Blúndur að hætti Sylvíu Haukdal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. desember 2019 13:00 Í öðrum þætti af Bakað með Sylvíu Haukdal sýndi hún Blúndur. Mynd/Stöð 2 Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í öðrum þætti deilir hún dásamlegri uppskrift að blúndum fyrir jólin. Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi ásamt því að starfa hjá Sætum syndum. Þættirnir hennar verða sýndir á Stöð 2 maraþon í desember. Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn í heild sinni en uppskrift og aðferð er neðar í fréttinni. Við gefum Sylvíu Haukdal orðið. Blúndur: 2 stk egg 300 g sykur 200 gr haframjöl 2 msk hveiti 2 tsk lyftiduft 200 gr smjör 150 ml rjómi 150 ml. Millac jurtarjómi 200 gr súkkulaðihjúpur Aðferð Við byrjum að bræða smjörið. Næst þeytum við saman egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Svo hrærum við saman, lyftidufti, hveiti og haframjöli. Að lokum hrærum við brædda smjörinu saman við. Næst setjum við deigið í sprautupoka og sprautum litlar doppur ( ca. tsk.) á sílíkonmottu eða bökunarpappír. Blúndurnar eru bakaðar við 200° í 5-7 mínútur. Passa þarf að leyfa þeim að kólna á plötunni áður en þær eru teknar af. Meðan blúndurnar kólna þeytum við saman rjóma og jurtarjóma. Mynd/Stöð2 Samsetning: Við pörum saman tvær og tvær blúndur. Sprautum rjóma á milli og setjum í frysti. Næst bræðum við súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði og setjum síðan yfir blúndurnar. Eftirréttir Jól Jólamatur Smákökur Sylvía Haukdal Uppskriftir Tengdar fréttir Sörurnar hennar Sylvíu Haukdal - Uppskrift Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í fyrsta þættinum deilir hún dásamlegri uppskrift að sörum fyrir jólin. 7. desember 2019 09:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið
Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í öðrum þætti deilir hún dásamlegri uppskrift að blúndum fyrir jólin. Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi ásamt því að starfa hjá Sætum syndum. Þættirnir hennar verða sýndir á Stöð 2 maraþon í desember. Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn í heild sinni en uppskrift og aðferð er neðar í fréttinni. Við gefum Sylvíu Haukdal orðið. Blúndur: 2 stk egg 300 g sykur 200 gr haframjöl 2 msk hveiti 2 tsk lyftiduft 200 gr smjör 150 ml rjómi 150 ml. Millac jurtarjómi 200 gr súkkulaðihjúpur Aðferð Við byrjum að bræða smjörið. Næst þeytum við saman egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Svo hrærum við saman, lyftidufti, hveiti og haframjöli. Að lokum hrærum við brædda smjörinu saman við. Næst setjum við deigið í sprautupoka og sprautum litlar doppur ( ca. tsk.) á sílíkonmottu eða bökunarpappír. Blúndurnar eru bakaðar við 200° í 5-7 mínútur. Passa þarf að leyfa þeim að kólna á plötunni áður en þær eru teknar af. Meðan blúndurnar kólna þeytum við saman rjóma og jurtarjóma. Mynd/Stöð2 Samsetning: Við pörum saman tvær og tvær blúndur. Sprautum rjóma á milli og setjum í frysti. Næst bræðum við súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði og setjum síðan yfir blúndurnar.
Eftirréttir Jól Jólamatur Smákökur Sylvía Haukdal Uppskriftir Tengdar fréttir Sörurnar hennar Sylvíu Haukdal - Uppskrift Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í fyrsta þættinum deilir hún dásamlegri uppskrift að sörum fyrir jólin. 7. desember 2019 09:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið
Sörurnar hennar Sylvíu Haukdal - Uppskrift Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í fyrsta þættinum deilir hún dásamlegri uppskrift að sörum fyrir jólin. 7. desember 2019 09:00