Doctor Sleep vakti ekki áhuga kvenna og kolféll Heiðar Sumarliðason skrifar 11. nóvember 2019 09:22 Doctor Sleep náði ekki hylli áhorfenda. Tölur yfir bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum hafa verið birtar. Samkvæmt þeim hefur Doctor Sleep, framhaldið af The Shining, aðeins halað inn 14,1 milljón dollara. Þetta hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir útgefanda myndarinnar Warner Brothers en spár höfðu gefið til kynna að Doctor Sleep myndi hala inn 25 milljónum fyrstu sýningarhelgina. Nú velta fjölmiðlar vestra fyrir fyrir sér hvað skýri þessa litlu aðsókn. Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta. Eldra fólk hafði öðrum hnöppum að hneppa þessa helgina.It 2 sem einnig byggir á sögu Stephen King halaði nýverið inn meira en 90 milljón dollara fyrstu sýningarhelgina. Vefsíðan The Wrap bendir á hve stór hluti þeirra sem keyptu sig inn á hana hafi verið ungar konur en þær eru mjög áhugasamar um hrollvekjur og sækja þær til jafns við karlkyns jafnaldra sína. Markaðssetning Warner Brothers náði hins vegar engan veginn til kvenna og varð það myndinni að falli. Kyliegh Curran stelur seununni í Doctor Sleep. Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima. Fjölmiðlar hafa einnig velt því upp hvort Ewan McGregor sé hreinlega leikari sem geti opnað myndir og hvort hún hefði hlotið betri aðsókn með öðrum aðalleikara. Erfitt er hins vegar um það að spá en augljóslega hefur eitthvað farið stórlega úrskeiðis með tilliti til markaðssetningar myndinnar. Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining. Stjörnubíó Tengdar fréttir Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tölur yfir bíóaðsókn helgarinnar í Bandaríkjunum hafa verið birtar. Samkvæmt þeim hefur Doctor Sleep, framhaldið af The Shining, aðeins halað inn 14,1 milljón dollara. Þetta hljóta að teljast mikil vonbrigði fyrir útgefanda myndarinnar Warner Brothers en spár höfðu gefið til kynna að Doctor Sleep myndi hala inn 25 milljónum fyrstu sýningarhelgina. Nú velta fjölmiðlar vestra fyrir fyrir sér hvað skýri þessa litlu aðsókn. Þar sem tæp 40 ár eru síðan The Shining kom út má vera að of fáir þekki fyrri myndina af þeim hópi sem helst sækir hrollvekjur í dag en sá hópur er 27% yngri en meðal bíógestur. Sú kynslóð sem sá The Shining í bíó á sínum tíma, fólk sem nú er um og yfir sextugt, er aðeins 13% þeirra sem sækja kvikmyndahús í dag og alls ekki í hópi þeirra sem sækja hrollvekjur. Þetta útskýrir slappar aðsóknartölur þó aðeins að hluta. Eldra fólk hafði öðrum hnöppum að hneppa þessa helgina.It 2 sem einnig byggir á sögu Stephen King halaði nýverið inn meira en 90 milljón dollara fyrstu sýningarhelgina. Vefsíðan The Wrap bendir á hve stór hluti þeirra sem keyptu sig inn á hana hafi verið ungar konur en þær eru mjög áhugasamar um hrollvekjur og sækja þær til jafns við karlkyns jafnaldra sína. Markaðssetning Warner Brothers náði hins vegar engan veginn til kvenna og varð það myndinni að falli. Kyliegh Curran stelur seununni í Doctor Sleep. Eftir á að hyggja hefðu framleiðendurnir mátt leggja meiri áherslu á að kynna persónu Kyliegh Curran en auðveldlega má færa rök fyrir því að hún sé það besta við myndina. Hins vegar var ákveðið að hafa andlit Ewan McGregor í forgrunni og myndin markaðssett með það fyrir augum að ná eldri áhorfendum sem aftur á móti héldu sig að mestu heima. Fjölmiðlar hafa einnig velt því upp hvort Ewan McGregor sé hreinlega leikari sem geti opnað myndir og hvort hún hefði hlotið betri aðsókn með öðrum aðalleikara. Erfitt er hins vegar um það að spá en augljóslega hefur eitthvað farið stórlega úrskeiðis með tilliti til markaðssetningar myndinnar. Hér má hlýða á umfjöllun Stjörnubíós um Doctor Sleep og The Shining.
Stjörnubíó Tengdar fréttir Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur nú verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. 9. nóvember 2019 13:15