Tónlist

Samkoma: Tón­leikar með Reykja­víkur­dætrum

Tinni Sveinsson skrifar
Reykjavíkurdætur koma fram í Sundhöll Reykjavíkur klukkan tólf.
Reykjavíkurdætur koma fram í Sundhöll Reykjavíkur klukkan tólf.

Klukkan tólf halda Reykjavíkurdætur tónleika hér á Vísi.

Tónleikaröðin nefnist Samkoma og eru tónleikarnir allir í beinni útsendingu hér á Vísi á morgnana. Reykjavíkurdætur ætla að koma sér fyrir í Sundhöll Reykjavíkur, sem stendur tóm þessa dagana vegna samkomubannsins.

Hægt er að horfa á beinu útsendinguna hér fyrir neðan en einnig á Facebook-síðu Vísis og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.

Klippa: Samkoma - Reykjavíkurdætur

Vísir hefur fengið leikstjórann Ágúst Bent til liðs við sig til að halda utan um tónleikana og er framleiðslan í höndum Skjáskots.

Ellen Kristjáns, Teitur Magnússon, Sturla Atlas, Krummi Björgvinsson, Bríet, Snorri Helgason, Geirfuglarnir og Þórunn Antonía hafa öll flutt afar vel heppnaða tónleika í tónleikaröðinni Samkoma hér á Vísi. Hægt er að horfa á tónleika þeirra í greinunum sem eru tengdar hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Samkoma: Tónleikar með Krumma

Krummi Björgvinsson heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×