Uppskrift: Beef Wellington Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 22:00 Þessa uppskrift má finna í bókinni Í eldhúsi Evu. Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Eva Laufey Kjaran gaf á dögunum út bókina Í eldhúsi Evu. Hér deilir hún einni uppskrift úr bókinni með lesendum Vísis, Beef Wellington. Við gefum henni orðið.Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. Steikin stendur algjörlega ein og sér en hún er æðisleg með góðri sósu og ferskum aspas. Algjörlega fullkomin máltíð!Sveppamauk 1 box sveppir, um 250 g 2 portóbellósveppir 2 stilkar sellerí 1 msk smátt söxuð steinselja ½ laukur 1 dl brauðrasp 1 msk smjör Nautalund 800 g nautalund (fullhreinsuð) 1 plata smjördeig 10 sneiðar af hráskinku Salt og pipar Góð ólífuolía 2 eggjarauður Aðferð: Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sveppamaukið fyrir utan brauðrasp í matvinnsluvél og maukið fínt. Hitið smjör á pönnu og steikið í smá stund, þerrið sveppablönduna svolítið með eldhúspappír og því næst fer brauðraspið saman við. Setjið fyllinguna í skál og inn í kæli í lágmark hálftíma. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið nautalundina á öllum hliðum og brúnið, kryddið til með salti og pipar. Leggið plastfilmu á borðið sem er um það bil 40x40cm, athugið þið þurfið nokkrar filmur til þess að móta þessa stærð. Raðið hráskinkunni á plastfilmuna, smyrjið sveppafyllinguna ofan á skinkuna og því næst fer nautalundin yfir og þið hjúpið lundina með því að leggja plastfilmuna varlega yfir nautalundina og rúlla svo plastinu mjög fast utan um hana. Setjið rúlluna í ísskáp í lágmark klukkustund (ég er oft með hana í 4 – 5klst) Fletjið smjördeigið út með kefli þannig að smjördeigið passi utan um lundina, sækið lundina í ísskápnum og náið henni úr plastfilmunni. Setjið nautalundina fyrir miðju á smjördeiginu og hjúpið lundina með smjördeiginu. (athugið að samskeytin séu undir rúllunni) Lokið smjördeiginu í báða enda og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Penslið rúlluna með eggjarauðu og skerið endilega rendur í deigið eða útbúið annað mynstur að vild. Saltið deigið og setjið inn í ofn við 200°C í 25-30 mínútur. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið það fram. Eva Laufey Jól Jólamatur Nautakjöt Uppskriftir Wellington Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva Laufey Kjaran gaf á dögunum út bókina Í eldhúsi Evu. Hér deilir hún einni uppskrift úr bókinni með lesendum Vísis, Beef Wellington. Við gefum henni orðið.Jólamaturinn minn í öllu sinni veldi. Dúnmjúk og safarík nautalund með sveppafyllingu, vafin í hráskinku og pökkuð inn í gómsætt smjördeig. Steikin stendur algjörlega ein og sér en hún er æðisleg með góðri sósu og ferskum aspas. Algjörlega fullkomin máltíð!Sveppamauk 1 box sveppir, um 250 g 2 portóbellósveppir 2 stilkar sellerí 1 msk smátt söxuð steinselja ½ laukur 1 dl brauðrasp 1 msk smjör Nautalund 800 g nautalund (fullhreinsuð) 1 plata smjördeig 10 sneiðar af hráskinku Salt og pipar Góð ólífuolía 2 eggjarauður Aðferð: Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sveppamaukið fyrir utan brauðrasp í matvinnsluvél og maukið fínt. Hitið smjör á pönnu og steikið í smá stund, þerrið sveppablönduna svolítið með eldhúspappír og því næst fer brauðraspið saman við. Setjið fyllinguna í skál og inn í kæli í lágmark hálftíma. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið nautalundina á öllum hliðum og brúnið, kryddið til með salti og pipar. Leggið plastfilmu á borðið sem er um það bil 40x40cm, athugið þið þurfið nokkrar filmur til þess að móta þessa stærð. Raðið hráskinkunni á plastfilmuna, smyrjið sveppafyllinguna ofan á skinkuna og því næst fer nautalundin yfir og þið hjúpið lundina með því að leggja plastfilmuna varlega yfir nautalundina og rúlla svo plastinu mjög fast utan um hana. Setjið rúlluna í ísskáp í lágmark klukkustund (ég er oft með hana í 4 – 5klst) Fletjið smjördeigið út með kefli þannig að smjördeigið passi utan um lundina, sækið lundina í ísskápnum og náið henni úr plastfilmunni. Setjið nautalundina fyrir miðju á smjördeiginu og hjúpið lundina með smjördeiginu. (athugið að samskeytin séu undir rúllunni) Lokið smjördeiginu í báða enda og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Penslið rúlluna með eggjarauðu og skerið endilega rendur í deigið eða útbúið annað mynstur að vild. Saltið deigið og setjið inn í ofn við 200°C í 25-30 mínútur. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið það fram.
Eva Laufey Jól Jólamatur Nautakjöt Uppskriftir Wellington Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira