Myndlistarkonan og plötusnúðurinn Ólöf Rún Benediktsdóttir þeytir reglulega skífum undir nafninu Hexía á hinum ýmsu knæpum borgarinnar.
Á döfinni hjá Ólöfu er að taka þátt í Code Café á Rask #2 viðburðaseríunni, en í þessum tiltekna viðburði verða rauntímaforritunargjörningar framdir á Loft Hostel.
„Þetta eru allt lög sem ég er búin að fá á heilann einhvern tímann á seinustu mánuðum,“ segir Ólöf um lagavalið og bætir við að listinn byrji hress „en leysist svo upp í allsherjar danslagamaníu um miðbik listans.“
Endilega laumiði lukkuskildingi í kynngimagnaðan glymskratta seiðskrattans í Spotify-spilaranum hér að neðan.
Föstudagsplaylisti Hexíu
