Sex hjóla ofurbíllinn Covini 6CW Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. desember 2019 14:00 Covini 6CW er á sex hjólum. Vísir/Getty Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan. Covini er lítill ítalskur bílaframleiðandi með stóra drauma. Það er enn hægt að panta Covini 6CW samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Fyrir áhugasama einstaklinga þá kostar nýr sex hjóla Covini 6CW 600.000 evrur eða um 81 milljón króna. Það er án allra aukahluta. Fjórum framdekkjum er ætlað að tvöfalda veggrip bílsins, enda tvöfalt fleiri dekk. Slíkt á að gera Covini 6CW ógnvænlega góðan í beygjum. Eins eru þá komnar sex bremsur undir bílinn sem ættu að auðvelda hemlun.Covini 6CW er drifinn áfram af 4,2 lítra V8 vél sem á að sögn framleiðanda að skila yfir 500 hestöflum. Bílinn er bæði hægt að fá beinskiptan eða sjálfskiptan með flipaskiptingu. Ef þú lesandi góður ert í leit að einstökum ofurbíl þá er Covini 6CW fullkominn fyrir þig. Hann er að vísu frekar dýr. Tvennum sögum virðist fara af því hvort bíllinn heitir Covini 6SW eða Covini 6CW. Hann heitir 6CW á heimasíðu framleiðanda sem finna má hér og því í þessari umfjöllun. Bílar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent
Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan. Covini er lítill ítalskur bílaframleiðandi með stóra drauma. Það er enn hægt að panta Covini 6CW samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Fyrir áhugasama einstaklinga þá kostar nýr sex hjóla Covini 6CW 600.000 evrur eða um 81 milljón króna. Það er án allra aukahluta. Fjórum framdekkjum er ætlað að tvöfalda veggrip bílsins, enda tvöfalt fleiri dekk. Slíkt á að gera Covini 6CW ógnvænlega góðan í beygjum. Eins eru þá komnar sex bremsur undir bílinn sem ættu að auðvelda hemlun.Covini 6CW er drifinn áfram af 4,2 lítra V8 vél sem á að sögn framleiðanda að skila yfir 500 hestöflum. Bílinn er bæði hægt að fá beinskiptan eða sjálfskiptan með flipaskiptingu. Ef þú lesandi góður ert í leit að einstökum ofurbíl þá er Covini 6CW fullkominn fyrir þig. Hann er að vísu frekar dýr. Tvennum sögum virðist fara af því hvort bíllinn heitir Covini 6SW eða Covini 6CW. Hann heitir 6CW á heimasíðu framleiðanda sem finna má hér og því í þessari umfjöllun.
Bílar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent