HBO pantar seríu um Targaryen-ættina 30. október 2019 07:58 Drekar verða að öllum líkindum mjög áberandi í nýju þáttunum. Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira