Blásið til herferðar gegn örplasti í snyrtivörum Heimsljós kynnir 5. nóvember 2019 15:45 Ljósmynd frá Mapútó gunnisal Hvað er í baðherberginu hjá þér? spyr Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hvetur fólk til að skoða snyrtivörur á baðherbergjum. Markmiðið er að auka vitund almennings um þann skaða sem örplast í þeim vörum getur valdið. Blásið er til herferðarinnar í framhaldi af nýlegri skýrslu sem leiddi í ljós að snyrtivörur geta innihaldið örplast sem endar í hafinu og flyst með sjávarlífverum yfir í fæðukeðju mannsins með fiskneyslu. Örplast er skilgreint sem plast undir fimm millimetrum að stærð. Vísindamenn segja að snyrtivörur geti innihaldið allt að 360 þúsund örperlur. Þeim sé skolað niður um frárennsli, þær síast ekki frá með hreinsibúnaði og berast því auðveldlega út í heimshöfin. Þær líti út eins og matur og því séu þær étnar af fiskum og komist þannig inn í fæðukeðjuna. Talið er að á ári hverju endi um átta milljónir tonna af plasti í hafi. Það jafngildir því að á hverri mínútu tæmi einn sorpbíll rusl í hafið. Það er áhyggjuefni að mati UNEP að á síðustu tveimur áratugum hefur útbreiðsla á örplasti og einnota plasti gert þennan vanda enn meiri. Í fréttinni segir að flestir tengi plastmengun í hafi við það að sjá plastúrgang í fjörum eða fljótandi á yfirborði sjávar. Hins vegar sé örplastið falin hætta því það sé ósýnilegt og þar af leiðandi lítill gaumur gefinn. Milli sextíu og níutíu prósent af því rusli sem safnast saman við strendur, á yfirburði sjávar og á sjávarbotni, er plast. Algengustu hlutirnir eru sígarettustubbar, pokar og umbúðir utan um matvæli og drykki. Af þessu leiðir að sorp í hafinu skaðar 800 sjávarlífverur, þar af 15 sem eru í útrýmingarhættu. UNEP segir að flestir tengi plastmengun í hafi við plastagnir meðfram strandlengjum eða því plasti sem flýtur á yfirborði sjávar. Örplast og örperlur séu hins vegar falin áskorun því ósýnileikinn geri það að verkum að fæstir leiða hugann að þeim. Auk þess að stofna lífríki sjávar í hættu eru heilsufarslegar afleiðingar örplasts á fólk ekki að fullu þekkt. Hvað er í baðherberginu þínu? er önnur herferð UNEP gegn plastmengun í hafi. Fyrri herferðin hófst 2017 og nefndist „Hrein höf“ (Clean Seas) og beindist sérstaklega að óhóflegri notkun á einnota plasti og örplasti. Í næstunni býður UNEP öllum að skoða vörur á baðherbergjum sínum og sækja upplýsingar á Instagram-reikningi stofnunarinnar um það hvernig taka megi þátt í átakinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent
Hvað er í baðherberginu hjá þér? spyr Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hvetur fólk til að skoða snyrtivörur á baðherbergjum. Markmiðið er að auka vitund almennings um þann skaða sem örplast í þeim vörum getur valdið. Blásið er til herferðarinnar í framhaldi af nýlegri skýrslu sem leiddi í ljós að snyrtivörur geta innihaldið örplast sem endar í hafinu og flyst með sjávarlífverum yfir í fæðukeðju mannsins með fiskneyslu. Örplast er skilgreint sem plast undir fimm millimetrum að stærð. Vísindamenn segja að snyrtivörur geti innihaldið allt að 360 þúsund örperlur. Þeim sé skolað niður um frárennsli, þær síast ekki frá með hreinsibúnaði og berast því auðveldlega út í heimshöfin. Þær líti út eins og matur og því séu þær étnar af fiskum og komist þannig inn í fæðukeðjuna. Talið er að á ári hverju endi um átta milljónir tonna af plasti í hafi. Það jafngildir því að á hverri mínútu tæmi einn sorpbíll rusl í hafið. Það er áhyggjuefni að mati UNEP að á síðustu tveimur áratugum hefur útbreiðsla á örplasti og einnota plasti gert þennan vanda enn meiri. Í fréttinni segir að flestir tengi plastmengun í hafi við það að sjá plastúrgang í fjörum eða fljótandi á yfirborði sjávar. Hins vegar sé örplastið falin hætta því það sé ósýnilegt og þar af leiðandi lítill gaumur gefinn. Milli sextíu og níutíu prósent af því rusli sem safnast saman við strendur, á yfirburði sjávar og á sjávarbotni, er plast. Algengustu hlutirnir eru sígarettustubbar, pokar og umbúðir utan um matvæli og drykki. Af þessu leiðir að sorp í hafinu skaðar 800 sjávarlífverur, þar af 15 sem eru í útrýmingarhættu. UNEP segir að flestir tengi plastmengun í hafi við plastagnir meðfram strandlengjum eða því plasti sem flýtur á yfirborði sjávar. Örplast og örperlur séu hins vegar falin áskorun því ósýnileikinn geri það að verkum að fæstir leiða hugann að þeim. Auk þess að stofna lífríki sjávar í hættu eru heilsufarslegar afleiðingar örplasts á fólk ekki að fullu þekkt. Hvað er í baðherberginu þínu? er önnur herferð UNEP gegn plastmengun í hafi. Fyrri herferðin hófst 2017 og nefndist „Hrein höf“ (Clean Seas) og beindist sérstaklega að óhóflegri notkun á einnota plasti og örplasti. Í næstunni býður UNEP öllum að skoða vörur á baðherbergjum sínum og sækja upplýsingar á Instagram-reikningi stofnunarinnar um það hvernig taka megi þátt í átakinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent