Tónlist

Sýna hvernig við gúggluðum tónlistarfólk síðasta áratuginn

Samúel Karl Ólason skrifar

Leitarvél Google er notuð um allan heim og fangar tölfræði fyrirtækisins áhuga heimsbúa á tilteknum málum. Starfsmenn Google hafa nú tekið saman áhuga fólks á tónlistarfólki undanfarin áratug og sett fram á myndrænan hátt.

Niðurstöðurnar byggja á tíðni þess hve oft umrætt tónlistarfólk er „gúgglað“ og hefur það verið sett hér í tímaröð þar sem fylgjast má með hvernig áhuginn breyttist yfir árinn.

Justin Bieber byrjaði áratuginn til dæmis á því að vera mikið á milli tannanna á fólki og hélt hann fyrsta sætinu í nokkur ár. Fólk hefur sömuleiðis haft mikinn áhuga á Beyoncé, Adele, Eminem, Nicki Minaj og mörgum öðrum.

Þetta árið er nokkuð sérstakt þar sem söngvarinn R. Kelly var mikið á milli tannanna á fólki í byrjun þess. Það var líklegast vegna ásakan gegn honum um kynferðisofbeldi. Seinni hluta ársins hefur söngkonan unga, Billie Eilish þó setið fast í efsta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.