Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2019 10:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Sjávarréttasalat Maggíar - Aðventumolar Árna í Árdal Einn réttur sem Maggí, tengdamóðir mín, gerir er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það er sjávarréttasalat sem hún ber alltaf fram í forrétt á gamlárskvöld en þetta er uppskrift úr dönsku blaði sem kom út í kringum 1960. Það er alltaf gerð stór skál af salati svo það verði nú örugglega afgangar til að narta í á nýársdag. Innihald Snöggseyði 2 lítrar vatn 2 matskeiðar 1 skalottlaukur, fínsneiddur 1 hvítlauksgeiri, marinn 3 dillgreinar 2 sítrónusneiðar Slurkur af hvítvíni Sjávarréttasalat 500 grömm blandaður skelfiskur, til dæmis: risarækja, hörpudiskur, leturhumar og bláskel 1 stór hvítlauksgeiri, maukaður 1 Lambhagasalat 4 harðsoðin egg Dressing 25 millilítrar hvítvínsedik 25 millilítrar sítrónusafi Salt og nýmalaður pipar Dijon-sinnep, eftir smekk 150 millilítrar ólífuolía 1 búnt graslaukur, fínsaxaður 1-2 búnt dill, fínsaxað Leiðbeiningar Snöggseyði - Blandið vatni og salti í miðlungsstórum potti og náið upp suðunni yfir háum hita. Lækkið þá hitann og bætið við skalottlauk, hvítlauk, dilli, sítrónusneiðum og hvítvíni. Látið seyðið rétt krauma í um 20 mínútur og passið að það bullsjóði ekki. Síið seyðið, setjið í hreinan pott og stillið hitann undir pottinum þannig að soðið rétt malli. Skelfiskur - Snöggsjóðið skelfiskinn í sitthvoru lagi í seyðinu í örfáar mínútur en ekki svo lengi að hann sé alveg eldaður í gegn. Veiðið skelfiskinn úr seyðinu og setjið í skálar en þar heldur hann áfram að eldast. Kælið skelfiskinn í ísskáp þegar mestur hitinn er farinn úr honum. Dressing - Blandið saman hvítvínsediki, sítrónusafa, salti, pipar og dijon-sinnepi í lítilli skál. Hellið þá olíunni í mjórri bunu og hrærið rösklega í með þeytara. Smakkið dressinguna til þegar öll olían er komin í og blandan orðin að stöðugri þreytu. Bætið graslauk og dilli rétt áður sósan fer yfir salatið. Sjávarréttasalat - Penslið skálina sem salatið verður borið fram í með maukuðum hvítlauk. Hyljið skálina að innan með salatblöðum. Raðið skelfiskinum í skálina í nokkrum lögum. Sneiðið harðsoðnu eggin í eggjaskera, haldið sneiðunum saman, snúið þeim 90 gráður og skerið þannig í litla bita. Þekið skelfiskinn með eggjunum. Rétt áður en salatið er borið fram er dressingunni hellt yfir og það borið fram með ristuðu brauði. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Salat Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Grafnar rjúpur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 15. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 13. desember 2019 09:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Sjávarréttasalat Maggíar - Aðventumolar Árna í Árdal Einn réttur sem Maggí, tengdamóðir mín, gerir er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það er sjávarréttasalat sem hún ber alltaf fram í forrétt á gamlárskvöld en þetta er uppskrift úr dönsku blaði sem kom út í kringum 1960. Það er alltaf gerð stór skál af salati svo það verði nú örugglega afgangar til að narta í á nýársdag. Innihald Snöggseyði 2 lítrar vatn 2 matskeiðar 1 skalottlaukur, fínsneiddur 1 hvítlauksgeiri, marinn 3 dillgreinar 2 sítrónusneiðar Slurkur af hvítvíni Sjávarréttasalat 500 grömm blandaður skelfiskur, til dæmis: risarækja, hörpudiskur, leturhumar og bláskel 1 stór hvítlauksgeiri, maukaður 1 Lambhagasalat 4 harðsoðin egg Dressing 25 millilítrar hvítvínsedik 25 millilítrar sítrónusafi Salt og nýmalaður pipar Dijon-sinnep, eftir smekk 150 millilítrar ólífuolía 1 búnt graslaukur, fínsaxaður 1-2 búnt dill, fínsaxað Leiðbeiningar Snöggseyði - Blandið vatni og salti í miðlungsstórum potti og náið upp suðunni yfir háum hita. Lækkið þá hitann og bætið við skalottlauk, hvítlauk, dilli, sítrónusneiðum og hvítvíni. Látið seyðið rétt krauma í um 20 mínútur og passið að það bullsjóði ekki. Síið seyðið, setjið í hreinan pott og stillið hitann undir pottinum þannig að soðið rétt malli. Skelfiskur - Snöggsjóðið skelfiskinn í sitthvoru lagi í seyðinu í örfáar mínútur en ekki svo lengi að hann sé alveg eldaður í gegn. Veiðið skelfiskinn úr seyðinu og setjið í skálar en þar heldur hann áfram að eldast. Kælið skelfiskinn í ísskáp þegar mestur hitinn er farinn úr honum. Dressing - Blandið saman hvítvínsediki, sítrónusafa, salti, pipar og dijon-sinnepi í lítilli skál. Hellið þá olíunni í mjórri bunu og hrærið rösklega í með þeytara. Smakkið dressinguna til þegar öll olían er komin í og blandan orðin að stöðugri þreytu. Bætið graslauk og dilli rétt áður sósan fer yfir salatið. Sjávarréttasalat - Penslið skálina sem salatið verður borið fram í með maukuðum hvítlauk. Hyljið skálina að innan með salatblöðum. Raðið skelfiskinum í skálina í nokkrum lögum. Sneiðið harðsoðnu eggin í eggjaskera, haldið sneiðunum saman, snúið þeim 90 gráður og skerið þannig í litla bita. Þekið skelfiskinn með eggjunum. Rétt áður en salatið er borið fram er dressingunni hellt yfir og það borið fram með ristuðu brauði.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Salat Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Grafnar rjúpur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 15. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 13. desember 2019 09:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Lúsíubollur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 15:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Grafnar rjúpur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 15. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 13. desember 2019 09:00