Litrík fjölskyldusaga í mörgum lögum Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 18. nóvember 2019 09:00 Benedikt BÆKUR Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir Útgefandi: Benedikt Fjöldi síðna: 240Skáldsagan Svínshöfuð segir átakanlega sögu fjölskyldu og teygir anga sína frá lítilli eyju í Breiðafirði til suðurhluta Kína. Um er að ræða fyrstu skáldsögu Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem áður hefur gefið út ljóð og textasöfn og var ljóðabók hennar Flórída tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þrátt fyrir að sögusvið Svínshöfuðs teygi sig víða gerist meginhluti sögunnar í Stykkishólmi. Söguhetjur verksins eru þrjár og tengjast fjölskylduböndum. Fyrstur er kynntur til leiks maður sem kallar sig því óvenjulega nafni Svínshöfuð. Við upphaf verksins er Svínshöfuð einn og einangraður á grafarbakkanum, eiginkonan látin og sonurinn liggur á spítala í dái. Lesandinn fær óljósar vísbendingar um harmleik sem skók allan Stykkishólm áður en höfundur vindur sér í að lýsa æsku Svínshöfuðs á agnarsmárri eyju í Breiðafirði. Í skrautlegum lýsingum á uppvexti Svínshöfuðs svífur ljúfsár fortíðarhyggja yfir vötnum þar sem lífsbaráttan er hörð en hamingjan er einföld. Svínshöfuð er yngstur í fjölskyldunni og ekki einfaldar það líf hans að fæðast gríðarstór, með snúinn fót og vera þar með olnbogabarnið í stórum systkinahópi. Fjölskylduharmleikur rekur svo Svínshöfuð á meginlandið þar sem hann, nokkrum áratugum síðar, pantar sér eiginkonu í póstinum. Þannig fléttast líf mæðgina frá suðurhluta Kína inn í ískaldan hversdaginn í Stykkishólmi. Svínshöfuð er uppbyggð í þremur þáttum og lesandi fær að kynnast hugarheimi þriggja persóna. Svínshöfuð tekur bróðurpart verksins og er kjarni sögunnar. Lesandi fær einnig að kynnast Helenu frænku hans, kvíðasjúklingi í úthverfi Reykjavíkur og að lokum stjúpsyni Svínshöfuðs og nafna. Með hverri frásögn af hjúpar Bergþóra ný lög í sögu fjölskyldunnar og afsannar fullyrðingar fyrri sögumanna þar til einungis hrár kjarninn er eftir. Sögupersónurnar þrjár eru allar brotnar, breyskar og raunverulegar og vekja ótal tilfinningar með lesanda án þess að vera klisjukenndar. Bergþóra lagar stílbragð verksins að hverri sögupersónu fyrir sig svo texti verksins er allt í senn gróteskur, ljóðrænn, hrár og fallegur. Söguþráðurinn rennur listilega fram og aftur í tíma og rúmi og lesandi á auðvelt með að gleypa verkið í sig á einu bretti. Þrátt fyrir það er ekki annað hægt en að mæla með því að lesandi hægi á sér og njóti þess að smjatta á áhugaverðum sögupersónum og spennandi framvindu.NIÐURSTAÐA: Afbragðsverk, spennandi framvinda og raunverulegar persónur. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
BÆKUR Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir Útgefandi: Benedikt Fjöldi síðna: 240Skáldsagan Svínshöfuð segir átakanlega sögu fjölskyldu og teygir anga sína frá lítilli eyju í Breiðafirði til suðurhluta Kína. Um er að ræða fyrstu skáldsögu Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem áður hefur gefið út ljóð og textasöfn og var ljóðabók hennar Flórída tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þrátt fyrir að sögusvið Svínshöfuðs teygi sig víða gerist meginhluti sögunnar í Stykkishólmi. Söguhetjur verksins eru þrjár og tengjast fjölskylduböndum. Fyrstur er kynntur til leiks maður sem kallar sig því óvenjulega nafni Svínshöfuð. Við upphaf verksins er Svínshöfuð einn og einangraður á grafarbakkanum, eiginkonan látin og sonurinn liggur á spítala í dái. Lesandinn fær óljósar vísbendingar um harmleik sem skók allan Stykkishólm áður en höfundur vindur sér í að lýsa æsku Svínshöfuðs á agnarsmárri eyju í Breiðafirði. Í skrautlegum lýsingum á uppvexti Svínshöfuðs svífur ljúfsár fortíðarhyggja yfir vötnum þar sem lífsbaráttan er hörð en hamingjan er einföld. Svínshöfuð er yngstur í fjölskyldunni og ekki einfaldar það líf hans að fæðast gríðarstór, með snúinn fót og vera þar með olnbogabarnið í stórum systkinahópi. Fjölskylduharmleikur rekur svo Svínshöfuð á meginlandið þar sem hann, nokkrum áratugum síðar, pantar sér eiginkonu í póstinum. Þannig fléttast líf mæðgina frá suðurhluta Kína inn í ískaldan hversdaginn í Stykkishólmi. Svínshöfuð er uppbyggð í þremur þáttum og lesandi fær að kynnast hugarheimi þriggja persóna. Svínshöfuð tekur bróðurpart verksins og er kjarni sögunnar. Lesandi fær einnig að kynnast Helenu frænku hans, kvíðasjúklingi í úthverfi Reykjavíkur og að lokum stjúpsyni Svínshöfuðs og nafna. Með hverri frásögn af hjúpar Bergþóra ný lög í sögu fjölskyldunnar og afsannar fullyrðingar fyrri sögumanna þar til einungis hrár kjarninn er eftir. Sögupersónurnar þrjár eru allar brotnar, breyskar og raunverulegar og vekja ótal tilfinningar með lesanda án þess að vera klisjukenndar. Bergþóra lagar stílbragð verksins að hverri sögupersónu fyrir sig svo texti verksins er allt í senn gróteskur, ljóðrænn, hrár og fallegur. Söguþráðurinn rennur listilega fram og aftur í tíma og rúmi og lesandi á auðvelt með að gleypa verkið í sig á einu bretti. Þrátt fyrir það er ekki annað hægt en að mæla með því að lesandi hægi á sér og njóti þess að smjatta á áhugaverðum sögupersónum og spennandi framvindu.NIÐURSTAÐA: Afbragðsverk, spennandi framvinda og raunverulegar persónur.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira