Gabriel Jesus með þrennu í öruggum sigri Man. City | Atalanta í 16-liða úrslit Anton Ingi Leifsson skrifar 11. desember 2019 20:00 Jesus fagnar marki í kvöld. vísir/getty Gabriel Jesus var funheitur er Manchester City vann 4-1 sigur á Dinamo Zagreb í lokaumferð C-riðilsins í Meistaradeild Evrópu en leikið var í Króatíu. City var fyrir leikinn komið áfram en Zagreb barðist um að fylgja City upp úr riðlinum. Heimamenn komust yfir á 10. mínútu er Daniel Olmo skoraði en Gabriel Jesus jafnaði metin á 34. mínútu. City gekk svo á lagið í síðari hálfleik. Jesus skoraði annað mark sitt á 50. mínútu og fjórum mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna. Phil Foden bætti við fjórða markinu á 84. mínútu. Gabriel Jesus scores a superb hat-trick as Man City come from behind to win their final #UCL group game. Report: https://t.co/GN5bbzaJGN#bbcfootball#DINMCIpic.twitter.com/kidgDwwl7z— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Ítalska liðið Atalanta fylgir City upp úr riðlinum í 16-liða úrslitin en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur á Shaktar Donetsk á útivelli. Staðan var markalaus þangað til á 68. mínútu en Timothy Castagne, Mario Pasalic og Robin Gosens skoruðu mörkin. Heimamenn í Shaktar fengu rautt spjald á 77. mínútu. OFFICIAL: Atalanta have qualified for the Champions League knockout stages in their first ever season in the competition. pic.twitter.com/JUBiWO8uvq— Squawka News (@SquawkaNews) December 11, 2019 Meistaradeild Evrópu
Gabriel Jesus var funheitur er Manchester City vann 4-1 sigur á Dinamo Zagreb í lokaumferð C-riðilsins í Meistaradeild Evrópu en leikið var í Króatíu. City var fyrir leikinn komið áfram en Zagreb barðist um að fylgja City upp úr riðlinum. Heimamenn komust yfir á 10. mínútu er Daniel Olmo skoraði en Gabriel Jesus jafnaði metin á 34. mínútu. City gekk svo á lagið í síðari hálfleik. Jesus skoraði annað mark sitt á 50. mínútu og fjórum mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna. Phil Foden bætti við fjórða markinu á 84. mínútu. Gabriel Jesus scores a superb hat-trick as Man City come from behind to win their final #UCL group game. Report: https://t.co/GN5bbzaJGN#bbcfootball#DINMCIpic.twitter.com/kidgDwwl7z— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2019 Ítalska liðið Atalanta fylgir City upp úr riðlinum í 16-liða úrslitin en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur á Shaktar Donetsk á útivelli. Staðan var markalaus þangað til á 68. mínútu en Timothy Castagne, Mario Pasalic og Robin Gosens skoruðu mörkin. Heimamenn í Shaktar fengu rautt spjald á 77. mínútu. OFFICIAL: Atalanta have qualified for the Champions League knockout stages in their first ever season in the competition. pic.twitter.com/JUBiWO8uvq— Squawka News (@SquawkaNews) December 11, 2019
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti