Jeffrey Schlupp skoraði eina mark leiksins eftir frábæran einleik á 76. mínútu.
Schlupp skoraði einnig í 0-2 sigrinum á Burnley á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í röð.
2 - Jeffrey Schlupp has scored in consecutive Premier League games for the first time ever (142 apps, 10 goals). Sucker-punch. #CRYBOUpic.twitter.com/JVDVBd8KJJ
— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2019
Mamadou Sakho, varnarmaður Palace, var rekinn af velli á 19. mínútu fyrir brot á Adam Smith. Það kom þó ekki að sök fyrir heimamenn.
Bournemouth var miklu meira með boltann í leiknum en gekk illa að opna vörn Palace.
Með sigrinum komst Palace upp í 5. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 12. sætinu.