Dortmund kom til baka gegn Inter og Håland heldur áfram að skora | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna í kvöld.
Leikmenn Dortmund fagna í kvöld. vísir/getty
Dortmund vann mikilvægan 3-2 sigur á Inter á heimavelli er liðin mættust í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Það var kraftur í Inter í fyrri hálfleik. Lautaro Martinez kom Inter yfir á 9. mínútu og fimm mínútum fyrir leikhlé tvöfaldaði Matias Vecino forystuna.

Allt annað lið Dortmund kom út í síðari hálfleikinn. Achraf Hakimi minnkaði muninn á 51. mínútu og þrettán mínútum síðar jafnaði Julian Brandt.

Hakimi var ekki hættur því á 77. mínútu skoraði hann sigurmarkið og tryggði Dortmund 3-2 sigur. Þeir eru því í 2. sætinu með sjö stig, stigi á eftir Barcelona, en Inter er í 3. sætinu með fjögur stig.





Napoli og Salzburg gerðu 1-1 jafntefli á Ítalíu. Erling Braut Håland kom Salzburg yfir úr vítaspyrnu á 11. mínútu en Hirving Lozano jafnaði fyrir Napoli.

Liverpool er á toppi riðilsins með níu stig, Napoli átta, Salzburg fjögur og Genk eitt.





Það er svo gríðarleg spenna í H-riðlinum þar sem Valencia vann 4-1 sigur á Lille eftir að hafa lent 1-0 undir í leiknum.

Chelsea, Valencia og Ajax eru öll með fjögur stig eftir leiki kvöldsins og það verður spenna í síðustu tveimur umferðunum þar.

Öll úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Liverpool - Genk 2-1

Napoli - Salzburg 1-1

F-riðill:

Barcelona - Slavia Prag 0-0

Dortmund - Inter 3-2

G-riðill:

Zenit - Leipzig 0-2

Lyon - Benfica 3-1

H-riðill:

Chelsea - Ajax 4-4

Valencia - Lille 4-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira