Ferrari Roma kynntur til sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. nóvember 2019 14:00 Ferrari Roma hefur fallega blöndu af mjúkum og skörpum línum. Vísir/Ferrari Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. Bíllinn er hannaður með annað augað á útlitslegum línum Ferrari-a úr fortíðinni. Ef vel er að gáð má sjá vísbendingar um bíla eins og Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso og 250 GT 2+2.Ferrari 250GT Berlinetta LussoVísir/GettyRoma notar 3,9 lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og gerir það í gegnum átta gíra tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Bíllinn nær 100 km/klst á 3,4 sekúndum og er 9,3 sekúndur í 200 km/klst. Hámarkshraðinn er yfir 320 km/klst.Innra rýmið er fallegt en skiptingin á milli farþega og ökumanns er nokkuð afgerandi.Vísir/FerrariInnra rýmið er athyglisvert, en hálfgert skilrúm er á milli sætanna tveggja. Ökumaðurinn hefur stafrænt mælaborð að horfa á og afþreyingarskjá þar við hliðina á. Farþeginn fær svo sérstakan skjá að horfa á. Bílar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent
Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. Bíllinn er hannaður með annað augað á útlitslegum línum Ferrari-a úr fortíðinni. Ef vel er að gáð má sjá vísbendingar um bíla eins og Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso og 250 GT 2+2.Ferrari 250GT Berlinetta LussoVísir/GettyRoma notar 3,9 lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og gerir það í gegnum átta gíra tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Bíllinn nær 100 km/klst á 3,4 sekúndum og er 9,3 sekúndur í 200 km/klst. Hámarkshraðinn er yfir 320 km/klst.Innra rýmið er fallegt en skiptingin á milli farþega og ökumanns er nokkuð afgerandi.Vísir/FerrariInnra rýmið er athyglisvert, en hálfgert skilrúm er á milli sætanna tveggja. Ökumaðurinn hefur stafrænt mælaborð að horfa á og afþreyingarskjá þar við hliðina á. Farþeginn fær svo sérstakan skjá að horfa á.
Bílar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent