Föstudagsplaylisti Heiðu Eiríksdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2019 16:20 Heiða Hellvar setti saman grasrótarmiðaðan lagalista eins og henni einni er lagið. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Eiríksdóttir sem kennd hefur verið við hljómsveitirnar Hellvar, Unun og Dys, ásamt fleirum, setti saman föstudagslagalista sem er alltof mikill grasrótartöffaraskapur fyrir Spotify. Lögin sem tókst að grafa upp á streymisveitunni sænsku fá því að mynda hálfkláraðan lagalista, hefðarinnar vegna, en listinn í heild sinni fær einnig að fylgja í Youtube-lagalista útgáfu. Reyndar er lagið Heaven með TSS ekki á Youtube en það er þó allavega í Spotify listanum. Heiða segist hafa verið að kljást við skringilegt tímabil í lífi sínu undanfarið og telur „tónlistann“ sinn áreiðanlega endurspegla það. „Mér finnst gaman að gera fullt af hlutum en að fara í stórmarkað er ekki einn þeirra. Því hef ég gjarnan tónlist í eyrunum til að reyna að róa mig.“ Hún fari yfirleitt rétt fyrir lokun þegar allt er á fullu inni í búðunum. „Ég hlusta því á eitthvað kreisí sem lætur annars óbærilegar aðstæður verða mjög súrrealískar.“„dj flugvél og geimskip segir okkur náttúrulega að allt sé bara bull og því er listinn tileinkaður henni og hinni frábæru plötu Our Atlantis.“ Annað á listanum sé mishefðbundið. „Sumt á ég bara á vínylplötum eða snældum sem ég hlusta á í vinnustofunni minni, en þar hef ég eytt miklum tíma undanfarið.“ Þar vinnur að hún að tilraunakenndri ljóðaplötu, að alls kyns ritlist og myndlist, og gerir gítar- og bassatilraunir. „Ég hef alltaf unnið mjög mikið með upplifun mína af því að finnast maður vera framandi í heiminum. Hluti af því er að hverfa inn í heim tónlistar eða annarrar listar því þar getur maður fundið einhvern tón sem maður harmonæsar við.“ Það sama höfði ekki til hennar þegar hún skrifar og þegar hún teiknar. „En í raun getur öll tónlist orðið innblástur að einhvers konar sköpun, ef maður er rétt stemmdur.“ Heiða minntist áður á upphafslag listans með Steinunni Eldlfaug, kenndri við flugvél og geimskip, en skrifaði svo stuttlega um hvert lag sem á eftir kemur á listanum: Bæði Godchilla og HAM eru á listanum, enda í hópi minna uppáhalds-rokkbanda á Íslandi. Lou Reed er líka þarna með vanmetið lag af vanmetinni plötu. Uppáhalds-útlenska bandið mitt er Sonic Youth og ég valdi lag með Kim Gordon sem var að gefa út sólóplötu sem ég á einmitt eftir að heyra. Mass uppgötvaði ég á Norðanpaunki og keypti kassettuna. Andrew vinur minn reddaði mér Aryan Aquarians-spólunni. Það er allt of lítið af svart-málmi á listanum, suma daga hlusta ég bara á blakkmetal, en 0 er þarna samt. TSS er snillingur, og þetta lag með honum framtíðar-klassík. Svo set ég Heidatrubador á listann í lokin með lagið Veerle, en það um belgíska vinkonu sem ég kynntist í gegnum sameiginlegan áhuga á tónlist á Airwaves fyrir mörgum árum. Læt ég lokaorð þess lags vera lokaorð mín: ,,I’ll see you later in musicland”. Og ef það er uppklapp, þá leikur Heidatrubador loks titillag plötunnar Fast sem hún gaf út árið 2017. Það er fyrsta lagið sem ég samdi eingöngu á bassa, en þar spila 5 bassar og nokkrar Heiður syngja. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ragnheiður Eiríksdóttir sem kennd hefur verið við hljómsveitirnar Hellvar, Unun og Dys, ásamt fleirum, setti saman föstudagslagalista sem er alltof mikill grasrótartöffaraskapur fyrir Spotify. Lögin sem tókst að grafa upp á streymisveitunni sænsku fá því að mynda hálfkláraðan lagalista, hefðarinnar vegna, en listinn í heild sinni fær einnig að fylgja í Youtube-lagalista útgáfu. Reyndar er lagið Heaven með TSS ekki á Youtube en það er þó allavega í Spotify listanum. Heiða segist hafa verið að kljást við skringilegt tímabil í lífi sínu undanfarið og telur „tónlistann“ sinn áreiðanlega endurspegla það. „Mér finnst gaman að gera fullt af hlutum en að fara í stórmarkað er ekki einn þeirra. Því hef ég gjarnan tónlist í eyrunum til að reyna að róa mig.“ Hún fari yfirleitt rétt fyrir lokun þegar allt er á fullu inni í búðunum. „Ég hlusta því á eitthvað kreisí sem lætur annars óbærilegar aðstæður verða mjög súrrealískar.“„dj flugvél og geimskip segir okkur náttúrulega að allt sé bara bull og því er listinn tileinkaður henni og hinni frábæru plötu Our Atlantis.“ Annað á listanum sé mishefðbundið. „Sumt á ég bara á vínylplötum eða snældum sem ég hlusta á í vinnustofunni minni, en þar hef ég eytt miklum tíma undanfarið.“ Þar vinnur að hún að tilraunakenndri ljóðaplötu, að alls kyns ritlist og myndlist, og gerir gítar- og bassatilraunir. „Ég hef alltaf unnið mjög mikið með upplifun mína af því að finnast maður vera framandi í heiminum. Hluti af því er að hverfa inn í heim tónlistar eða annarrar listar því þar getur maður fundið einhvern tón sem maður harmonæsar við.“ Það sama höfði ekki til hennar þegar hún skrifar og þegar hún teiknar. „En í raun getur öll tónlist orðið innblástur að einhvers konar sköpun, ef maður er rétt stemmdur.“ Heiða minntist áður á upphafslag listans með Steinunni Eldlfaug, kenndri við flugvél og geimskip, en skrifaði svo stuttlega um hvert lag sem á eftir kemur á listanum: Bæði Godchilla og HAM eru á listanum, enda í hópi minna uppáhalds-rokkbanda á Íslandi. Lou Reed er líka þarna með vanmetið lag af vanmetinni plötu. Uppáhalds-útlenska bandið mitt er Sonic Youth og ég valdi lag með Kim Gordon sem var að gefa út sólóplötu sem ég á einmitt eftir að heyra. Mass uppgötvaði ég á Norðanpaunki og keypti kassettuna. Andrew vinur minn reddaði mér Aryan Aquarians-spólunni. Það er allt of lítið af svart-málmi á listanum, suma daga hlusta ég bara á blakkmetal, en 0 er þarna samt. TSS er snillingur, og þetta lag með honum framtíðar-klassík. Svo set ég Heidatrubador á listann í lokin með lagið Veerle, en það um belgíska vinkonu sem ég kynntist í gegnum sameiginlegan áhuga á tónlist á Airwaves fyrir mörgum árum. Læt ég lokaorð þess lags vera lokaorð mín: ,,I’ll see you later in musicland”. Og ef það er uppklapp, þá leikur Heidatrubador loks titillag plötunnar Fast sem hún gaf út árið 2017. Það er fyrsta lagið sem ég samdi eingöngu á bassa, en þar spila 5 bassar og nokkrar Heiður syngja.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira