og Yordle Stomper komu út með tvö dráp. XY.esports vs Fylkir Esports. Það gaf XY góða stjórn á leiknum og þeir voru snöggir að taka fyrstu þrjá drekana. Það skipti ekki öllu máli þó þeir færu að taka lélega slagi eftir það þar sem að Veggurinn á Yorick hótaði alltaf grimmu split pushi. Á endanum fengu XY síðasta infernalinn ásamt baron og þá héldum við að leikurinn væri búinn. Fylkir fengu hinsvegar drauma slag í kringum elder drekann, ace-uðu XY og tóku elder dragon líka. Það var samt of seint í rassinn gripið þar sem að Fylkir höfðu ekki náð neinum turnum af viti. Böffið kláraðist og flackoxd gerði mistök á miðjunni og lét grípa sig aleinan á miðjunni. XY þurftu ekki meira til, gátu brunað niður miðjuna til að loksins klára leikinn. Leikur 2 Í þetta skiptið var bot lane-ið hjá Fylki algjörlega að rústa. Jenk leit lygilega vel út á Taric og þökk sé því röðuðust drápin yfir á oyQ. Þeir gátu svo aðstoðað Leiftur McQueen að komast langt á undan Veggnum og voru þá með fulla stjórn á leiknum í byrjun með gott bakland í Vladimir og Zac þegar leið á. Þegar að XY byrjuðu loksins að fá nokkur dráp var leikurinn einfaldlega búinn og það voru Fylkir sem tóku þetta hægt og rólega. Leikur 3 XY náðu í first blood en fljótlega eftir það tóku þeir græðgislega tilraun í bláa böffið hjá Fylki og misstu þrjá menn fyrir vikið. Tvö dráp fóru við það yfir á oyQ og Fylkir gátu aftur nýtt þetta vel til að stækka bilið. Léleg baron tilraun hinsvegar hjá Fylki beit þá harkalega í bakhliðina þar sem að Mischiefs gat einfaldlega labbað inn í pittinn, smite-að baron af Fylki og svo pakkað þeim saman í slagnum eftirá. Baron buffið dugði til að taka niður inhibitor á miðjunni og á þeim punkti voru XY komnir tæplega 4k gulli yfir. Fylkir náðu þó að tryggja sér síðasta infernal drekann uppá sálina en þeir misstu baron #2 frá sér ásamt fjórum meðlimum sínum og var það aðeins flacoxd sem stóð eftir til að verja stöðina. Útlitið var svart en flackoxd náði að tefja ágætlega og á síðustu stundu þegar að XY ætluðu að taka niður nexus turnana kom inhibitorinn upp aftur sem að hægði nægilega á XY - Fylkir náðu að respawna, verja stöðina sína og taka svo ace-ið fljótlega eftirá. Þökk sé því gátu þeir tekið elder dreka ásamt baron og það dugði til að þeir kláruðu leikinn. MVP: Jenk, Taric og kisan Ég kann alltaf vel að meta góðan support og Jenk hjá Fylki stóð sig eins og hetja í þessum viðureignum, bæði sem Taric og sem kisan. KR LoL vs Somnio eSports Leikur 1 KR-ingarnir byrjuðu umferðina skelfilega. Nero Angelo ýtti Dr Skrímsli hratt inn undir turn og var með algjörlega yfirhönd í byrjun. Það þýddi samt að hann var galopinn þegar að Samherji kom í bakið á honum og nældi sér í first bloodið. Nero blæddi í teleport um leið og hann kom aftur upp og það var ömurlega einfalt fyrir Samherja að koma strax aftur í heimsókn og drepa Nero aftur. KR LoL vs Somnio eSports. Þetta virðist hafa tekið KR-ingana alveg á taugum sem að reyndu við dive á Dr Skrímsli fljótlega eftirá. Það fór hinsvegar á versta veg þar sem að Skrímslið lifði af en ekki Nero. Samherji fékk svo fleiri ókeypis dráp á bot þar sem að Oktopus og Tóti Túrbó létu grípa sig allt of nálægt óvina turninum. Þessir freebies gáfu Somnio of mörg lanes og þeir voru algjörlega með team comp sem gat nýtt sér það. KR-ingarnir gerðu samt betur í seinni helming leiksins þó það hafi verið of seint í rassinn gripið - það tók Somnio samt infernal sál, baron buff og elder dragon buff til að klára leikinn að lokum. Leikur 2 Í viðtali eftir leikina nefndu KR-ingar um að eftir þessa hroðalegu byrjun í leik 1 hafi þeir talað saman og ákveðið að leikurinn væri hreinlega tapaður. Þá væri betra fyrir þá að eyða honum í að hreinsa hugann og koma sterkir inn næst. Það er oft nefnt í þessum leikjum að junglerar eiga að fara og planta niður einu stykki ward og stökkva svo heim til sín að sækja sweeper trinket áður en leikurinn hefst. KR-ingarnir misnotuðu þetta svakalega og plöntuðu sér 5 í runna að bíða eftir Samherja þegar hann ætlaði að gera nákvæmlega það. Hann labbaði beint í fasið á KR-ingunum þannig að Nero Angelo fékk first blood sem var hárrétt manneskja í það. Hann var snöggur að taka yfir lane-ið án þess að gera sömu mistök og síðast og KR-ingarnir spiluðu mikið í kringum top lane. Grænn Slots var tilbúinn í heimsóknir á Twisted Fate og HausLaus var geggjaður á Gragas. Það þýddi að Dr Skrímsli og Samherji voru teknir úr leiknum. Oktopus og Tóti Túrbó voru helvíti góðir núna og héldu vel í Hroll og Smack 56. Þá var í raun þrýstingurinn á Delusional Kid að bera liðið sitt en Orianna er ekki beint þekkt fyrir að geta hard carryað leiki. Á mínútu 15 var hann þó kominn með tvö dráp en það voru einu drápin sem að Somniu höfðu fengið. Hinu meginn við borðið var Nero kominn í 5/1/4 og KR-ingar í 11 drápum tótalt. Það glitti aldrei í sól hjá Somnio og það voru KR-ingarnir svo sem tóku þetta á 25 mínútum. Leikur 3 Tóti Túrbó kom, sá og sigraði. Þeir fengu Sennu Tahm Kench á bot aftur og KR spilaði harkalega í kringum þá. Leikurinn var "hægur" í byrjun miðað við íslenska leiki en svo kom teleport play á bot frá Nero sem tryggði þeim nokkur dráp, þá sérstaklega 2 á Tóta. Nero var ekkert að flýta sér heim til sín heldur fór cutress á top til að taka á móti wave-inu og halda Dr skrímsli fjarri turninum og það leyfði Nero og Tóta að pikka upp enn fleiri dráp með auðveldu dive-i. Somnio var svo refsað grimmilega fyrir að reyna að taka niður fyrsta drekann þar sem að Tóti bætti við sig fjórða drápinu meðan að HausLaus stal drekanum af þeim. Leikurinn var hreint og beint rúst þar sem að ekkert gekk upp hjá Somnio, töpuðu á hverju einasta lane-i og KR-ingarnir kláruðu þríleikinn auðveldlega. MVP: KR Oktopus, ADC fyrir KR. Rock solid í gegnum alla þrjá leikina og það voru þeir bot lane bræður sem kepptust um MVP titilinn. Turboapes United vs Tindastóll #Stóllinn Leikur 1 Það var mikið búið að spá í spilin fyrir þessa viðureign líka. Bæði Turboapes og Tindastóll unnu sína fyrstu umferð en það var bara annað liðið sem gat endað viku tvö með fullt hús stiga líkt og Dusty. Leikur eitt var temmilega rólegur miðað við marga í þessari deild. Á tuttugustu mínútu voru aðeins 14 dráp komin og 8 þeirra tilheyrðu öpunum. Það var samt ekki alveg á hreinu hvort liðið væri með yfirhöndina þótt að aparnir væru með tæplega 3k gull í mun því það hafði ekki gengið nógu vel að halda aftur af Adda. Turboapes United vs Tindastóll #Stóllinn. Stólarnir náu samt að snúa við leiknum með ágætis teamfight þar sem þeir jöfnuðu muninn snyrtilega. Leikurinn var samt borðtenniseftirherma þar sem að Tindastóll tóku svo baron og náðu að drepast allir eiginlega strax eftirá. Sömuleiðis tóku aparnir næsta baron á meðan að Stólarnir tryggðu sér infernal sálina en aparnir gátu samt ekki nýtt baron buffið í neitt af viti. Leikurinn útkljáðist loksins þegar að aparnir tóku elder drekann en buðu upp á að láta læsa sig inni í dreka pittinum. Ulti frá Villta henti þremur mönnum upp í loftið á meðan að Addi fékk að vera óáreittur í of langan tíma. Aparnir áttu ekki séns, death timerarnir voru of háir og Stólarnir gátu loksins tekið leikinn. Leikur 2 Leikur tvö leit allt öðru vísi út. Við sáum skemmtilega hluti koma í junglið, Eldur hjá Tindastól tók Zyru (sem fór misvel í menn) á meðan að Dréson tók Mundo. Aparnir sendu Seif á top lane að leika við Leikmann og þar voru þeir í mestu rólegheitum að farma. Það kom mun verr út fyrir Leikmann sem átti engin svör við risastóri framlínu apa á meðan að Seifur fékk að hoppa fram og til baka í baklínunni hjá Tindastól og brjóta hana. Bot lane hjá Tindastól náði sér aldrei á strik og fengu varla að spila leikinn. Tindastóll átti hreinlega ekki séns, náðu ekki einum objective í leiknum og aparnir pökkuðu þeim saman á 21 mínútu. Leikur 3 Með þriðja leik átti að útkljá hvort liðið ætti það skilið að deila efsta sætinu með Dusty Academy. Seifur stýrir öpunum með járnhendi og hann var snöggur að sjá veikleika í drafti Tindastóls. Karthus svínvirkar í jungle ef hann getur treyst á að fá að vera í friði. Stólarnir höfðu hinsvegar tekið frekar aðgerðarlausar hetjur á miðjuna og bot á meðan að aparnir buðu upp á svakalega ógn snemma í leiknum. Það var ekki verra fyrir apana að Controversial gat verið aleinn í heiminum á móti Sanders og Villta sem gátu í rauninni ekkert hótað að drepa hann og það gerði Brúsí kleyft að labba um með Dréson og setja gríðarlega pressu á Karthus. Það var einmitt Eldur sem að dó í fyrsta, annað og þriðja skiptið í leiknum þökk sé Dréson og hann fékk varla að spila leikinn. Aparnir settu upp ýmiss umsátur og ég vil ímynda mér að það hafi ekki verið mjög kátt á hjalla hjá Tindastól. Leikurinn var ekki jafn stuttur og sá á undan en Aparnir náðu samt að tryggja sér infernal sálina ansi snemma, alla heraldana og eitt stykki baron, þó að þeir hafi gert ævintýrlega tilraun til að drepast þar. Tindastóll enduðu þennan leik líka án þess að hafa tekið niður einn einasta objective og aparnir kláruðu hann á tæplega 28 mínútum. MVP: Seifur, midlaner Turboapes. Aðalástæðan fyrir að leikur 1 varð svona langur þar sem hann ríghélt öpunum inni. Leiddi svo sína menn til sigurs með góðri frammistöðu í hinum tveimur. Vodafone-deildin Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti
Önnur umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends fór fram í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá uppgjör á öllum viðureignum ásamt völdum hápunktum. Dusty Academy vs FH eSports Í síðustu deild var það fyllilega á hreinu að Dusty og FH væru tvö bestu lið landsins þó það væri mikill munur á liðunum. Í dag hefur ýmislegt breyst - Dusty hefur brotnað upp í tvö lið, Dusty sem inniheldur Hoiz og Legions frá fyrri deildum ásamt erlendum spilurum og svo Dusty Academy sem inniheldur áfram Nipplu, Sósu og Zarzator. Inn í Academy liðið koma Kristut og Sausi sem eru báðir gríðarlega góðir spilarar en þetta eru stórir skór að fylla. Að missa tvo bestu spilara landsins ætti að gera eitthvað til að jafna leikinn en eins og var nefnt síðast þá eru FH-ingar líka með nýja spilara og róteringar hjá sér. Við heyrðum í cutress, fyrrum ADC og glænýjum jungler FH í síðustu viku og hann var ekki spenntur fyrir að fara svona snemma gegn Dusty Academy þar sem hann hefði viljað meiri tíma fyrir liðið sitt að læra á nýjar stöður og hvern annan. Dusty Academy vs FH eSports. Leikur 1 Í leik eitt spiluðu báðir junglerarnir í kringum top side þar sem að það var mikilvægt fyrir bæði Nipplu og Kainzor að ná yfirhöndinni snemma. Cutress var fyrri til en Nippla vék sér snyrtilega frá gankinu og Sósa mætti svo á hárréttum tíma til að koma first bloodinu yfir á Nipplu. Minion wave-ið steinlá svo fyrir Nipplu sem gat fryst það undir turninum og komið sér í 20 minion forskot. Kristut og Zarzator voru að gera mjög góða hluti þrátt fyrir öflug picks hjá FH-ingunum og þar sem að Nippla var að standa sig svo vel gat Sósa spilað í kringum neðri helminginn af kortinu og hjálpað sínum mönnum. Það fór þannig að drápin röðuðust á Kristut sem nældi sér líka í gott minion forskot. Dusty strákarnir gerðu heiðarlega tilraun til að henda leiknum frá sér með gráðugri tilraun í dreka á tíundu mínútu sem endaði með að þeir misstu tvo meðlimi ásamt drekann sjálfan. Það skipti samt sem áður engu máli þar sem að Dusty náðu að grípa FH-ingana með buxurnar á hælunum á 16. mínútu og fengu ace-ið. Eftir það var hver einasti meðlimur Dusty orðinn fáránlega sterkur og þeir fóru létt með að klára leikinn á 24 mínútum. Leikur 2 Þessi byrjaði með blóðugu bot lane. wHyz og Kiddi reyndu skemmtilega hluti pikkunum til að refsa Sett pikkinu hjá Zarzator. Cutress spilaði líka töluvert í kringum bot side aftur. Það þýddi hinsvegar að það var litla hjálp að fá á top side þar sem að Kainzor missti wave-ið sitt yfir til Nipplu snemma í leiknum sem frysti það aftur. Þá fór Kainzor í könnunarleiðangur þar sem hann rakst á Sósu og rétt slapp í burtu. Hann haltraði aftur á lane til að hanga undir turni meðan Nippla var að freeza og missti þannig af heil miklu gulli og xp-i. Hann náði samt aðeins að svara fyrir sig með hreinu 1v1 sigri en hélt samt áfram að detta aftur úr farmi og Nippla tók hann svo í næsta 1v1 sem þeir fóru í. Eftir það var top lane algjörlega ónýtt. Á sama tíma var Desúlol lagður í einelti á miðjunni og Kled pikkið hans fékk ekkert að njóta sín. Sausi varð risastór á Rumble og hann tryggði sína menn í gegnum teamfight eftir teamfight. Dusty tóku svo örlítið klassískt Dusty move í lokin þar sem þeir slökktu á heilunum og fóru að leika sér en Sósa náði samt á endanum að laumast í gegnum baklínuna og brjóta nexusinn niður. MVP: Zarzator, support Dusty Academy Fékk að spila sinn mann Sett í báðum leikjunum og var algjörlega geggjaður í fyrri leiknum. Seinni helmingur seinni leiks var örlítið grunsamlegri en góð byrjun tryggði samt MVP titilinn. XY.esports vs Fylkir Esports Leikur 1 Gott gank frá Tartalausum tryggði first blood fyrir Leiftur McQueen á top lane. Það var eina drápið sem að Fylkir fengu í bráð hinsvegar þar sem að gríðarlega gott teleport frá Veggnum snéri ganki við á bot lane og endaði með að bæði Veggurinn og Yordle Stomper komu út með tvö dráp. XY.esports vs Fylkir Esports. Það gaf XY góða stjórn á leiknum og þeir voru snöggir að taka fyrstu þrjá drekana. Það skipti ekki öllu máli þó þeir færu að taka lélega slagi eftir það þar sem að Veggurinn á Yorick hótaði alltaf grimmu split pushi. Á endanum fengu XY síðasta infernalinn ásamt baron og þá héldum við að leikurinn væri búinn. Fylkir fengu hinsvegar drauma slag í kringum elder drekann, ace-uðu XY og tóku elder dragon líka. Það var samt of seint í rassinn gripið þar sem að Fylkir höfðu ekki náð neinum turnum af viti. Böffið kláraðist og flackoxd gerði mistök á miðjunni og lét grípa sig aleinan á miðjunni. XY þurftu ekki meira til, gátu brunað niður miðjuna til að loksins klára leikinn. Leikur 2 Í þetta skiptið var bot lane-ið hjá Fylki algjörlega að rústa. Jenk leit lygilega vel út á Taric og þökk sé því röðuðust drápin yfir á oyQ. Þeir gátu svo aðstoðað Leiftur McQueen að komast langt á undan Veggnum og voru þá með fulla stjórn á leiknum í byrjun með gott bakland í Vladimir og Zac þegar leið á. Þegar að XY byrjuðu loksins að fá nokkur dráp var leikurinn einfaldlega búinn og það voru Fylkir sem tóku þetta hægt og rólega. Leikur 3 XY náðu í first blood en fljótlega eftir það tóku þeir græðgislega tilraun í bláa böffið hjá Fylki og misstu þrjá menn fyrir vikið. Tvö dráp fóru við það yfir á oyQ og Fylkir gátu aftur nýtt þetta vel til að stækka bilið. Léleg baron tilraun hinsvegar hjá Fylki beit þá harkalega í bakhliðina þar sem að Mischiefs gat einfaldlega labbað inn í pittinn, smite-að baron af Fylki og svo pakkað þeim saman í slagnum eftirá. Baron buffið dugði til að taka niður inhibitor á miðjunni og á þeim punkti voru XY komnir tæplega 4k gulli yfir. Fylkir náðu þó að tryggja sér síðasta infernal drekann uppá sálina en þeir misstu baron #2 frá sér ásamt fjórum meðlimum sínum og var það aðeins flacoxd sem stóð eftir til að verja stöðina. Útlitið var svart en flackoxd náði að tefja ágætlega og á síðustu stundu þegar að XY ætluðu að taka niður nexus turnana kom inhibitorinn upp aftur sem að hægði nægilega á XY - Fylkir náðu að respawna, verja stöðina sína og taka svo ace-ið fljótlega eftirá. Þökk sé því gátu þeir tekið elder dreka ásamt baron og það dugði til að þeir kláruðu leikinn. MVP: Jenk, Taric og kisan Ég kann alltaf vel að meta góðan support og Jenk hjá Fylki stóð sig eins og hetja í þessum viðureignum, bæði sem Taric og sem kisan. KR LoL vs Somnio eSports Leikur 1 KR-ingarnir byrjuðu umferðina skelfilega. Nero Angelo ýtti Dr Skrímsli hratt inn undir turn og var með algjörlega yfirhönd í byrjun. Það þýddi samt að hann var galopinn þegar að Samherji kom í bakið á honum og nældi sér í first bloodið. Nero blæddi í teleport um leið og hann kom aftur upp og það var ömurlega einfalt fyrir Samherja að koma strax aftur í heimsókn og drepa Nero aftur. KR LoL vs Somnio eSports. Þetta virðist hafa tekið KR-ingana alveg á taugum sem að reyndu við dive á Dr Skrímsli fljótlega eftirá. Það fór hinsvegar á versta veg þar sem að Skrímslið lifði af en ekki Nero. Samherji fékk svo fleiri ókeypis dráp á bot þar sem að Oktopus og Tóti Túrbó létu grípa sig allt of nálægt óvina turninum. Þessir freebies gáfu Somnio of mörg lanes og þeir voru algjörlega með team comp sem gat nýtt sér það. KR-ingarnir gerðu samt betur í seinni helming leiksins þó það hafi verið of seint í rassinn gripið - það tók Somnio samt infernal sál, baron buff og elder dragon buff til að klára leikinn að lokum. Leikur 2 Í viðtali eftir leikina nefndu KR-ingar um að eftir þessa hroðalegu byrjun í leik 1 hafi þeir talað saman og ákveðið að leikurinn væri hreinlega tapaður. Þá væri betra fyrir þá að eyða honum í að hreinsa hugann og koma sterkir inn næst. Það er oft nefnt í þessum leikjum að junglerar eiga að fara og planta niður einu stykki ward og stökkva svo heim til sín að sækja sweeper trinket áður en leikurinn hefst. KR-ingarnir misnotuðu þetta svakalega og plöntuðu sér 5 í runna að bíða eftir Samherja þegar hann ætlaði að gera nákvæmlega það. Hann labbaði beint í fasið á KR-ingunum þannig að Nero Angelo fékk first blood sem var hárrétt manneskja í það. Hann var snöggur að taka yfir lane-ið án þess að gera sömu mistök og síðast og KR-ingarnir spiluðu mikið í kringum top lane. Grænn Slots var tilbúinn í heimsóknir á Twisted Fate og HausLaus var geggjaður á Gragas. Það þýddi að Dr Skrímsli og Samherji voru teknir úr leiknum. Oktopus og Tóti Túrbó voru helvíti góðir núna og héldu vel í Hroll og Smack 56. Þá var í raun þrýstingurinn á Delusional Kid að bera liðið sitt en Orianna er ekki beint þekkt fyrir að geta hard carryað leiki. Á mínútu 15 var hann þó kominn með tvö dráp en það voru einu drápin sem að Somniu höfðu fengið. Hinu meginn við borðið var Nero kominn í 5/1/4 og KR-ingar í 11 drápum tótalt. Það glitti aldrei í sól hjá Somnio og það voru KR-ingarnir svo sem tóku þetta á 25 mínútum. Leikur 3 Tóti Túrbó kom, sá og sigraði. Þeir fengu Sennu Tahm Kench á bot aftur og KR spilaði harkalega í kringum þá. Leikurinn var "hægur" í byrjun miðað við íslenska leiki en svo kom teleport play á bot frá Nero sem tryggði þeim nokkur dráp, þá sérstaklega 2 á Tóta. Nero var ekkert að flýta sér heim til sín heldur fór cutress á top til að taka á móti wave-inu og halda Dr skrímsli fjarri turninum og það leyfði Nero og Tóta að pikka upp enn fleiri dráp með auðveldu dive-i. Somnio var svo refsað grimmilega fyrir að reyna að taka niður fyrsta drekann þar sem að Tóti bætti við sig fjórða drápinu meðan að HausLaus stal drekanum af þeim. Leikurinn var hreint og beint rúst þar sem að ekkert gekk upp hjá Somnio, töpuðu á hverju einasta lane-i og KR-ingarnir kláruðu þríleikinn auðveldlega. MVP: KR Oktopus, ADC fyrir KR. Rock solid í gegnum alla þrjá leikina og það voru þeir bot lane bræður sem kepptust um MVP titilinn. Turboapes United vs Tindastóll #Stóllinn Leikur 1 Það var mikið búið að spá í spilin fyrir þessa viðureign líka. Bæði Turboapes og Tindastóll unnu sína fyrstu umferð en það var bara annað liðið sem gat endað viku tvö með fullt hús stiga líkt og Dusty. Leikur eitt var temmilega rólegur miðað við marga í þessari deild. Á tuttugustu mínútu voru aðeins 14 dráp komin og 8 þeirra tilheyrðu öpunum. Það var samt ekki alveg á hreinu hvort liðið væri með yfirhöndina þótt að aparnir væru með tæplega 3k gull í mun því það hafði ekki gengið nógu vel að halda aftur af Adda. Turboapes United vs Tindastóll #Stóllinn. Stólarnir náu samt að snúa við leiknum með ágætis teamfight þar sem þeir jöfnuðu muninn snyrtilega. Leikurinn var samt borðtenniseftirherma þar sem að Tindastóll tóku svo baron og náðu að drepast allir eiginlega strax eftirá. Sömuleiðis tóku aparnir næsta baron á meðan að Stólarnir tryggðu sér infernal sálina en aparnir gátu samt ekki nýtt baron buffið í neitt af viti. Leikurinn útkljáðist loksins þegar að aparnir tóku elder drekann en buðu upp á að láta læsa sig inni í dreka pittinum. Ulti frá Villta henti þremur mönnum upp í loftið á meðan að Addi fékk að vera óáreittur í of langan tíma. Aparnir áttu ekki séns, death timerarnir voru of háir og Stólarnir gátu loksins tekið leikinn. Leikur 2 Leikur tvö leit allt öðru vísi út. Við sáum skemmtilega hluti koma í junglið, Eldur hjá Tindastól tók Zyru (sem fór misvel í menn) á meðan að Dréson tók Mundo. Aparnir sendu Seif á top lane að leika við Leikmann og þar voru þeir í mestu rólegheitum að farma. Það kom mun verr út fyrir Leikmann sem átti engin svör við risastóri framlínu apa á meðan að Seifur fékk að hoppa fram og til baka í baklínunni hjá Tindastól og brjóta hana. Bot lane hjá Tindastól náði sér aldrei á strik og fengu varla að spila leikinn. Tindastóll átti hreinlega ekki séns, náðu ekki einum objective í leiknum og aparnir pökkuðu þeim saman á 21 mínútu. Leikur 3 Með þriðja leik átti að útkljá hvort liðið ætti það skilið að deila efsta sætinu með Dusty Academy. Seifur stýrir öpunum með járnhendi og hann var snöggur að sjá veikleika í drafti Tindastóls. Karthus svínvirkar í jungle ef hann getur treyst á að fá að vera í friði. Stólarnir höfðu hinsvegar tekið frekar aðgerðarlausar hetjur á miðjuna og bot á meðan að aparnir buðu upp á svakalega ógn snemma í leiknum. Það var ekki verra fyrir apana að Controversial gat verið aleinn í heiminum á móti Sanders og Villta sem gátu í rauninni ekkert hótað að drepa hann og það gerði Brúsí kleyft að labba um með Dréson og setja gríðarlega pressu á Karthus. Það var einmitt Eldur sem að dó í fyrsta, annað og þriðja skiptið í leiknum þökk sé Dréson og hann fékk varla að spila leikinn. Aparnir settu upp ýmiss umsátur og ég vil ímynda mér að það hafi ekki verið mjög kátt á hjalla hjá Tindastól. Leikurinn var ekki jafn stuttur og sá á undan en Aparnir náðu samt að tryggja sér infernal sálina ansi snemma, alla heraldana og eitt stykki baron, þó að þeir hafi gert ævintýrlega tilraun til að drepast þar. Tindastóll enduðu þennan leik líka án þess að hafa tekið niður einn einasta objective og aparnir kláruðu hann á tæplega 28 mínútum. MVP: Seifur, midlaner Turboapes. Aðalástæðan fyrir að leikur 1 varð svona langur þar sem hann ríghélt öpunum inni. Leiddi svo sína menn til sigurs með góðri frammistöðu í hinum tveimur.
Vodafone-deildin Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti