BBC mælir með þáttunum Brot: „Finnum fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 10:00 Menningarvefur BBC hvetur fólk til að horfa á The Valhalla Murders eða Brot. Mynd/Skjáskot Menningarvefur BBC birti um helgina lista yfir 10 sjónvarpsþætti sem „vert væri að horfa á“ í vetur. Á þeim lista eru þættirnir The Valhalla Murders, sem á íslensku kallast Brot. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV þann 26. desember næstkomandi og fara svo inn á Netflix. BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikill heiður að vera nefndir á þessum lista samhliða þessum seríum og finnum við fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu fyrir þáttunum hér heim og erlendis,“ segir Davíð Óskar Ólafsson einn leikstjóra þáttanna í samtali við Vísi. Hann segir að þættirnir séu nú á lokametrunum í eftirvinnslu en þeir eru framleiddir af Truenorth og Mystery Productions .BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð.Skjáskot/BBCÞórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu á síðasta ári styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ sagði Þórður um þættina í samtali við Vísi. Með aðalhlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Stiklu fyrir þættina má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. 13. maí 2017 14:15 True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Fjöldi verkefna á dagskrá hjá framleiðslufyrirtækinu á döfinni. 13. febrúar 2017 10:53 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Menningarvefur BBC birti um helgina lista yfir 10 sjónvarpsþætti sem „vert væri að horfa á“ í vetur. Á þeim lista eru þættirnir The Valhalla Murders, sem á íslensku kallast Brot. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV þann 26. desember næstkomandi og fara svo inn á Netflix. BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikill heiður að vera nefndir á þessum lista samhliða þessum seríum og finnum við fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu fyrir þáttunum hér heim og erlendis,“ segir Davíð Óskar Ólafsson einn leikstjóra þáttanna í samtali við Vísi. Hann segir að þættirnir séu nú á lokametrunum í eftirvinnslu en þeir eru framleiddir af Truenorth og Mystery Productions .BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð.Skjáskot/BBCÞórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu á síðasta ári styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ sagði Þórður um þættina í samtali við Vísi. Með aðalhlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Stiklu fyrir þættina má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. 13. maí 2017 14:15 True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Fjöldi verkefna á dagskrá hjá framleiðslufyrirtækinu á döfinni. 13. febrúar 2017 10:53 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. 13. maí 2017 14:15
True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Fjöldi verkefna á dagskrá hjá framleiðslufyrirtækinu á döfinni. 13. febrúar 2017 10:53
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein