Toblerone-jólaterta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 11:00 Toblerone jólaterta Mynd/Eva Laufey Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi. Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi.
Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00