Musk sagði á Twitter að bíllinn yrði kynntur á viðburði skammt frá höfuðstöðvum Space X í Los Angeles 21. nóvember næstkomandi. Musk vísaði til kvikmyndarinnar Blade Runner (þeirrar upprunalegu) og sagði að dagsetningin væri kunnuleg. Á þessum tíma fer einnig fram bílasýning í Los Angeles. Timasetningin er því sennilega engin tilviljun.
Cybertruck unveil on Nov 21 in LA near SpaceX rocket factory
— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2019
Þegar kemur að hönnun er Cybertruck pallbíllinn ekkert eins og þær myndir sem sést hafa á Internetinu að sögn Musk.
Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku. Það gæti því verið stór markaður fyrir rafpallbíla sem lítið hefur verið sinnt hingað til. Ford seldi meira en 900.000 F-pallbíla á síðasta ári. Sem gerir þá að mest seldu bílum Bandaríkjanna á síðast ári. Ford ætlar sér að setja rafdrifna útgáfu af F-150 á markað fyrir 2022.