Hvað kom fyrir Nesbø? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:00 Forsíða Hnífs eftir Jo Nesbø. Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur. Allra síðustu árin er þó eins og þreytu sé farið að gæta hjá höfundinum. Morðin hafa orðið óhugnanlegri og illmennin ýktari um leið og söguþráðurinn verður æ ótrúverðugri. Það sem helst hefur haldið sögunum uppi er lögreglumaðurinn Harry Hole, alkóhólisti sem oftar en ekki er versti óvinur sjálfs sín. Nýjasta bókin um Harry Hole er Hnífur, löng og ruglingsleg glæpasaga. Strax á blaðsíðu 60 gerist atburður sem hlýtur að vekja uppnám í hugum aðdáenda Hole. Ekki er gott að sjá af hverju Nesbø fór þá leið sem hann þarna velur. Kannski vildi hann sjokkera og það tekst honum rækilega. Meinið er að þegar líða fer á sögu verður hún æ kjánalegri. Persónur, sem lesandinn þekkir úr fyrri bókum um Hole, fara að sýna á sér áður óþekktar hliðar og þær ógeðfelldar. Um sögusviðið þvælist svo raðnauðgari af allra verstu sort, nauðgar konum og þvingar þær til að eignast barnið. Afhjúpunin á morðingjanum undir lokin er að sönnu óvænt en stenst um leið enga skoðun. Eftir situr lesandinn og veltir því fyrir sér hvað hafi orðið um þann Nesbø sem hann eitt sinn þekkti og sá honum alltaf fyrir svo góðri afþreyingu. Kannski er Nesbø orðinn of ríkur og frægur og meðvitaður um að hann kemst upp með næstum hvað sem er. Kannski er enginn lengur til að lesa yfir handrit hans og gefa honum tiltal þegar hann fer út af sporinu eins og hann gerir hér. Eða kannski finnst Nesbø þetta bara afskaplega gott hjá sér. Í lok Hnífsins er Harry Hole að taka ákvörðun um hvert leið hans skuli liggja. Líklegt er að fjölmörgum lesendum standi algjörlega á sama og bíði næstu bókar ekki með eftirvæntingu. Hnífur er ekki bara slæm glæpasaga, hún er fáránlega vond. Það er afar leitt að sjá jafn hæfileikaríkan höfund og Nesbø fara jafn illilega út af sporinu.Niðurstaða: Arfavond og kjánaleg glæpasaga þar sem eiginlega ekkert gengur upp. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur. Allra síðustu árin er þó eins og þreytu sé farið að gæta hjá höfundinum. Morðin hafa orðið óhugnanlegri og illmennin ýktari um leið og söguþráðurinn verður æ ótrúverðugri. Það sem helst hefur haldið sögunum uppi er lögreglumaðurinn Harry Hole, alkóhólisti sem oftar en ekki er versti óvinur sjálfs sín. Nýjasta bókin um Harry Hole er Hnífur, löng og ruglingsleg glæpasaga. Strax á blaðsíðu 60 gerist atburður sem hlýtur að vekja uppnám í hugum aðdáenda Hole. Ekki er gott að sjá af hverju Nesbø fór þá leið sem hann þarna velur. Kannski vildi hann sjokkera og það tekst honum rækilega. Meinið er að þegar líða fer á sögu verður hún æ kjánalegri. Persónur, sem lesandinn þekkir úr fyrri bókum um Hole, fara að sýna á sér áður óþekktar hliðar og þær ógeðfelldar. Um sögusviðið þvælist svo raðnauðgari af allra verstu sort, nauðgar konum og þvingar þær til að eignast barnið. Afhjúpunin á morðingjanum undir lokin er að sönnu óvænt en stenst um leið enga skoðun. Eftir situr lesandinn og veltir því fyrir sér hvað hafi orðið um þann Nesbø sem hann eitt sinn þekkti og sá honum alltaf fyrir svo góðri afþreyingu. Kannski er Nesbø orðinn of ríkur og frægur og meðvitaður um að hann kemst upp með næstum hvað sem er. Kannski er enginn lengur til að lesa yfir handrit hans og gefa honum tiltal þegar hann fer út af sporinu eins og hann gerir hér. Eða kannski finnst Nesbø þetta bara afskaplega gott hjá sér. Í lok Hnífsins er Harry Hole að taka ákvörðun um hvert leið hans skuli liggja. Líklegt er að fjölmörgum lesendum standi algjörlega á sama og bíði næstu bókar ekki með eftirvæntingu. Hnífur er ekki bara slæm glæpasaga, hún er fáránlega vond. Það er afar leitt að sjá jafn hæfileikaríkan höfund og Nesbø fara jafn illilega út af sporinu.Niðurstaða: Arfavond og kjánaleg glæpasaga þar sem eiginlega ekkert gengur upp.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist