Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. maí 2020 20:00 Vilhelm/Vísir Söngkonuna og hæfileikabúntið Þórunni Antoníu þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en Þórunn er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Þórunn eignaðist sitt annað barn í lok síðasta sumars og er nú búsett ásamt börnum sínum tveimur í blómabænum Hveragerði. Lífið í dag er bara ljúft. Er í þessum töluðu orðum að lakka á mér táneglurnar, hlusta á tónlist frá Kúbu og með opið út á pall. Sólin skín og ég er að láta renna í pottinn. Framundan eru allskonar spennandi verkefni en þau fléttast betur saman að Covid-ástandi loknu. Núna er ég bara að sinna mér, fallegu börnunum mínum tveimur, húsinu mínu og garðinum. Þórunn segist elska að vera einhleyp og nýtur þess að vera í eigin félagsskap. Hún segir það vera mikilvægan eiginleika að geta verið glaður einn með sjálfum sér. Sérstaklega ef það á svo að bæta einhverjum við lífið seinna. „Grunnurinn verður að vera góður, svona eins og í góðri pizzu.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi eitthvað verið að kíkja á stefnumót segir hún svo ekki vera. Ég tók öllum fyrirmælum alvarlega þegar samkomubannið skall á og hafði minn innsta hring agnarsmáan því ég elska mitt fólk afar heitt og tók enga sjénsa með heilsu okkar. En ég hef alveg spjallað við fólk en engin deit. Svona þér að segja þá hef ég ekki farið á neitt deit á þessu ári! Aðsend mynd Nafn? Þórunn Antonía Magnúsdóttir Gælunafn eða hliðarsjálf? Vá, ég á svo mörg gælunöfn. Ég bjó um árabil í London að vinna í tónlist með ólíkum hljómsveitum og fékk ófá gælunöfnin á þeim tíma. Til dæmis The Cat af því að ég er gædd þeim hæfileika að geta sofnað hvar sem er, hvenær sem er og þá sérstaklega í leiðinlegum aðstæðum. Fyndnast þótti þegar ég lagði höfuðið á ískaldan hljómborðskassann og lagði mig í miðju trommu-soundchecki. Þetta gerist líka iðulega í bíó. Gefðu mér eitt stykki hasar-eltingaleik með tæknibrellum og ég sef eins og engill. Svo eru það gælunöfnin Disco Pixie, Monkey, Thozza, Thozzmatron, T pot, Viking, Shalon Stone (Fékk það í Japan á tónleikaferðalagi) Hjartanía, Tóta Tónía og Mýsla. Aldur í árum? Þrjátíu og sex(ý). Aldur í anda? Svona 10 ára og 100 ára. Hokin af reynslu en ung í anda. Menntun? Engar stórfenglegar gráður til að stæra mig af hér en ég á að baki níu ára listdanssnám í Listdanskóla Íslands. Ég er með grunnskólapróf og menntaskólaviðveru. Eitthvað smá leiklistarbrölt og allskonar námskeið hér og þar. Aðallega hef ég reynslu sem engin menntun gæti komið í staðinn fyrir. Ég fluttist um 18 ára aldur út í heim og vann sem tónlistarkona um heim allan og var á samningi hjá stórum útgáfufyrirtækjum. Frábær reynsla sem verður ekki kennd í neinum skóla. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég greiddi mér með gaffli og fleiri gamansögur. Guilty pleasure kvikmynd? Hey! Ég stend með öllum mínum nautnum. En ætli það væri ekki hressandi kvöldstund að grafa upp Vanilla Ice myndina í góðum félagsskap. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Auðvitað. Er ekki lífið alltaf skemmtilegra þegar maður er skotin? Í barnæsku var það Nonni eða Manni, kannski bara báðir. Svo voru það The Boys. Svo komu unglingaskotin, Leonardo DiCaprio og Jaret Leto. Svo hafði ég reyndar alltaf mjög veikan blett fyrir Johnny Knoxville. Eilífðar ástin mín er samt Bill Murray, hann er bara fyndnastur og bestur. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Aldrei. Það er ótrúlega skrýtið. Syngur þú í sturtu? Að sjálfsögðu. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á Tinder? Nei. Ég var með Tinder en barnið mitt var að leika sér í símanum og matchaði óvart við mann með andlits-tattú þannig að ég henti því út. En svo kemst ég ekki lengur inn á Tinder. Kannski að einhver hafi reportað mig, haha! Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, sterk, einlæg. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Bíddu ég ætla að hringja í vinkonu….! Hún sagði: Yndisleg, traust, best og fyndnust. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og jákvæðni. Ég get ekki fýlupúka sem taka sig og lífið of hátíðlega. Lífið er erfitt fyrir alla en við höfum val hvernig við lítum á það. Svo finnst mér fólk heillandi sem þorir að tjá sig og standa með sjálfum sér og skoðunum sínum. Svo heillast ég af víðsýni, heiðarleika, einlægni og að þora að vera manneskja með öllu sem því fylgir. Að geta litið í eiginn barm og sagt fyrirgefðu ef eitthvað útaf bregður, það finnst mér heillandi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Æji svona fólk sem tekur öllu alveg bókstaflega og þrífst á deilum í gegnum lögfæðinga og svoleiðis óþarfa drama. Mér finnst alls ekki heillandi þegar fólk talar illa um aðra, hlustar á slúður og dreifir slúðri. Fólk sem lítur niður á annað fólk því það er ekki eins og það er. Það finnst mér mjög óheillandi. Svo er til dæmis mjög óheillandi að hrækja. Í alvöru hver hrækir bara úti á götu, oj. Svo er líka óheillandi að líta of stórt á sig og vera narsisisti sem spilar sig fórnarlamb. Það er verst. Fólk sem vælir yfir öllu. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Klárlega köttur sem fer sínar eigin leiðir. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Marilyn Monroe, Bill Murray, Dolly Parton, Neil Young. Afsakið fjarkann, kynjahlutfallið sko! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ó, svo mörgum. Spyrjið bara mína fyrrverandi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hlæja og skapa list, tónlist og myndlist. Að vera með börnum mínum, vinum og fjölskyldu. Að njóta listar. Fara á tónleika, borða góðan mat sem einhver annar eldar fyrir mig. Að drasla til, fara í nudd, gera yoga, horfa á spennandi þætti. Ferðast. Lifa. Njóta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að taka til. Að borga reikninga og að vinna alla pappírsvinnu. Að skipuleggja mig og að vakna snemma. Ertu A eða B týpa? Ég gaf þér ágætis vísbendingu hér að ofan en svarið er meira svona C en B. En afkvæma minna vegna hef ég verið neydd í A flokkinn og er bara mamma að gera mitt besta í flokk ofar minni getu dag frá degi. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð eða spæld, en samt báðum meginn. Alls ekki runny, oj. Hvernig viltu kaffið þitt? Ótrúlega sterkt, helst ítalskar eða kólumbískar baunir. Ég grínast ekki með kaffið mitt. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég hef ekki farið út að skemmta mér svo lengi að ég man það ekki. Þegar maður vinnur við að skemmta fólki er meira heillandi að fara fínt út að borða, að fara í spa, út að labba og gera þannig vel við sig. En ég fer út að borða á Apótekið, Sushi Social og Snaps. Svo fer ég í te á Luna Flórens úti á Granda. Það er himneskt. Ef einhver kallar þig sjomlu? Þá hlæ ég bara því það hlýtur að vera einhver sem er að djóka. Eða einhver sem á ekki sjéns í helvíti. Draumastefnumótið? Bara eitthvað fallegt. Skemmtilegt og óvænt. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, til dæmis oft mínir eigin textar á tónleikum. En þá er bara að brosa og láta eins og þetta eigi að vera svona, bara eins og með allt lífið sjálft. Aðsend mynd Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Þar sem ég hef klárað allt fjöldamorðingja- og mafíutengt efni á heimsvísu þá færi ég mig næst yfir í glæpaheimildarþætti eða eitthvað grín. Síðast var það Working Moms sem er mjög fyndið. Ég var reyndar líka að klára Tiger King og áttaði mig á því að samkvæmt fataskápnum mínum er ég greinilega leynilegt ástarbarn Carol Baskin og Joe Exotic miðað við kögurjakkana og hlébarðamunsturs múnderingarnar sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Hvaða bók lastu síðast? Ljóðabókina Geimtungl eftir Jóhann Helgason sem ég glugga oft í. En síðasta bók sem ég las var Skuggi vindsins. Hvað er Ást? Ást er að elska. Að finna hlýju sem þú vilt ekki lifa án. Að vilja svo eyða tíma með þeirri manneskju fremur en annari. En ást er í öllum og öllu. Líf mitt er fullt af ást þrátt fyrir að ég sé einhleyp. Fullt af vinum og fjölskyldu, tvö yndisleg börn. Að vera ástfangin er samt líka meðvitað ástand sem allir geta skapað, sama hvort þeir eiga maka eða ekki. Ég leik mér með það. Að skapa ást á mínu heimili með andrúmsloftinu. Tónlist, jákvæðar hugsanir, húmor og blóm. Ég er kona sem kaupir sér blóm og ég elska það. Aðsend mynd Makamál þakka Þórunni kærlega fyrir spjallið og hlakka til að fylgjast með komandi ævintýrum. Einhleypan Tengdar fréttir Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Rapparinn Eyjólfur Eyvindarson, sem er betur þekktur sem Sesar A, gaf kærustunni sinni frumlega afmælisgjöf á dögunum en hann fann nýverið ástina í örmum Ásdísar Þulu. 11. maí 2020 20:00 Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum „Þetta hefur verið algjör sprengja. Netsalan hefur stóraukist sem og salan í búðinni. Núna eru það pörin sem eru að kaupa mest.“ Þetta segir Emilía markaðsstjóri hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. 12. maí 2020 21:00 Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Notar þú kynlífshjálpartæki? Makamál Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Söngkonuna og hæfileikabúntið Þórunni Antoníu þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en Þórunn er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Þórunn eignaðist sitt annað barn í lok síðasta sumars og er nú búsett ásamt börnum sínum tveimur í blómabænum Hveragerði. Lífið í dag er bara ljúft. Er í þessum töluðu orðum að lakka á mér táneglurnar, hlusta á tónlist frá Kúbu og með opið út á pall. Sólin skín og ég er að láta renna í pottinn. Framundan eru allskonar spennandi verkefni en þau fléttast betur saman að Covid-ástandi loknu. Núna er ég bara að sinna mér, fallegu börnunum mínum tveimur, húsinu mínu og garðinum. Þórunn segist elska að vera einhleyp og nýtur þess að vera í eigin félagsskap. Hún segir það vera mikilvægan eiginleika að geta verið glaður einn með sjálfum sér. Sérstaklega ef það á svo að bæta einhverjum við lífið seinna. „Grunnurinn verður að vera góður, svona eins og í góðri pizzu.“ Þegar hún er spurð hvort hún hafi eitthvað verið að kíkja á stefnumót segir hún svo ekki vera. Ég tók öllum fyrirmælum alvarlega þegar samkomubannið skall á og hafði minn innsta hring agnarsmáan því ég elska mitt fólk afar heitt og tók enga sjénsa með heilsu okkar. En ég hef alveg spjallað við fólk en engin deit. Svona þér að segja þá hef ég ekki farið á neitt deit á þessu ári! Aðsend mynd Nafn? Þórunn Antonía Magnúsdóttir Gælunafn eða hliðarsjálf? Vá, ég á svo mörg gælunöfn. Ég bjó um árabil í London að vinna í tónlist með ólíkum hljómsveitum og fékk ófá gælunöfnin á þeim tíma. Til dæmis The Cat af því að ég er gædd þeim hæfileika að geta sofnað hvar sem er, hvenær sem er og þá sérstaklega í leiðinlegum aðstæðum. Fyndnast þótti þegar ég lagði höfuðið á ískaldan hljómborðskassann og lagði mig í miðju trommu-soundchecki. Þetta gerist líka iðulega í bíó. Gefðu mér eitt stykki hasar-eltingaleik með tæknibrellum og ég sef eins og engill. Svo eru það gælunöfnin Disco Pixie, Monkey, Thozza, Thozzmatron, T pot, Viking, Shalon Stone (Fékk það í Japan á tónleikaferðalagi) Hjartanía, Tóta Tónía og Mýsla. Aldur í árum? Þrjátíu og sex(ý). Aldur í anda? Svona 10 ára og 100 ára. Hokin af reynslu en ung í anda. Menntun? Engar stórfenglegar gráður til að stæra mig af hér en ég á að baki níu ára listdanssnám í Listdanskóla Íslands. Ég er með grunnskólapróf og menntaskólaviðveru. Eitthvað smá leiklistarbrölt og allskonar námskeið hér og þar. Aðallega hef ég reynslu sem engin menntun gæti komið í staðinn fyrir. Ég fluttist um 18 ára aldur út í heim og vann sem tónlistarkona um heim allan og var á samningi hjá stórum útgáfufyrirtækjum. Frábær reynsla sem verður ekki kennd í neinum skóla. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég greiddi mér með gaffli og fleiri gamansögur. Guilty pleasure kvikmynd? Hey! Ég stend með öllum mínum nautnum. En ætli það væri ekki hressandi kvöldstund að grafa upp Vanilla Ice myndina í góðum félagsskap. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Auðvitað. Er ekki lífið alltaf skemmtilegra þegar maður er skotin? Í barnæsku var það Nonni eða Manni, kannski bara báðir. Svo voru það The Boys. Svo komu unglingaskotin, Leonardo DiCaprio og Jaret Leto. Svo hafði ég reyndar alltaf mjög veikan blett fyrir Johnny Knoxville. Eilífðar ástin mín er samt Bill Murray, hann er bara fyndnastur og bestur. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Aldrei. Það er ótrúlega skrýtið. Syngur þú í sturtu? Að sjálfsögðu. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Ertu á Tinder? Nei. Ég var með Tinder en barnið mitt var að leika sér í símanum og matchaði óvart við mann með andlits-tattú þannig að ég henti því út. En svo kemst ég ekki lengur inn á Tinder. Kannski að einhver hafi reportað mig, haha! Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Jákvæð, sterk, einlæg. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Bíddu ég ætla að hringja í vinkonu….! Hún sagði: Yndisleg, traust, best og fyndnust. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og jákvæðni. Ég get ekki fýlupúka sem taka sig og lífið of hátíðlega. Lífið er erfitt fyrir alla en við höfum val hvernig við lítum á það. Svo finnst mér fólk heillandi sem þorir að tjá sig og standa með sjálfum sér og skoðunum sínum. Svo heillast ég af víðsýni, heiðarleika, einlægni og að þora að vera manneskja með öllu sem því fylgir. Að geta litið í eiginn barm og sagt fyrirgefðu ef eitthvað útaf bregður, það finnst mér heillandi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Æji svona fólk sem tekur öllu alveg bókstaflega og þrífst á deilum í gegnum lögfæðinga og svoleiðis óþarfa drama. Mér finnst alls ekki heillandi þegar fólk talar illa um aðra, hlustar á slúður og dreifir slúðri. Fólk sem lítur niður á annað fólk því það er ekki eins og það er. Það finnst mér mjög óheillandi. Svo er til dæmis mjög óheillandi að hrækja. Í alvöru hver hrækir bara úti á götu, oj. Svo er líka óheillandi að líta of stórt á sig og vera narsisisti sem spilar sig fórnarlamb. Það er verst. Fólk sem vælir yfir öllu. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Klárlega köttur sem fer sínar eigin leiðir. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Marilyn Monroe, Bill Murray, Dolly Parton, Neil Young. Afsakið fjarkann, kynjahlutfallið sko! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ó, svo mörgum. Spyrjið bara mína fyrrverandi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hlæja og skapa list, tónlist og myndlist. Að vera með börnum mínum, vinum og fjölskyldu. Að njóta listar. Fara á tónleika, borða góðan mat sem einhver annar eldar fyrir mig. Að drasla til, fara í nudd, gera yoga, horfa á spennandi þætti. Ferðast. Lifa. Njóta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að taka til. Að borga reikninga og að vinna alla pappírsvinnu. Að skipuleggja mig og að vakna snemma. Ertu A eða B týpa? Ég gaf þér ágætis vísbendingu hér að ofan en svarið er meira svona C en B. En afkvæma minna vegna hef ég verið neydd í A flokkinn og er bara mamma að gera mitt besta í flokk ofar minni getu dag frá degi. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð eða spæld, en samt báðum meginn. Alls ekki runny, oj. Hvernig viltu kaffið þitt? Ótrúlega sterkt, helst ítalskar eða kólumbískar baunir. Ég grínast ekki með kaffið mitt. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég hef ekki farið út að skemmta mér svo lengi að ég man það ekki. Þegar maður vinnur við að skemmta fólki er meira heillandi að fara fínt út að borða, að fara í spa, út að labba og gera þannig vel við sig. En ég fer út að borða á Apótekið, Sushi Social og Snaps. Svo fer ég í te á Luna Flórens úti á Granda. Það er himneskt. Ef einhver kallar þig sjomlu? Þá hlæ ég bara því það hlýtur að vera einhver sem er að djóka. Eða einhver sem á ekki sjéns í helvíti. Draumastefnumótið? Bara eitthvað fallegt. Skemmtilegt og óvænt. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, til dæmis oft mínir eigin textar á tónleikum. En þá er bara að brosa og láta eins og þetta eigi að vera svona, bara eins og með allt lífið sjálft. Aðsend mynd Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Þar sem ég hef klárað allt fjöldamorðingja- og mafíutengt efni á heimsvísu þá færi ég mig næst yfir í glæpaheimildarþætti eða eitthvað grín. Síðast var það Working Moms sem er mjög fyndið. Ég var reyndar líka að klára Tiger King og áttaði mig á því að samkvæmt fataskápnum mínum er ég greinilega leynilegt ástarbarn Carol Baskin og Joe Exotic miðað við kögurjakkana og hlébarðamunsturs múnderingarnar sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Hvaða bók lastu síðast? Ljóðabókina Geimtungl eftir Jóhann Helgason sem ég glugga oft í. En síðasta bók sem ég las var Skuggi vindsins. Hvað er Ást? Ást er að elska. Að finna hlýju sem þú vilt ekki lifa án. Að vilja svo eyða tíma með þeirri manneskju fremur en annari. En ást er í öllum og öllu. Líf mitt er fullt af ást þrátt fyrir að ég sé einhleyp. Fullt af vinum og fjölskyldu, tvö yndisleg börn. Að vera ástfangin er samt líka meðvitað ástand sem allir geta skapað, sama hvort þeir eiga maka eða ekki. Ég leik mér með það. Að skapa ást á mínu heimili með andrúmsloftinu. Tónlist, jákvæðar hugsanir, húmor og blóm. Ég er kona sem kaupir sér blóm og ég elska það. Aðsend mynd Makamál þakka Þórunni kærlega fyrir spjallið og hlakka til að fylgjast með komandi ævintýrum.
Einhleypan Tengdar fréttir Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Rapparinn Eyjólfur Eyvindarson, sem er betur þekktur sem Sesar A, gaf kærustunni sinni frumlega afmælisgjöf á dögunum en hann fann nýverið ástina í örmum Ásdísar Þulu. 11. maí 2020 20:00 Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum „Þetta hefur verið algjör sprengja. Netsalan hefur stóraukist sem og salan í búðinni. Núna eru það pörin sem eru að kaupa mest.“ Þetta segir Emilía markaðsstjóri hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. 12. maí 2020 21:00 Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Notar þú kynlífshjálpartæki? Makamál Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Rapparinn Eyjólfur Eyvindarson, sem er betur þekktur sem Sesar A, gaf kærustunni sinni frumlega afmælisgjöf á dögunum en hann fann nýverið ástina í örmum Ásdísar Þulu. 11. maí 2020 20:00
Rúmfræði: Aldrei eins mikil sala á sleipiefni og blætisvörum „Þetta hefur verið algjör sprengja. Netsalan hefur stóraukist sem og salan í búðinni. Núna eru það pörin sem eru að kaupa mest.“ Þetta segir Emilía markaðsstjóri hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. 12. maí 2020 21:00
Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00