Hvað ætlaði Finn eiginlega að segja við Rey? Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2019 20:34 Hér sjást Finn og Rey rétt áður en sá fyrrnefndi kveðst nauðsynlega að þurfa að segja þeirri síðarnefndu svolítið. IMDB JJ Abrams, leikstjóri kvikmyndarinnar Star Wars: The Rise of Skywalker, er sagður hafa staðfest það við aðdáendur hvað Finn, annarri söguhetju myndarinnar, lá svo ógurlega á að segja við hina söguhetjuna, Rey, þegar þau höfðu komið sér í ógöngur í byrjun myndarinnar.Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu Stjörnustríðsmyndina og vilja alls ekkert vita um hana þurfa að hætta að lesa strax! . . . . Margir þeirra, sem hafa gert sér ferð í kvikmyndahús yfir jólin og barið Upprisu geimgengilsins augum, hafa eflaust sett spurningamerki við það sem fór áðurnefndum Finn og Rey á milli rétt áður en þau sukku ofan í kviksyndi í einu af fyrstu atriðum myndarinnar. Er þau sökkva segir Finn, sem John Boyega leikur, við Rey, í túlkun Daisy Ridley, að hann verði að segja henni svolítið.Sjá einnig: Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Finn vill hins vegar ekki fara nánar út í málið þegar þau eru hólpin og neitar aftur að gera grein fyrir ummælum sínum þegar flugmaðurinn Poe Dameron, sem Oscar Isaac leikur, innir hann eftir þeim undir lok myndarinnar. Áhorfendur fá þannig aldrei að vita hvað það var sem Finn lá á hjarta í kviksyndinu. Aðdáendur voru fljótir að setja fram hinar ýmsu getgátur, sem leyst gætu málið, og Boyega sjálfur kollvarpaði meira að segja einni slíkri. „Nei… Finn ætlaði ekki að segja „ég elska þig“ áður en hann sökk!“ skrifaði leikarinn á Twitter á Þorláksmessu. No... Finn wasn’t going to say I love you before sinking!— John Boyega (@JohnBoyega) December 23, 2019 Þá virðist raunar sem ráðgátan hafi verið leyst tveimur dögum áður. Kaila Spencer, blaðamaður sem var viðstödd forsýningu á Star Wars: The Rise of Skywalker skömmu fyrir jól, greindi frá því á Twitter að JJ Abrams, leikstjóri myndarinnar, hefði leyst frá skjóðunni í samtölum við áhorfendur. Finn hefði viljað tjá Rey að hann fyndi sjálfur fyrir „mættinum“ (e. Force) eftirsótta, sem liðsmenn Jedi- og Sith-reglnanna í Stjörnustríðsheiminum búa yfir. Rey er einn af handhöfum máttarins en Finn hafði ekki sýnt slíka tilburði, að minnsta kosti ekki áberandi. Abrams er jafnframt sagður hafa viljað eftirláta áhorfendum málið opið til túlkunar. I just want to clarify, he didn’t announce this during the Q&A but talked to every fan that wanted to talk and take pics after and one person asked about what Finn wanted to say and this is what J.J. confirmed with him. Either way it was written rlly confusing but yeah— kaila ren (@ar1aster) December 21, 2019 Star Wars: The Rise of Skywalker var frumsýnd 16. desember síðastliðinn og þénaði tæpar fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala yfir frumsýningarhelgina. Hún er jafnframt aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir, samkvæmt lista á vefsíðunni Kvikmyndir.is. Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Star Wars olli usla í Fortnite Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. 15. desember 2019 09:57 Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. 25. nóvember 2019 18:44 Dauðvona aðdáandi fékk að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir frumsýningu Afþreyingarrisinn Disney hefur orðið við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. 30. nóvember 2019 22:35 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
JJ Abrams, leikstjóri kvikmyndarinnar Star Wars: The Rise of Skywalker, er sagður hafa staðfest það við aðdáendur hvað Finn, annarri söguhetju myndarinnar, lá svo ógurlega á að segja við hina söguhetjuna, Rey, þegar þau höfðu komið sér í ógöngur í byrjun myndarinnar.Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á nýjustu Stjörnustríðsmyndina og vilja alls ekkert vita um hana þurfa að hætta að lesa strax! . . . . Margir þeirra, sem hafa gert sér ferð í kvikmyndahús yfir jólin og barið Upprisu geimgengilsins augum, hafa eflaust sett spurningamerki við það sem fór áðurnefndum Finn og Rey á milli rétt áður en þau sukku ofan í kviksyndi í einu af fyrstu atriðum myndarinnar. Er þau sökkva segir Finn, sem John Boyega leikur, við Rey, í túlkun Daisy Ridley, að hann verði að segja henni svolítið.Sjá einnig: Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Finn vill hins vegar ekki fara nánar út í málið þegar þau eru hólpin og neitar aftur að gera grein fyrir ummælum sínum þegar flugmaðurinn Poe Dameron, sem Oscar Isaac leikur, innir hann eftir þeim undir lok myndarinnar. Áhorfendur fá þannig aldrei að vita hvað það var sem Finn lá á hjarta í kviksyndinu. Aðdáendur voru fljótir að setja fram hinar ýmsu getgátur, sem leyst gætu málið, og Boyega sjálfur kollvarpaði meira að segja einni slíkri. „Nei… Finn ætlaði ekki að segja „ég elska þig“ áður en hann sökk!“ skrifaði leikarinn á Twitter á Þorláksmessu. No... Finn wasn’t going to say I love you before sinking!— John Boyega (@JohnBoyega) December 23, 2019 Þá virðist raunar sem ráðgátan hafi verið leyst tveimur dögum áður. Kaila Spencer, blaðamaður sem var viðstödd forsýningu á Star Wars: The Rise of Skywalker skömmu fyrir jól, greindi frá því á Twitter að JJ Abrams, leikstjóri myndarinnar, hefði leyst frá skjóðunni í samtölum við áhorfendur. Finn hefði viljað tjá Rey að hann fyndi sjálfur fyrir „mættinum“ (e. Force) eftirsótta, sem liðsmenn Jedi- og Sith-reglnanna í Stjörnustríðsheiminum búa yfir. Rey er einn af handhöfum máttarins en Finn hafði ekki sýnt slíka tilburði, að minnsta kosti ekki áberandi. Abrams er jafnframt sagður hafa viljað eftirláta áhorfendum málið opið til túlkunar. I just want to clarify, he didn’t announce this during the Q&A but talked to every fan that wanted to talk and take pics after and one person asked about what Finn wanted to say and this is what J.J. confirmed with him. Either way it was written rlly confusing but yeah— kaila ren (@ar1aster) December 21, 2019 Star Wars: The Rise of Skywalker var frumsýnd 16. desember síðastliðinn og þénaði tæpar fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala yfir frumsýningarhelgina. Hún er jafnframt aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir, samkvæmt lista á vefsíðunni Kvikmyndir.is.
Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Star Wars olli usla í Fortnite Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. 15. desember 2019 09:57 Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. 25. nóvember 2019 18:44 Dauðvona aðdáandi fékk að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir frumsýningu Afþreyingarrisinn Disney hefur orðið við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. 30. nóvember 2019 22:35 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Star Wars olli usla í Fortnite Gífurlegt álag var á vefþjónum hins vinsæla leiks Fornitne í gær þegar sérstakur Star Wars viðburður átti sér stað og sýnt var atriði úr myndinni Star Wars: The Rise of Skywalker. 15. desember 2019 09:57
Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. 25. nóvember 2019 18:44
Dauðvona aðdáandi fékk að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir frumsýningu Afþreyingarrisinn Disney hefur orðið við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. 30. nóvember 2019 22:35